Þessum treysti ég til þess að standa vörð um okkar hagsmuni, landið okkar og okkar mannréttindi Með hverju árinu sem líður hefur áhugi minn á ríkisstjórn, borgarstjórn, bæjarstjórn og embætti forseta Íslands aukist jafnt og þétt. Á síðustu 10 árum eða þegar mér öðlaðist kosningaréttur hef ég ávallt mætt og skilað kjörseðli eftir minni bestu vitund og sannfæringu á þeim tíma. Skoðun 6. maí 2024 09:31
Halla fremst með 29,7 prósent í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með 29,7 prósent fylgi í nýjustu skoðanakönnun Prósents vegna forsetakosninganna, Katrín Jakobsdóttir með 21,3 prósent og Baldur Þórhallsson með 20,4 prósent. Innlent 6. maí 2024 06:22
Nú vandast valið Við Íslendingar göngum til forsetakosninga eftir tæpan mánuð, þegar sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn. Aldrei hafa valkostirnir verið fleiri en í þessum kosningum. Reyndar ansi furðulegt hversu margir töldu sig eiga erindi á Bessastaði og höfðu sjálfstraust til að safna meðmælendum. Skoðun 5. maí 2024 18:31
Ókostir forsetaframbjóðandans Katrínar Jakobsdóttur Katrín Jakobsdóttir hefur sagt skilið við stjórnmálin á meðan hún stendur í forsetaframboði, en hún ræður samt varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og einn helsta áróðursmann flokksins til sín. Skoðun 5. maí 2024 16:31
Hafi orðið fyrir þrýstingi úr ólíkum áttum Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi var enn og aftur innt eftir svari við því hvort ráðherrar hafi beitt hana þrýstingi í starfi hennar sem orkumálastjóri. Hún vék sér frá beinu svari og sagði að það væri ekki hlutverk forseta að útlista einstaka samræður. Þó sagði hún að ólíkir aðilar úr stjórnmálum, viðskiptalífinu og hagaðilasamtökum hafi eðlilega komið sínu á framfæri við sig. Innlent 5. maí 2024 15:59
Völd óskast: Forseti allra kynslóða? Landssamband Ungmennafélaga og JCI á Íslandi bjóða forsetaframbjóðendum að mæta ungu fólki í Iðnó kl. 14:00 þann 5. maí. Efstu fimm frambjóðendum var boðið til samtals við ungt fólk. Í pallborðinu mætast Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr. Innlent 5. maí 2024 14:15
Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. Lífið 5. maí 2024 07:00
Mörg hundruð manns á opnun kosningamiðstöðvar Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi opnaði dyrnar að kosningamiðstöð sinni við Tryggvagötu 21 í dag. Fjöldi fólks lét sjá sig. Lífið 4. maí 2024 20:41
Sú sem var oftast nefnd ekki ein af fjórum efstu í könnunum Utankjörfundarkosning til embættis forseta Íslands er hafin. Kosningin fer vel af stað en búist er við að allt að 55 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofa forvitnaðist í dag um hug landsmanna til kosninganna en sú sem var oftast nefnd er ekki ein af efstu fjórum í skoðannakönnunum. Innlent 4. maí 2024 19:59
Ég kýs… Ég kaus fyrst forseta árið 1980 og var þá barnung dóttir okkar hjóna með í för á kjörstað og hafði uppi áróður. Hún hafði heyrt á tal okkar og endurtók reglulega allan tímann í röðinni: “Kjósa Vigdísi”, með sínum barnslega framburði. Ég hef oft sagt þessa sögu og vil gjarna vera jafn stoltur og ánægður eftir kjördag eins og ég var þetta vor. Skoðun 4. maí 2024 18:01
„Skrímsladeildin“ hafi skorið upp herör gegn mótframbjóðendum Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði harðorða færslu á síðu sína á Facebook í dag þar sem hún skaut föstum skotum á svokallaða „áróðursmaskínu Íslands“ og það sem hún kallar „skrímsladeildina.“ Hún fer einnig ófögrum orðum um umfjöllun Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, í aðdraganda forsetakosninganna. Innlent 4. maí 2024 16:44
Forsetaframboð í Fellini stíl Það vorar og þjóðin ætlar að kjósa sér nýjan forseta. Mörg komin í framboð. Galvösk og reiðubúin að leggja allt í sölurnar fyrir börnin, tunguna, náttúruna, hommana og framtíðina í landinu. Líf og fjör færist í þorpið. Kvikmyndagerðarfólk og sjónvarpsgosar þyrpast að og skrá viðburðina á skjáinn. Tala við mann og annan. Prósentukarlar rýna í kannanir og totta pípur. Allt að gerast. Skoðun 4. maí 2024 15:31
Hefur ekki áhuga á slúðurfréttum af öðrum frambjóðendum Katrín Jakobsdóttir segir að hún hafi persónulega ekki áhuga slúðurfréttum af einkalífi forsetaframbjóðenda. Hún leggur þó áherslu á að fjölmiðlar séu frjálsir og þjóðin eigi rétt á að vita ýmislegt um frambjóðendur. Innlent 4. maí 2024 14:30
Tólf tíma tökudagar og svo forsetaframboð Jón Gnarr hefur í nógu að snúast þessa dagana þar sem auk forsetaframboðsins leikur hann í leikriti í Borgarleikhúsinu og í nýjum íslenskum sjónvarpsþáttum. Hann segir það taka allt að fjórar klukkustundir að sminka hann. Tökudagar hefjist klukkan sex að morgni og er tólf klukkutíma langur. Innlent 4. maí 2024 14:07
