Annar sigur Fulham í röð Eftir fimm tapleiki í röð í öllum keppnum vann Fulham sinn annan sigur í röð er liðið vann 2-1 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 22. apríl 2023 13:31
Arsenal þurfi nánast kraftaverk til að vinna City Eftir að hafa tapað sex stigum í seinustu þremur leikjum hefur Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, galopnað titilbaráttuna. Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City eru nú aðeins fjórum stigum á eftir Lundúnaliðinu, en liðin mætast næstkomandi miðvikudag í leik sem gæti farið langleiðina með að tryggja öðru hvoru liðinu Englandsmeistaratitilinn. Fótbolti 22. apríl 2023 13:01
Arsenal rennir hýru auga til Mount Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, er sagt fylgjast náið með stöðu mála hjá Mason Mount, leikmanni nágrannaliðs þeirra Chelsea. Fótbolti 22. apríl 2023 11:32
Nagelsmann mun ekki taka við Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea mun ekki ráða þýska þjálfarann Julian Nagelsmann til að taka við liðinu að yfirstandandi tímabili loknu. Fótbolti 22. apríl 2023 09:00
„Get ekki beðið eftir leiknum á móti City“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var eðlilega svekktur eftir þriðja jafntefli liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal tók á móti botnliði Southampton og gróf sig ofan í djúpa holu snemma leiks. Fótbolti 21. apríl 2023 23:15
Toppliðið bjargaði stigi gegn botnliðinu Arsenal og Southampton, topp- og botnlið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust á Emirates-vellinum í Lundúnum í kvöld. Minnstu mátti muna að botnliðið tæki stigin þrjú, en staðan var 1-3 þegar örfáar mínútur voru til leiksloka. Enski boltinn 21. apríl 2023 21:12
Áfrýjuninni hafnað og bann Mitrovic verður ekki lengt Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, verður ekki dæmdur í lengra bann en átta leiki eftir að sjálfstæð aganefnd hafnaði áfrýjun enska knattspyrnusambandsins. Fótbolti 21. apríl 2023 20:16
Hollywood-liðið getur bundið enda á fimmtán ára útlegð á morgun Velska knattspyrnufélagið Wrexham, sem spilar í ensku utandeildinni, er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á nýjan leik í ensku deildarkeppninni. Yfirstandandi tímabil Wrexham hefur verið líkt við handrit að Hollywood kvikmynd og er það vel við hæfi þar sem eigendur félagsins eru Hollywood stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney. Enski boltinn 21. apríl 2023 17:30
Stjóri Jóhanns Bergs á blaði hjá Chelsea Vincent Kompany, knattspyrnustjóri íslenska landsliðsmannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá enska B-deildar liðinu Burnley er einn þeirra sem er á blaði hjá forráðamönnum Chelsea er kemur að ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra félagsins. Enski boltinn 21. apríl 2023 17:00
Fyrirliði Englands ekki með á HM Enska kvennalandsliðið í fótbolta verður án fyrirliða síns, Leuh Williamson, á HM í sumar. Enski boltinn 21. apríl 2023 15:00
Grétar Rafn hafi tekið yfir skyldur Paratici hjá Tottenham Grétar Rafn Steinsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu hefur tekið yfir verkefni og skyldur Fabio Paratici hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham. Þessu heldur Daily Mail fram í dag. Fótbolti 21. apríl 2023 14:02
Fyrrverandi leikmaður Man United gjaldþrota Wes Brown, fyrrverandi varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann lagði skóna á hilluna árið 2018 eftir að hafa spilað með Kerala Blasters á Indlandi. Enski boltinn 21. apríl 2023 09:00
Paratici segir starfi sínu hjá Tottenham lausu Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur, hefur sagt starfi sínu lausu. Enski boltinn 21. apríl 2023 08:31
Borgarstjóri Manchester færði Páfanum áhugaverða gjöf Andy Burnham, borgarstjóri Manchester-svæðisins í Englandi, færði Francis Páfa áhugaverða gjöf þegar hann heimsótti Vatíkanið á dögunum. Enski boltinn 21. apríl 2023 07:31
