Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Óskar Hrafn hættur störfum sem þjálfari Breiðabliks

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tilkynnt starfslok sín hjá Breiðablik. Hann óskaði þess sjálfur að klára riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með félaginu en var tilkynnt á föstudag að svo yrði ekki og hann myndi láta af störfum eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Enginn endurkomusigur í þetta skiptið

Brighton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli sín á milli í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool lentu marki undir snemma, komust yfir rétt fyrir hálfleik en heimamönnum tókst að klóra sig til baka og sækja stigið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Roon­ey hættur hjá DC United

Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska liðinu DC United. Liðið endaði í 9. sæti austursins í MLS-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefán stal rétti­­lega öllum fyrir­­­sögnum í Dana­veldi: „Ég er mættur aftur“

Ís­lenski at­vinnu­maðurinn í fót­bolta, Skaga­maðurinn Stefán Teitur Þórðars­son, stal fyrir­sögnunum á öllum helstu í­þrótta­vef­miðlum Dan­merkur með magnaðri þrennu sinni í 5-0 sigri Sil­ke­borg gegn Ís­lendinga­liði Lyng­by í dönsku úr­vals­deildinni á dögunum. Um var að ræða eitt­hundraðasta leik Stefáns Teits fyrir lið Sil­ke­borgar og hann kórónaði hann með þrennu á að­eins 8 mínútum og 22 sekúndum.

Fótbolti
Fréttamynd

Litblindir ósáttir við búningavalið

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla hafa verið gagnrýndir fyrir að heimila Luton Town og Tottenham Hotspur að leika í þeim búningum sem valið var að spila í þegar liðin leiddu saman hesta sína á Kenilworth Road í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Níunda fall Hermanns á ferlinum

Hermann Hreiðarsson og lærisveinar hans hjá ÍBV féllu úr Bestu deild karla í fótbolta í dag. Þar af leiðandi hefur Hermann fallið níu sinnum á ferli sínum sem leikmaður og þjálfari og þar að auki einu sinni sem aðstoðarmaður knattspyrnustjóra. 

Fótbolti
Fréttamynd

Willum Þór skoraði og lagði upp

Willum Þór Willumsson lagði þung lóð á vogarskálina þegar lið hans Go Ahead Eagles vann sannfærandi 4-0 sigur í leik sínum við Heracles í hollensku efstu deildinni í fótbolta karla í dag. 

Fótbolti