Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Krefur ríkið um tugi milljóna í bætur

Guðmundur R. Guðlaugsson hefur stefnt ríkinu vegna atvinnumissis í kjölfar ólögmæts gæsluvarðhalds og fjölda þvingunarráðstafana lögreglu fyrir tæpum áratug. Guðmundur hefur ekki verið á vinnumarkaði síðan og krefst hann nú tæplega 60 milljóna í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Fá Slotnick og Dickstein gegn Jóhanni Helgasyni

Lögmannsstofa fyrir Universal og Warner fékk leyfi dómara til að kalla til lögmenn frá New York til að annast málsvörn tónlistarrisanna í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar í Los Angeles. Leggja á fram greinargerðir fyrir 7. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Mun alltaf bera ör eftir árásina

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manni fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar í nóvember. Þolandinn hlaut tíu stungusár og tvö höfuðkúpubrot og verður lengi að jafna sig af áfallinu.

Innlent
Fréttamynd

Ók þrettán sinnum undir áhrifum efna

Á rúmlega árs tímabili árin 2017 og 2018 var maðurinn stöðvaður þrettán sinnum af lögreglu undir áhrifum amfetamíns eða kannabis. Maðurinn var án ökuréttinda í öll þrettán skiptin.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlögregluþjónn keypti vændi

Fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi var í nóvember dæmdur til að greiða 100 þúsund króna sekt fyrir að hafa keypt vændi.

Innlent