Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. Erlent 27. nóvember 2018 23:22
Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Erlent 27. nóvember 2018 16:23
„Þið getið sagt að ég sé skrímsli en ég er nokkuð stoltur af sjálfum mér“ Bandaríkjamaðurinn Christopher Blair, sem BBC nefnir guðföður falsfrétta, segir að það sem hann geri sé ekkert annað en satíra ætluð til þess að afhjúpa kynþáttahatara og aðra öfgafulla lesendur þeirra miðla sem hann rekur. Erlent 27. nóvember 2018 11:45
Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. Erlent 27. nóvember 2018 10:21
Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Donald Trump svaraði spurningum blaðamanna um nýútgefna loftslagsskýrslu við Hvíta húsið í dag. Trump sagðist ekki trúa því að áhrif loftslagsbreytinga yrði á þá leið sem skýrslan lýsir. Erlent 26. nóvember 2018 23:24
Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. Erlent 26. nóvember 2018 22:28
Fyrrum ráðgjafa Trump-framboðsins skipað að hefja afplánun George Papadopoulos var dæmdur í tveggja vikna fangelsi fyrir að hafa logið að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI. Erlent 26. nóvember 2018 08:25
Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Hópur fólk reyndi að komast yfir landamærin í kjölfar mótmæla gegn því hversu lengi tekur að fara yfir hælisumsóknir þeirra í Bandaríkjunum. Erlent 26. nóvember 2018 07:33
Halda áfram limgervingu Trumps Hakkarar herja enn á Wikipediasíðu forseta Bandaríkjanna. Reyna ítrekað að setja typpamyndir í staðinn fyrir myndir af forsetanum. Ballargrallararnir hafa stolið aðgöngum og notað nýja mynd í hvert skipti. Erlent 26. nóvember 2018 07:00
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. Erlent 24. nóvember 2018 09:34
Limur í stað Trumps forseta Wikipedia-síðunni fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var breytt í gær og aðalmyndinni af forsetanum skipt út fyrir mynd af getnaðarlim. Erlent 24. nóvember 2018 07:30
Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. Erlent 23. nóvember 2018 07:00
Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. Erlent 22. nóvember 2018 20:41
Tekur ábyrgð á ráðningu falsfréttaritara Samskiptastjóri Facebook sagði í minnisblaði að hann hefði borið ábyrgð á ráðningu fyrirtækis sem rannsakaði andstæðinga og gagnrýnendur, meðal annars George Soros, og skrifaði falsfréttir um þá. Erlent 22. nóvember 2018 07:00
Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump Erlent 21. nóvember 2018 22:59
Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. Erlent 21. nóvember 2018 18:32
Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Svörin vörðuðu meint samráð framboðs Trump við Rússa. New York Times segir að Trump hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga sína. Erlent 21. nóvember 2018 11:06
Trump náðaði kalkúninn Peas Sú hefð að Bandaríkjaforseti náði kalkún má rekja aftur til forsetatíðar Ronald Reagan á níunda áratugnum. Erlent 21. nóvember 2018 10:03
Vilja að Trump skeri úr um hvort krónprinsinn hafi komið að morðinu á Khashoggi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið beðinn um að skera úr um á formlegan hátt, hvort krónprins Sádí Arabíu, Mohamed Bin Salman, hafi komið að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Erlent 21. nóvember 2018 07:23
Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. Erlent 20. nóvember 2018 18:18
Alríkisdómari lagði tímabundið bann við tilskipun Trump Alríkisdómari hefur lagt tímabundið bann við tilskipun Bandaríkjaforseta að neita flóttafólki sem kemur til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti um hæli. Erlent 20. nóvember 2018 08:24
Ivanka Trump notaði sitt persónulega netfang vegna starfa sinna í Hvíta húsinu Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og hans helsti ráðgjafi, notaði persónulegt tölvupóstfang sitt til að senda gögn sem vörðuðu störf hennar í Hvíta húsinu. Erlent 20. nóvember 2018 07:27
Hvíta húsið gefur eftir en setur blaðamönnum strangar reglur Starfsmenn Hvíta hússins gáfu út í kvöld að blaðamannapassi Jim Acosta, fréttamanns CNN, verður virkjaður á nýjan leik. Erlent 19. nóvember 2018 21:35
Ætla að reka Acosta aftur úr Hvíta húsinu Ríkisstjórn Donald Trump ætlar sér að fella niður aðgang Jim Acosta, fréttamanns CNN, að Hvíta húsinu aftur. Það er um leið og úrskurður dómara um að Acosta eigi að fá aðgang rennur út. Erlent 19. nóvember 2018 19:14
Trump í hart við aðmírál sem stýrði aðgerðinni gegn bin Laden Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem hann gagnrýndi fyrverandi aðmírálinn William H. McRaven í viðtali í dag og gaf í skyn að hann hefði átt að vera fljótari að finna Osama bin Laden, hafa vakið mikil viðbrögð. Erlent 18. nóvember 2018 22:30
Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. Erlent 18. nóvember 2018 18:58
Trump vill ekki hlusta á morðupptökuna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. Erlent 18. nóvember 2018 17:46
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. Erlent 18. nóvember 2018 07:45
Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. Erlent 17. nóvember 2018 23:01
Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. Erlent 17. nóvember 2018 17:46