Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. Innlent 4. janúar 2024 13:31
Útilokar ekki forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. Innlent 4. janúar 2024 07:39
Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. Innlent 3. janúar 2024 18:21
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. Innlent 3. janúar 2024 11:51
Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. Innlent 2. janúar 2024 22:16
Landlæknir, ráðherrar og rithöfundar orðaðir við Bessastaði Forystufólk í heilbrigðiskerfinu, ráðherrar og rithöfundar eru orðaðir við forsetaframboð í sumar. Almannatengill býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum. Hann telur að sagan muni fara mjúkum höndum um núverandi forseta og ákvörðun hans um að láta gott heita. Innlent 2. janúar 2024 21:30
Boðar til blaðamannafundar vegna „stórra ákvarðana“ Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til blaðamannafundar á morgun. Tilefnið er „stórar ákvarðanir“ sem hann kveðst hafa tekið um mikilvæg mál. Innlent 2. janúar 2024 20:20
„Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. Innlent 2. janúar 2024 16:04
Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. Innlent 2. janúar 2024 11:10
Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram. Lífið 1. janúar 2024 16:39
Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ Innlent 1. janúar 2024 14:12
„Verið velkomin á trúðasýninguna í vor“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig fram til forsetaembættisins að nýju. Sjöundi forseti Íslands verður því kjörinn í sumar. Sumir kvíða kosningunum en aðrir þakka Guðna fyrir síðastliðin tæp átta ár. Lífið 1. janúar 2024 14:07
Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. Innlent 1. janúar 2024 13:07
Vaktin: Hvað gerir Guðni? Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun tilkynna það í nýársávarpi sínu klukkan 13, hvort hann hyggist bjóða sig fram á ný til embættis forseta Íslands. Guðni hefur setið í forsetastól frá árinu 2016 en þegar hefur verið greint frá tveimur sem íhuga að bjóða sig fram til forseta. Innlent 1. janúar 2024 11:46
Veltir framboði til forseta fyrir sér Páll Pálsson eigandi Pálsson fasteignasölu íhugar forsetaframboð. Hann vonast til þess að Guðni Th. Jóhannesson tilkynni framboð í ávarpi sínu á Nýársdag því sjálfur hafði Páll áætlað framboð eftir fjögur ár. Innlent 18. desember 2023 15:49
Guðni þögull sem gröfin fram á nýársdag Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín í embætti fyrr en í árlegu áramótaávarpi sínu. Þetta segir forsetinn í skriflegu svari til fréttastofu. Innlent 7. desember 2023 15:34
Sigríður Hrund íhugar framboð til forseta Íslands Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir, eigandi Vinnupalla ehf. og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, liggur undir feldi varðandi mögulegt forsetaframboð á nýju ári. Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín fyrr en í áramótaávarpi sínu. Innlent 7. desember 2023 15:13
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent