„Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Viðskipti innlent 4. júní 2024 10:46
Stóru fjölmiðlarnir töpuðu kosningunum Það kom ekki á óvart að kosningaslagorð fyrrum forseta Íslands Ásgeirs Ásgeirssonar „Fólkið kýs forsetann“ varð enn og aftur að veruleika. Skoðun 4. júní 2024 10:31
Hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Nú þegar ljóst er orðið að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti lýðveldisins þá liggur líka fyrir að eiginmaður hennar, Björn Skúlason, verði fyrsti eiginmaður forseta Íslands. Menning 4. júní 2024 09:48
Samdi Höllusmellinn á tuttugu mínútum Matthías Eyfjörð er maðurinn að baki einum óvæntasta smelli ársins, laginu Halla T House Mix því sem Halla Tómasdóttir verðandi forseti Íslands steig trylltan dans við með stuðningsmönnum sínum þegar hún mætti í hús í kosningateiti sitt í Grósku um helgina. Lagið var spilað oft og mörgum sinnum í teiti Höllu af plötusnúðnum Danna Deluxe og hefur slegið í gegn. Líklegt má þykja að það verði spilað oft og mörgum sinnum næstu árin nú þegar ljóst er að Halla er næsti forseti. Tónlist 4. júní 2024 09:01
Dregið úr happdrætti Ástþórs Dregið var í dag úr happdrætti Lýðræðishreyfingarinnar fyrir forsetaframboð Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en Ástþór segist ekki vita hvort nokkur hafi hreppt stærsta vinninginn, sem var rafmagnsbíll af gerðinni Hupmobile K3. Innlent 3. júní 2024 20:30
Klútabyltingin: Finndu þinn eigin Höllu-klút Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, er að takast að gera hálsklúta að heitasta klæðnaði dagsins. Halla var fyrst með klút í fyrstu kappræðunum í byrjun maí. Síðan hefur klúturinn orðið eins konar einkennismerki stuðningmanna Höllu sem mættu margir með litla silkiklúta um hálsinn á kosningavöku hennar sem fór fram í Grósku síðastliðið laugardagskvöld. Lífið 3. júní 2024 20:01
Annasamir dagar framundan hjá Höllu Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands segir annasama daga bíða Höllu Tómasdóttur nýkjörins arftaka hans þrátt fyrir að hún taki ekki formlega við embættinu fyrr en í ágústbyrjun. Að ýmsu þurfi að huga þangað til að hinn örlagaríki fyrsti ágúst renni upp og innsetning sjöunda forseta lýðveldisins fer fram með pompi og prakt. Innlent 3. júní 2024 18:52
Telur ekki að Katrín hafi gert mistök „Í þessari kosningabaráttu svona heilt yfir þá fannst mér inntak forsetaembættisins vera svolítið á reiki. Það var mjög ólík sýn sem að birtist frá frambjóðendum á það hversu víðtæk völd forsetans væru og mér fannst á köflum umræðan um áhugasvið frambjóðenda teygja sig langt inn fyrir mörk stjórnmálanna. Verið var að ræða mál sem að jafnaði eru gerð upp með lýðræðislegum hætti á Alþingi.“ Innlent 3. júní 2024 15:48
TikTok myndbönd Höllu T sem náðu til unga fólksins Afgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum má meðal annars þakka því hve vel hún náði til yngri hóps kjósenda. Kosningateymi Höllu nýtti samfélagsmiðilinn TikTok mjög vel til að ná til unga fólksins. Innlent 3. júní 2024 13:00
Telja kjósendur Höllu og Katrínar hafa kosið taktískt Í skoðanakönnun Maskínu þann 31. maí voru landsmenn spurðir að því hvort þeir myndu kjósa taktískt ef tveir frambjóðendur væru efstir og jafnir, þ.e. velja annan hvorn þeirra. Í ljós kom að um 60 prósent svarenda hefðu valið annaðhvort Höllu Tómasdóttur eða Katrínu Jakobsdóttur. Innlent 3. júní 2024 12:42
Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. Innlent 3. júní 2024 12:15
Stjörnulífið: Hálsklútabyltingin, Gríman og brúðkaup í Boston Nýliðin vika var mögulega sú stærsta hingað til og það fór ekki framhjá neinum að Íslendingar völdu sér nýjan forseta um helgina. Stuðið var mikið hjá forsetaframbjóðendum en eðli málsins samkvæmt langmest í Grósku þar sem Halla Tómasdóttir fagnaði glæsilegum sigri. Þetta var þó ekki eini viðburðurinn í vikunni, en Gríman og Sjómannadagurinn voru einnig haldin hátíðleg svo eitthvað sé nefnt. Lífið 3. júní 2024 10:54
„Við viljum vera í partíi þar til búið er að gubba á gólfið hjá okkur“ Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi fór ekki leynt með að niðurstaða úr forsetakosningum reyndust honum vonbrigði. Hann var gestur Bítisins í morgun og tilkynnti að hann væri kominn með kappnóg af Íslandi – í bili. Arnar Þór notaði tækifærið og hundskammaði þjóðina sem hann segir fljóta sofandi að feigðarósi. Innlent 3. júní 2024 10:48
Blákaldur veruleiki blasir við Helgu Þórisdóttur Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar snýr aftur til vinnu á morgun eftir leyfi vegna forsetaframboðs. Hún segir framboðið hafa verið mikið og lærdómsríkt ævintýri, en á sama tíma sé ljóst að erindi hennar hafi ekki náð í gegn. Innlent 3. júní 2024 10:37
Kosningar eru alltaf „taktík” Til skýringa á tapi Katrínar Jakobsdóttur í forsetakosningunum nota menn stefnulega hugtakið „taktík” sem rök. Í ólíkum tilgangi er fullyrðingum kastað fram um að kjósendur hafi kosið sigurvegara kosninganna, Höllu Tómasdóttur, „taktískt” gegn Katrínu Jakobsdóttur. Skoðun 3. júní 2024 07:01
Arnar Þór ýjar að stofnun nýs stjórnmálaflokks Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi í nýafstöðnum kosningum ýjar að því að mögulega sé kominn tími á nýja hugmyndafræði eða jafnvel nýjan stjórnmálaflokk hér á landi. Þetta kemur fram í skoðanagrein á Vísi í kvöld þar sem hann fer yfir farinn veg og veltir fyrir sér hinu pólitíska landslagi hér á landi. Innlent 2. júní 2024 23:07
Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. Innlent 2. júní 2024 22:22
Harmar atvik þar sem konu var sagt að hún væri búin að kjósa Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, harmar atvik þar sem kona í kjördæminu fékk ekki að kjósa í kjördæminu hans, en hún fékk þau svör á kjörstað að hún væri búin að kjósa. Hann segir að ekki sé hægt að rekja það með neinum hætti hvað gerðist. Innlent 2. júní 2024 21:33
Gildin sem sigldu forsetaembættinu í höfn Nýkjörnum forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur varð tíðrætt um gildi þjóðarinnar í kosningabaráttunni. Í kappræðum á RUV kvöldið fyrir kjördag var hún spurð eitthvað í þá veru hvort þessi hugtök væru ekki dálítið óljós og betri til brúks í viðskiptalífinu. Skoðun 2. júní 2024 21:02
Fínt að það séu ekki bara „kallaforsetar“ Fólki á förnum vegi líst almennt vel á nýkjörinn forseta, og yngri kynslóðin hefur ekki síður sterkar skoðanir á ungangengnum kosningum. Elín Margrét Böðvarsdóttir ræddi við nokkra kjósendur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Innlent 2. júní 2024 20:39
Seinkun á tölum ekki að ástæðulausu Formaður landskjörstjórnar segir forsetakosningarnar sem og talningu atkvæða hafa gengið mjög vel fyrir sig. Hún segir hvergi hafa þurft að efna til endurtalningar og að ýmsar ástæður geti legið að baki þegar niðurstöðum talninga seinkar. Innlent 2. júní 2024 19:59
Steinunn vill fá Ásdísi með sér í „Kynbombuflokkinn“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leggur til að hún og Ásdís Rán Gunnarsdóttir stofni stjórnmálaflokk að nafni Kynbombuflokkurinn í kveðju sem hún birtir til Ásdísar á Facebook. Lífið 2. júní 2024 19:43
Gegnumlýsing - þankabrot frambjóðanda að loknu forsetakjöri Um leið og ég þakka öllum þeim sem sýndu mér stuðning í orði og verki, vil ég óska Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör hennar í embætti forseta Íslands. Skoðun 2. júní 2024 19:30
Óskar Höllu til hamingju: „Þú verður góður forseti“ Guðni Th Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands hefur sent Höllu Tómasdóttur verðandi forseta Íslands bréf þar sem hann óskar henni til hamingju með kjörið. Innlent 2. júní 2024 16:54
Svona var ávarp nýkjörinnar Höllu Tómasdóttur Halla Tómasdóttir nýkjörinn forseti Íslands ávarpaði þjóðina frá svölunum á heimili sínu við Klapparstíg nú fyrir skemmstu og hlaut mikil fagnaðarlæti. Innlent 2. júní 2024 16:22
Ríkisstjórnin á erfiða daga fyrir höndum Jakob Birgisson grínari, eindreginn stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur í kosningakjöri, var ekki í miklu grínstuði þegar hann hripaði í nótt á X: „Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld.“ Innlent 2. júní 2024 15:11
Halla, ekki Kata Nýafstaðnar forsetakosningar eru svo sannarlega sögulegar að mörgu leyti. Í mínum huga sýna þær og sanna mikilvægi embættisins og hversu nær það stendur hjarta landsmanna. Einnig tek ég undir orð Ólafs Ragnars Grímssonar að þjóðin hefur nú viðurkennt eða veitt embættinu aukið vægi og hlutverk. Skoðun 2. júní 2024 15:00
Þrjár efstu með 75 prósent atkvæða Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir tvennt vekja athygli hennar í forsetakosningunum sem fóru fram í gær. Fjöldi kvenna sem fengu góða kosningu og svo mikið fylgi nýkjörins forseta. Innlent 2. júní 2024 14:57
Niðurstöður talningar: Kjörsókn með besta móti Landskjörstjórn hafa borist niðurstöður talningar frá yfirkjörstjórnum Norðvesturkjördæmis, Norðausturkjördæmis, Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjörsókn var mikil, 80,8 prósent. Innlent 2. júní 2024 14:27
Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. Innlent 2. júní 2024 13:50
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent