Rekinn þrátt fyrir að hafa haldið Bournemouth uppi Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth hefur látið knattspyrnustjórann Gary O'Neil fara frá félaginu, aðeins sjö mánuðum eftir að hann var ráðinn til starfa. Fótbolti 19. júní 2023 13:01
Shaw reynir að lokka Kane og Rice til Manchester United Luke Shaw, bakvörður Manchester United og enska landsliðsins, hefur nýtt landsliðsverkefni Englands undanfarna daga í að reyna að sannfæra þá Harry Kane og Declan Rice um að færa sig frá höfuborginni og yfir til Manchester. Fótbolti 19. júní 2023 10:00
Enska úrvalsdeildin bannar Chelsea að semja við Paramount Plus Chelsea fær ekki að semja við streymisveituna Paramount Plus þar sem forráðamenn ensku úrvalsdeildar banna það. Paramount Plus átti að prýða treyjur félagsins á næstu leiktíð en nú stefnir í að það verði veðmálafyrirtæki. Enski boltinn 19. júní 2023 09:31
Chelsea reynir að nýta tengslanet sitt í Sádi-Arabíu til að losa sig við leikmenn Enska knattspyrnufélagið Chelsea er í óðaönn að reyna losa sig við leikmenn áður en það þarf að gera tímabilið upp fjárhagslega þann 30. júní. Þá er gott að eiga góða vini sem virðast eiga meiri pening þeir vita hvað þeir eiga að gera við. Enski boltinn 19. júní 2023 08:01
Breytingar í farvatninu hjá Man.City Þrír leikmenn hafa undanfarna daga verið orðaðir við brottför frá karlaliði Manchester City í fótbolta. Fótbolti 19. júní 2023 07:02
Knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni sakaður um nauðgun Knattspyrnustjóri sem stýrir liði í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla hefur verið yfirheyrður af bresku lögreglunni vegna ásakana um nauðgun. Fótbolti 18. júní 2023 22:52
Al Hilal með risatilboð í Rubén Neves og setja plön Barcelona í uppnám Lið Al Hilal hefur lagt fram risatilboð í Rubén Neves, fyrirliða Wolves, samkvæmt Fabrizo Romano. Allt leit út fyrir að Neves væri á leið til Barcelona í lok maí en Spánverjarnir hafa ekki náð að klára kaupin, þrátt fyrir að hafa náð samningum við leikmanninn sjálfan. Fótbolti 18. júní 2023 13:30
Manchester United sagðir undirbúa tilboð í Jordan Pickford Fjölmargir breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að orðið á götunni sé að Manchester United séu að undirbúa 45 milljóna punda tilboð í Jordan Pickford, markvörð Everton. Samningur David de Gea við United rennur út um mánaðarmótin. Fótbolti 18. júní 2023 11:30
Beckham skiptir yfir í Brentford frá Inter Miami Romeo Beckham skrifaði í dag undir samning við B-lið Brentford en hann hafði verið hjá liðinu á láni frá Inter Miami síðan í janúar. Samingurinn er til eins árs með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar. Fótbolti 17. júní 2023 14:31
Man. United missir tvo af sínum betri leikmönnum frítt í sumar Greint hefur verið frá því að framherjinn Alessia Russo og hægri bakvörðurinn Ona Batlle verði ekki áfram í herbúðum kvennaliðs Manchester United. Þetta er mikið högg fyrir félagið en það tryggði sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn á nýafstöðnu tímabili. Enski boltinn 16. júní 2023 17:30
Dreymir um að spila fyrir Real Madríd Brasilíski framherjinn Richarlison fer ekkert í grafgötur með það að honum dreymi um að spila fyrir spænska stórveldið Real Madríd. Carlo Ancelotti, þjálfari framherjans þegar hann var hjá Everton, stýrir Real í dag. Enski boltinn 16. júní 2023 16:30
Aðstoðarmaður Guardiola tekur við Leicester Leicester City hefur fundið nýjan knattspyrnustjóra. Liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Enski boltinn 16. júní 2023 15:31
Gerði undantekningu og endaði með ælu í handtöskuna hjá móður Grealish Rúben Dias, miðvörður Manchester City, drekkur ekki áfengi en gerði undantekningu fyrst lið hans varð Englands-, Evrópu og bikarmeistari nýverið. Það endaði vægast sagt illa fyrir bæði hann sem og handtöskuna sem móðir Jack Grealish var með. Enski boltinn 16. júní 2023 15:00
Stjörnukylfingar að eignast hlut í Leeds Þrír af fremstu kylfingum heims vilja eignast hlut í enska B-deildarfélaginu Leeds United. Golf 16. júní 2023 11:30
Úkraínumaðurinn Zinchenko vill banna allt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko, vinstri bakvörður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, vill banna allt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Þá segist hann tilbúinn að berjast fyrir land sitt. Fótbolti 16. júní 2023 10:00
Harry Kane færði liðsfélögum sínum brotna plötu að gjöf Harry Kane varð í vor markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins. Harry veit vel að enginn maður er eyland og færði félögum sínum í landsliðinu því brotna plötu sem þakklætisvott fyrir stuðninginn. Fótbolti 15. júní 2023 23:31
Hamrarnir vilja meira fyrir Rice en Skytturnar eru að bjóða Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United hefur neitað fyrsta tilboði Arsenal í enska miðjumanninn Declan Rice. Englandsmeistarar Manchester City fylgjast náið með gangi mála. Enski boltinn 15. júní 2023 13:31
Gordon McQueen látinn Fyrrverandi knattspyrnukappinn Gordon McQueen er látinn sjötugur að aldri. Hann var greindur með heilabilun snemma árs 2021. Enski boltinn 15. júní 2023 13:10
Guardiola gaf starfsfólki City rúmlega 130 milljóna bónus sinn Pep Guardiola gaf starfsfólki Manchester City veglegan bónus sem hann fékk fyrir að stýra liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 15. júní 2023 11:31
Manchester United gefst upp á að eltast við Kane Svo virðist sem forráðamenn Manchester United séu búnir að gefast upp á því að eltast við enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane, framherja Tottenham. Fótbolti 15. júní 2023 10:01
Meistararnir byrja titilvörnina gegn Jóa Berg og félögum Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínum fyrsta leik í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili. Greint var frá leikjaniðurröðun næsta tímabils nú fyrir skemmstu og Burnley tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik tímabilsins. Fótbolti 15. júní 2023 09:01
Chelsea hafnaði tilboði Man United í Mount Enska knattspyrnufélagið Manchester United bauð formlega í Mason Mount, miðjumann Chelsea og enska landsliðsins, í gær, miðvikudag. Chelsea hafnaði tilboðinu. Frá þessu greina breskir fjölmiðlar á borð við Telegraph, Guardian og fleiri. Enski boltinn 15. júní 2023 08:32
Spilaði kviðslitinn nær allt tímabilið Son Heung-min, framherji Tottenham Hotspur og Suður-Kóreu, hefur greint frá því að hann hafi spilað stóran hluta síðasta tímabils kviðslitinn. Enski boltinn 15. júní 2023 08:00
Banna kaup eins og þau þegar Glazer keypti Man United Eigendur félaga í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa bannað kaup þar sem kaupandi hleður skuldum á félagið sem verið er að kaupa. Hefði slíkt bann verið í gildi árið 2005 hefði Glazer-fjölskyldan aldrei eignast Manchester United. Enski boltinn 15. júní 2023 07:31
James Milner frá Liverpool til Brighton James Milner, miðjumaður Liverpool, fer á frjálsri sölu til Brighton. Hann hefur verið hjá Liverpool í átta ár og er einungis 34 leikjum frá því að slá Gareth Barry við sem leikjahæsta leikmanni ensku Úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Fótbolti 14. júní 2023 17:32
Þriggja ára bann fyrir að gera grín að Hillborough-slysinu Kieron Darlow, 25 ára gamall stuðningsmaður Tottenham Hotspur, hefur verið úrskurðaður í þriggja ára bann frá því að mæta á fótboltaleiki eftir að hann var fundinn sekur um að gera grín að Hillsborough-slysinu, mannskæðasta breska íþróttatengda slysi sögunnar. Fótbolti 14. júní 2023 16:31
Getur ekki hætt og mun þjálfa þangað til hann verður 75 ára Gamla brýnið Neil Warnock hefur ákveðið að feta í fótspor Roy Hodgson og þjálfa fótbolta þangað til hann verður 75 ára gamall. Huddersfield Town staðfesti í dag að Warnock myndi stýra liðinu á næstu leiktíð eftir að hafa bjargað þeim frá falli á nýafstaðinni leiktíð. Enski boltinn 14. júní 2023 16:00
Bjartsýnn Jón Daði framlengir við Bolton Jón Daði Böðvarsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við enska C-deildarliðið Bolton Wanderers. Enski boltinn 14. júní 2023 15:31
Djammið tekið sinn toll af Grealish: „Ég er að drepast úr sársauka“ Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er farinn að finna fyrir eftirköstum stífrar drykkju eftir að City vann Evrópumeistaratitilinn um helgina. Enski boltinn 14. júní 2023 12:30
Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. Fótbolti 14. júní 2023 12:01