Messi og Suarez keyrðu yfir Dag Dan og félaga Dagur Dan Þórhallsson og félagar hans í Orlando City sáu aldrei til sólar er liðið mætti Inter Miami í MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Fótbolti 3. mars 2024 09:30
Valinn í landsliðið út af nafni frekar en frammistöðu Það getur verið flókið verk að velja leikmenn í landsliðsverkefni. Oftar en ekki þarf að skilja leikmenn eftir sem hafa staðið sig með prýði undanfarið en stundum eru mannleg mistök sem leiða til þess að leikmenn eru ekki valdir. Fótbolti 3. mars 2024 08:02
„Viðbrögð leikmanna voru frábær“ Tottenham Hotspur lenti undir gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeild karla í dag. Heimamenn létu það ekki á sig fá og unnu á endanum 3-1 sigur sem heldur Meistaradeildarvonum liðsins á lífi. Enski boltinn 2. mars 2024 23:01
Fabrizio Romano sagður fá borgað fyrir að tjá sig um ákveðna aðila Fabrizio Romano, maðurinn sem er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum innan knattspyrnuheimsins, er sagður bjóða liðum og leikmönnum umfjöllun gegn greiðslu. Fótbolti 2. mars 2024 22:15
Vinícius kom til bjargar eftir að Real lenti tveimur mörkum undir Real Madríd, topplið La Liga – spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu – náði í stig gegn Valencia eftir að lenda 2-0 undir. Fótbolti 2. mars 2024 22:10
Sandra María og Agla María með þrennur | Víkingar skoruðu fimm Fjöldinn allur af leikjum fór fram í A-deild Lengjubikar karla og kvenna í dag. Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór. Íslenski boltinn 2. mars 2024 21:06
Meistaradeildarsætið í augsýn eftir þriðja sigurinn í röð Rómverjar unnu í dag sinn þriðja leik í röð í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Fótbolti 2. mars 2024 20:25
Hákon Arnar og Willum Þór byrjuðu í mikilvægum sigrum Hákon Arnar Haraldsson og Willum Þór Willumsson voru í byrjunarliðum Lille og Go Ahead Eagles þegar bæði lið unnu gríðarlega mikilvæga 1-0 sigra í dag. Fótbolti 2. mars 2024 20:06
Villa vann nýliða Luton í stórskemmtilegum leik Aston Villa vann 3-2 sigur á Luton Town í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er með fimm stiga forystu á Tottenham Hotspur í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Enski boltinn 2. mars 2024 19:45
Skilur ekkert í því hvernig Liverpool hefur unnið síðustu fjóra leiki „Erfiðasti leikur sem við höfum spilað vegna þeirra aðstæðna sem við erum að glíma við,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, eftir hádramatískan 1-0 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Enski boltinn 2. mars 2024 18:16
Tottenham dreymir um Evrópusæti eftir endurkomusigur Tottenham Hotspur lagði Crystal Palace 3-1 í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. West Ham United, Fulham og Newcastle United unnu þá góða sigra. Enski boltinn 2. mars 2024 17:00
Hvorugt liðið með taugar til að næla í þrjú stig Brentford og Chelsea gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Enski boltinn 2. mars 2024 17:00
Nunez sneri aftur og sótti sigur á ögurstundu Liverpool ferðaðist til Skírisskógar í dag og sótti 1-0 sigur á ögurstundu gegn Nottingham Forest. Enski boltinn 2. mars 2024 17:00
Ríkjandi meistarar úr leik en Halmstad heldur áfram BK Häcken mun ekki takast að verja bikarmeistaratitil sinn í Svíþjóð eftir að liðið féll úr leik í dag. Halmstad hélt hins vegar áfram í átta liða úrslit eftir 1-0 sigur gegn Värnamo. Fótbolti 2. mars 2024 16:18
Heimsmeistaramót goðsagna fer fram á St. James Park í sumar St. James Park, heimavöllur Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, mun hýsa heimsmeistaramót fyrir 35 ára og eldri leikmenn í sumar. Fótbolti 2. mars 2024 15:00
Stuðningsmenn hlupu inn á völlinn og réðust á andstæðinga Sveins Arons Stuðningsmaður þýska félagsins Hansa Rostock, sem Sveinn Aron Guðjohnsen leikur fyrir, braust inn á völlinn og réðst á leikmenn Kaiserslautern þegar þeir fögnuðu marki. Leikur var stöðvaður meðan allt róaðist niður en eftir leik brutust enn fleiri stuðningsmenn inn á völlinn. Fótbolti 2. mars 2024 14:49
Düsseldorf lét sigur ganga sér úr greipum og Þórir Jóhann lagði upp í tapi Þórir Jóhann lagði upp mark Eintracht Braunschweig í 2-1 tapi gegn Nürnberg. Sveinn Aron Guðjohnsen fór útaf í hálfleik í 0-3 tapi Hansa Rostock gegn Kaiserslautern. Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem gerði 2-2 jafntefli gegn Hannover. Fótbolti 2. mars 2024 13:59
Luis Enrique: Þurfum að venjast því að spila án Mbappé Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain í frönsku úrvalsdeildinni, er strax farinn að undirbúa leikmenn og stuðningsmenn liðsins fyrir brotthvarf Kylian Mbappé. Fótbolti 2. mars 2024 13:30
Öskureiðir eftir rauðu spjöldin og saka Pulisic um óíþróttamannslega hegðun Leikmenn og stjórnarmenn Lazio eru öskureiðir dómaranum Marco di Bello eftir að hann rak þrjá leikmenn liðsins af velli í leik gegn AC Milan í gærkvöldi. Fótbolti 2. mars 2024 12:45
FIFA algjörlega mótfallið bláu spjöldunum Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur alfarið sett sig upp á móti bláum spjöldum sem átti að kynna til sögunnar fyrr í mánuðinum. Fótbolti 2. mars 2024 11:01
Birkir heim í Þór Birkir Heimisson er snúinn aftur heim til Akureyrar og mun leika með liði Þórs í Lengudeild karla í sumar. Íslenski boltinn 2. mars 2024 09:46
Hikandi við að mæta Ísrael „vegna þess sem þeir hafa gert við saklausa borgara“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að Ísland ætti ekki að þurfa að spila á móti Ísrael, vegna voðaverkanna á Gasa-svæðinu síðustu mánuði. Íslendingar neyðist hins vegar til að spila leikinn, í umspili um sæti á EM. Fótbolti 2. mars 2024 08:02
Meistarar Víkings næstum búnir að missa annan lykilmann í atvinnumennsku Danijel Dejan Djuric, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var næstum genginn í raðir búlgarska stórliðsins Ludogorets á endanum gekk það ekki eftir vegna regluverks efstu deildar þar í landi. Íslenski boltinn 2. mars 2024 07:01
Fyrirliðinn tjáir sig um brotthvarf arftaka Freys Magne Hoseth tók við af Frey Alexanderssyni hjá danska Íslendingaliðinu Lyngby. Hann entist aðeins 50 daga í starfi eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Nú hefur Marcel Römer, fyrirliði Lyngby, tjáð sig um málið. Fótbolti 1. mars 2024 23:00
Stjarnan komin á blað Stjarnan er komin á blað í Lengjubikar kvenna eftir 2-0 sigur á FH í kvöld. Íslenski boltinn 1. mars 2024 22:31
Bayern og PSG misstigu sig Þýskalandsmeistarar Bayern München eru að missa af lestinni eftir 2-2 jafntefli gegn Freiburg í kvöld. Frakklandsmeistarar París Saint-Germain gerðu þá markalaust jafntefli við Monaco. Fótbolti 1. mars 2024 22:16
Rigndi rauðum spjöldum í Róm AC Milan vann 1-0 útisigur á Lazio í eina leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Heimamenn í Lazio enduðu leikinn með aðeins 8 leikmenn inn á vellinum. Fótbolti 1. mars 2024 22:02
Lengjubikarsmarkasúpa í leikjum kvöldsins Alls voru 15 mörk skoruð í tveimur leikjum kvöldsins i Lengjubikar karla í knattspyrnu. Nágrannafélögin Keflavík og Grindavík gerðu 3-3 jafntefli á meðan Valur vann 6-3 sigur ÍR. Íslenski boltinn 1. mars 2024 21:06
Sverris-laust Midtjylland lagði Orra- og Rúnars-laust FCK Midtjylland vann 2-0 sigur á ríkjandi Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn í stórleik helgarinnar í dönsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 1. mars 2024 20:12
Sam Hewson yfirgefur Þrótt Enski miðjumaðurinn Sam Hewson mun ekki leika með Þrótti Reykjavík á komandi leiktíð í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 1. mars 2024 19:15