Saliba ekki með og Zinchenko tæpur Arsenal verður áfram án William Saliba þegar liðið mætir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla á Emirates á morgun. Þá er ólíklegt að Oleksandr Zinchenko verði með þegar topplið deildarinnar leiðir saman hesta sína við botnliðið. Fótbolti 20. apríl 2023 11:43
HM í hættu hjá fyrirliða enska landsliðsins Leah Williamson, fyrirliði Arsenal og enska kvennalandsliðsins í fótbolta, fór meidd af velli þegra Arsenal laut í lægra haldi fyrir Manchester United í toppslag ensku efstu deildarinnar í gærkvöldi. Fótbolti 20. apríl 2023 11:12
Rashford fór með til Andalúsíu Marcus Rashford ferðaðist með Manchester United til Andalúsíu þar sem liðið mætir Sevilla í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Einvígið er í járnum eftir 2-2 jafntefli á Old Trafford. Enski boltinn 20. apríl 2023 08:00
Skrásetur frasann „Wagatha Christie“ eftir að hafa tapað fleiri hundruð milljónum Rebekah Vardy, eiginkona knattspyrnumannsins Jamie Vardy, hefur fengið frasann eða orðatiltækið „Wagatha Christie“ skrásettan sem vörumerki. Vardy tapaði meiðyrðamáli sínu gegn Coleen Rooney, eiginkonu fyrrverandi knattspyrnumannsins Wayne Rooney. Fótbolti 20. apríl 2023 07:02
Russo hetja Man United gegn Skyttunum Alessia Russo skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United vann Arsenal 1-0 í leik sem gæti skipt sköpum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Enski boltinn 19. apríl 2023 20:35
Þriggja ára bann vegna kynþáttaníðs í garð leikmanna sinna Rasistinn John Yems, fyrrverandi þjálfari enska knattspyrnuliðsins Crawley Town, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá fótbolta vegna hegðunar sinnar er hann þjálfað Crawley. Upphaflega var bannið til 18 mánaða en hefur nú verið lengt. Enski boltinn 19. apríl 2023 14:31
Miðvarðasveit Man City möguleg lausn á vandræðum í Meistaradeildinni Enn eitt vorið virðist sem Pep Guardiola hafi fundið hina fullkomnu blöndu þegar kemur að því hvað þarf að gera til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er þangað til eitthvað klikkar. Enski boltinn 19. apríl 2023 13:00
Sextán ára bið lokið Í gærkvöldi komst AC Milan í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár. Fótbolti 19. apríl 2023 10:32
Ekki vandamál að Boehly komi inn í klefa Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea á Englandi, sér ekkert að því að eigandi félagsins, Todd Boehly, komi inn í búningsklefa liðsins. Enski boltinn 18. apríl 2023 15:01
Chelsea rætt við Nagelsmann Chelsea hefur rætt við Julian Nagelsmann um möguleikann á að taka við liðinu. Chelsea er í leit að knattspyrnustjóra fyrir næsta tímabil. Enski boltinn 18. apríl 2023 13:01
Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. Fótbolti 18. apríl 2023 10:24
„Besti leikur okkar á tímabilinu“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir lið hans hafa spilað besta leik sinn á leiktíðinni er það vann Leeds United með sannfærandi hætti, 6-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Enski boltinn 18. apríl 2023 08:01
Gamla góða Liverpool valtaði yfir Leeds Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu i kvöld. Liverpool heimsótti Leeds United á Elland Road og vann afar sannfærandi 6-1 sigur. Enski boltinn 17. apríl 2023 21:05
Everton vongott um háar bætur vegna Gylfa Everton sér fram á að fá 10 milljónir punda í bætur vegna stöðunnar sem skapaðist þegar Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglu í Manchester í júlí 2021, nú þegar ljóst er að Gylfi er laus allra mála. Enski boltinn 17. apríl 2023 16:07
Eigandi Chelsea húðskammaði leikmennina Todd Boehly, eigandi Chelsea, lét leikmenn liðsins heyra það eftir tapið fyrir Brighton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Enski boltinn 17. apríl 2023 16:01
Rice bað Ødegaard um að árita treyju fyrir sig Declan Rice, leikmaður West Ham United, bað Arsenal-manninn Martin Ødegaard um eiginhandaráritun eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 17. apríl 2023 13:31