Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Trump fordæmir morðin í Portland

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt árás sem gerð var á tvo menn í Portland borg í Oregon fylki í Bandaríkjunum. Þeir skárust í leikinn þegar árásarmaðurinn hafði i hótunum við tvær ungar múslímakonur sem um borð voru í lestinni.

Erlent
Fréttamynd

Merkel segist ekki geta treyst Bandaríkjunum

Framkoma Bandaríkjaforseta í vikunni gerði það að verkum að Þýskalandskanslari setur vissan fyrirvara við bandamenn Evrópu. Flakki Trumps lauk um helgina og hafði bæst nokkuð í vandamálabunka hans meðan hann var í burtu. 

Erlent
Fréttamynd

Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja

Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns

Erlent
Fréttamynd

Ferðabann Trumps ekki samþykkt

Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að tilskipun Trumps um ferðabann sem meinar íbúum sex múslimalanda inngöngu inn í Bandaríkin, muni ekki taka gildi. Með því staðfestir dómstólinn ákvörðun neðra dómstigs í Maryland.

Erlent
Fréttamynd

Flynn neitar að afhenda gögn

Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina.

Erlent
Fréttamynd

Samvinnutónn í Sádi-Arabíu

Bandaríkjaforseti sat ráðstefnu í Ríad ásamt fulltrúum 55 múslimaríkja. Fókusinn var á baráttu gegn hryðjuverkum auk þess sem milljarða viðskiptasamningar voru undirritaðir.

Erlent
Fréttamynd

Donald Trump harðorður í garð Írans

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti ræðu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, í dag. Hann sagði baráttuna gegn öfgamönnum ekki vera bardaga á milli mismunandi trúarbragða heldur "baráttu á milli góðs og ills.“ Þá tilkynnti Trump að Bandaríkin, ásamt sex Persaflóaríkjum, muni undirrita samning um bann við fjárframlögum til öfgahópa á borð við ISIS.

Erlent
Fréttamynd

Háttsettur repúblikani sagðist halda að Putin borgaði Trump

„það eru tvær manneskjur sem ég held að Putin borgi: Rohrabacher og Trump.“ Þetta sagði Kevin McCarthy, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, við aðra leiðtoga Repúblikanaflokksins mánuði áður en Trump tryggði sér tilnefningu flokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum í fyrra.

Erlent