Vestri snéri taflinu við gegn Keflavík Keflavík og Vestri gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð riðils 1 í A-deild Lengjubikarsins í dag. Fótbolti 10. febrúar 2024 16:10
Glódís og stöllur styrktu stöðu sína á toppnum með stórsigri Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í þýska stórveldinu Bayern München unnu 5-0 stórsigur er liðið heimsótti Köln í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 10. febrúar 2024 15:02
Haaland skaut meisturunum á toppinn Erling Braut Haaland skoraði bæði mörk leiksins er Englandsmeistarar Manchester City komu sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri gegn Everton í dag. Fótbolti 10. febrúar 2024 14:32
Ísak skoraði í fjórða leik Düsseldorf í röð án sigurs Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði eina mark Fortuna Düsseldorf er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Elversberg í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 10. febrúar 2024 13:56
Harðneituðu að spila í Ísrael: „UEFA steig sem betur fer inn“ Ísraelska knattspyrnusambandið pressaði stíft á KSÍ og UEFA að fá að halda umspilsleik karlalandsliða Íslands og Ísrael í heimalandinu. KSÍ harðneitaði ítrekuðum beiðnum og UEFA ákvað að leikurinn skyldi haldinn á hlutlausum velli. Fótbolti 10. febrúar 2024 12:00
Tennisboltar, súkkulaðipeningar og regnslár töfðu leiki Mótmæli settu svip sinn á leiki í tveimur af stærstu knattspyrnudeildum Evrópu í gær og þurfti ýmist að gera hlé eða flauta leiki snemma af vegna þeirra. Fótbolti 10. febrúar 2024 11:31
Leggja til sumarfrí í íslenskum fótbolta Stjórn Leikmannasamtaka Íslands leggur til að á ársþingi KSÍ verði samþykkt að innleitt verði sumerhlé á keppnistímabili í Íslandsmóti mestaraflokka í knattspyrnu á Íslandi. Fótbolti 10. febrúar 2024 10:45
Bláu spjöldin muni rústa leiknum Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham, er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að taka upp notkun blárra spjalda í deildinni á næstunni. Fótbolti 10. febrúar 2024 09:31
Eggert Aron um atvinnumennskuna og A-landsliðið: Draumur síðan ég var krakki Knattspyrnumaðurinn Eggert Aron Guðmundsson gekk í raðir silfurliðs Svíþjóðar, Elfsborg, frá Stjörnunni fyrir ekki svo löngu síðan. Fótbolti 10. febrúar 2024 09:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Uppgjör Vísir stóð fyrir vali á bestu liðum í íslenskum karlafótbolta undanfarin fjörutíu ár, eða frá 1984 þegar þriggja stiga reglan var tekin upp. Hér má sjá niðurstöður kosningarinnar. Íslenski boltinn 10. febrúar 2024 08:00
Bláu kortin ekki kynnt til sögunnar jafn fljótt og vonast var til Það virðist sem öll séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að bláaum spjöldum í knattspyrnu. Prófa átti regluverkið á næstu leiktíð en nú virðist sem því hafi verið frestað. Fótbolti 9. febrúar 2024 23:01
Bæði lið án nokkurra lykilmanna í toppslagnum í Þýskalandi Hið taplausa lið Bayer Leverkusen tekur á móti Bayern München, liðinu sem hefur unnið þýsku deildina undanfarin 11 tímabil. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport en það eru þó nokkrir sterkir leikmenn sem verða hvergi sjáanlegir þar sem þeir eru á meiðslalistanum fræga. Fótbolti 9. febrúar 2024 22:15
De Jong til í að yfirgefa Barcelona í sumar Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong gæti yfirgefið Spánarmeistara Barcelona í sumar. Hann var þrálátlega orðaður við Manchester United árið 2022. Fótbolti 9. febrúar 2024 20:16
„Ekki draumastaða, ég get alveg sagt það“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur valið leikmannahóp sem tekur þátt í mikilvægu einvígi um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur andstæðinginn í umspilinu alvarlega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. Fótbolti 9. febrúar 2024 18:00
Gunnhildur Yrsa nýr styrktarþjálfari landsliðsins Landsliðskonan fyrrverandi, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, er nýr styrktarþjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu. Frá þessu var greint á blaðamannafundi Knattspyrnusambands Íslands í dag. Fótbolti 9. febrúar 2024 17:31
Gleymdu að ýta á senda takkann og McGuire fer ekki fet Bandaríski landsliðsmaðurinn Duncan McGuire ætlaði að klára tímabilið með Íslendingaliðinu Blackburn Rovers í ensku b-deildinni en ekkert verður að því. Enski boltinn 9. febrúar 2024 16:00
Southgate íhugar að velja Mainoo en fær samkeppni frá Gana Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað tólf leiki fyrir aðallið Manchester United gæti Kobbie Mainoo verið valinn í enska landsliðið fyrir leiki þess í næsta mánuði. Enski boltinn 9. febrúar 2024 15:31
Málfríður tekur síðasta dansinn með Val Málfríður Erna Sigurðardóttir er komin aftur heim í Val og ætlar að klára farsælan fótboltaferil sinn á Hlíðarenda í sumar. Íslenski boltinn 9. febrúar 2024 14:24
Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. Fótbolti 9. febrúar 2024 14:19
Svona var blaðamannafundur Þorsteins Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir umspilsleiki gegn Serbíu var kynntur. Fótbolti 9. febrúar 2024 13:35
Sveindís snýr aftur í landsliðið en Agla María ekki með Sveindís Jane Jónsdóttir snýr aftur í íslenska fótboltalandsliðið sem mætir Serbíu í tveimur leikjum í umspili Þjóðadeildarinnar síðar í þessum mánuði. Fótbolti 9. febrúar 2024 13:10
„Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. Fótbolti 9. febrúar 2024 12:16
Özil skaut föstum skotum á gömlu óvinina í Atletico Madrid Viðbrögð Mesut Özil, fyrrum leikmanns Real Madrid og Arsenal, við nýja bláa spjaldinu vöktu athygli í netheimum í gær. Fótbolti 9. febrúar 2024 12:01
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1993 | Hinir ósnertanlegu ÍA varð Íslandsmeistari með gríðarlegum yfirburðum 1993 og vann bikarkeppnina að auki. Skagamenn jöfnuðu stigamet og fjölga þurfti leikjum um níu til að markamet þeirra yrði slegið. ÍA kórónaði svo frábært tímabil með glæstum sigri á Hollandsmeisturum Feyenoord þar sem Ólafur Þórðarson skoraði frægt skallamark. Íslenski boltinn 9. febrúar 2024 11:00
Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. Fótbolti 9. febrúar 2024 10:02
Tíu bestu liðin (1984-2023): FH 2005 | Skrifað í sögu stórum stöfum FH varð Íslandsmeistari annað árið í röð undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. FH-ingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu fimmtán leiki sína og tryggðu sér titilinn með sigri á sínum helsta andstæðingi. Tryggvi Guðmundsson og Auðun Helgason sneru heim með sannkölluðum glæsibrag og áttu frábært tímabil. Íslenski boltinn 9. febrúar 2024 10:00
Byrja í Laugardalnum en spila síðasta leikinn í Wales Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú staðfest leikdaga íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Þjóðadeild UEFA í haust. Fótbolti 9. febrúar 2024 09:08
Tíu mínútur í skammarkróknum ef leikmenn fá bláa spjaldið The Telegraph hefur staðfest að IFAB, alþjóðlega knattspyrnuráðið, ætli á föstudag að kynna blá spjöld til leiks í knattspyrnu. Enski boltinn 9. febrúar 2024 07:01
Að nálgast fertugt en tekur slaginn með Blikum Þrátt fyrir að hafa orðið 38 ára gamall á dögunum hefur Arnór Sveinn Aðalsteinsson ákveðið að taka slaginn með Breiðabliki í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Íslenski boltinn 8. febrúar 2024 22:46
Þróttur sækir tvær á Selfoss Kristrún Rut Antonsdóttir og Íris Una Þórðardóttir munu leika með Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þær koma báðar frá Selfossi sem féll úr deildinni á síðasta ári. Íslenski boltinn 8. febrúar 2024 20:00