Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur

Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað.

Innlent
Fréttamynd

Verjendur óbundnir af viðmiðunarreglum

Fyrirkomulag þóknana fyrir störf verjenda og réttargæslumanna hefur lengi verið gagnrýnt af lögmönnum. Greiðslur fyrir störfin hafa verið nokkuð lægri en gjaldskrá þeirra. Nýr dómur héraðsdóms gæti haft breytingar í för með sér.

Innlent
Fréttamynd

Sætaskipti í hlerunarmáli Hreiðars Más

Hreiðar Már Sigurðsson sneri vörn í sókn í héraðsdómi. Forstjórinn fyrrverandi telur að brotið hafi verið á sér við framkvæmd hlerana. Dómari hafnaði ásökunum um að hafa afhent úrskurðarorð áður en úrskurður lá fyrir. Tímasetningar tölvupósta gætu skipt sköpum.

Innlent