Halla Hrund eigi langt í land með að tryggja sér embættið Almannatengill telur Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið. Hún, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, hafi ekki átt sinn besta dag í kappræðum Rúv í gær. Af efstu frambjóðendunum fjórum fannst honum Baldur Þórhallsson mæta best undirbúinn og gera fæst mistök. Innlent 4. maí 2024 12:10
Brúarsmið á Bessastaði Einn vinsælasti frasi forsetaframbjóðenda fjallar um gjá á milli þings og þjóðar. Gott og vel. En hvað með gjána sem hefur myndast innan þjóðarinnar, á milli hópa fólks með ólíkar skoðanir, sem virðast ekki geta talað saman öðruvísi en í hástöfum og með óguðlegum fjölda upphrópunarmerkja á samfélagsmiðlum? Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af þeirri gjá. Skoðun 4. maí 2024 12:00
„Ég get ekki annað en sagt satt“ Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segist vera þannig gerður að hann geti ekki sagt ósatt þó það hagnaðist honum pólitískt. Innlent 4. maí 2024 10:23
Ríflega fjörutíu prósent líst illa á Katrínu Samkvæmt nýrri könnun Maskínu líst 41 prósent landsmanna illa á Katrínu Jakobsdóttur sem frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Hún kemst þó ekki með tærnar þangað sem Arnar Þór Jónsson hefur hælana þegar kemur að óvinsældum. Sjötíu prósent svarenda líst illa á hann. Innlent 4. maí 2024 10:10
Nú getum við brotið blað Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta - að minnsta kosti til næstu fjögurra ára. Kosningabaráttan stendur sem hæst og þá fer að bera á alls konar ófrægingarorðræðu sem beinist aðallega gegn þeim sem best standa að vígi, skv. skoðanakönnunum. Skoðun 4. maí 2024 09:01
Baldur í þágu mannúðar og samfélags Þeir dagar koma sem ég forðast að hlusta á fréttir. Ég treysti mér ekki til að hlusta á fréttir og hugsa um hvaða áhrif hugsanleg endurkoma Trumps mun hafa á veraldarsamfélagið, hver áhrif Pútíns eru á sjálfstæð ríki sem hafa ekki ráðið sér sjálf nema um skamma hríð, hljóm hræðilegra frétta frá Gaza og svo mætti lengur telja. Skoðun 3. maí 2024 17:00
Halla Hrund líka vinsæll annar kostur Í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru þátttakendur einnig spurðir að því hvaða forsetaframbjóðanda þeir gætu hugsað sér að kjósa, annan en þeir ætla að kjósa. Halla Hrund Logadóttir virðist vinsæll annar kostur. Innlent 3. maí 2024 16:53
Segja lýðræðis- og mannréttindabakslag staðreynd Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að mikið bakslag hafi átt sér stað hvað varðar lýðræðis- og mannréttindamál í hinum vestræna heimi. Innlent 3. maí 2024 15:01
Baldur segir niðurstöður nýjustu kannana vonbrigði Halla Hrund skynjar mikinn meðbyr með sínum gildum, Katrín segir fylgið á mikilli hreyfingu og Baldur segir nýjustu tölur vonbrigði. Öll segja þau það frábært að fá tækifæri til að ferðast um landið til að hitta landann. Innlent 3. maí 2024 14:23
Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Innlent 3. maí 2024 14:07
Einar segir forsetaembættið um ekki neitt Einar Kárason rithöfundur fer yfir stöðuna í baráttunni um Bessastaði, að hætti hússins. Hann furðar sig á tilstandinu. Innlent 3. maí 2024 13:24
Köllum það réttu nafni: Fordóma Hinsegin samfélagið er ekki þetta einsleita regnbogalið sem mörg virðast hugsa. Við erum fjölbreyttur og litríkur hópur fólks sem hefur eins fjölbreyttar skoðanir, en mörg okkar erum sammála einu: fyrsta skrefið til að uppræta fordóma gegn okkur er það að horfast í augu við þá. Skoðun 3. maí 2024 10:30
„Veit ekkert hvernig þessi ferð endar, en ég er samt mjög ánægð með að hafa lagt af stað“ Þegar hún vill slökkva á heilanum horfir hún á Naked gun eða aðra eins vitleysu, hún getur orðið brjáluð í umferðinni og á eina eftirsjá á pólitíska ferlinum. Lífið 3. maí 2024 10:30
Svona var Pallborðið með Höllu Hrund, Katrínu og Baldri Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Innlent 3. maí 2024 10:11
Burt með pólitík á Bessastöðum Nú þegar aukið líf færist í baráttuna um næsta forseta Íslands tel ég það áhyggjuefni ef kjósendur eru sáttir við að „afhenda” Bessastaði stjórnmálastéttinni á ný. Skoðun 3. maí 2024 08:15
Ætlar ekki að þröngva sér upp á fólk Viktor Traustason forsetaframbjóðandi segist finna fyrir létti að hluta til eftir að Landskjörstjórn úrskurðaði um gildi framboðs hans í dag. Innlent 2. maí 2024 18:59
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent