Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Liverpool tyllti sér á toppinn

Liverpool og Chelsea hafa bæði byrjað tímabilið í ensku úrvalsdeildinni vel en Liverpool þó töluvert betur. Sigur liðsins í dag var sá fjórði í röð og situr liðið nú eitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stones tryggði City sigur í uppbótatíma

John Stones var hetja ensku meistaranna í dag. Hann skoraði sigurmark Manchester City á fimmtu mínútu í uppbótartíma þeagr City vann 2-1 útisigur á Wolves. Miðvörðurinn kom sínu liði líka á toppinn í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Besti dómarinn í deildinni á von á sínu þriðja barni

Bergrós Lilja Unudóttir var valin besti dómarinn í Bestu-deild kvenna í sumar. Hún varð sjálf að hætta knattspyrnuiðkun eftir höfuðhögg en vildi handa tengingu við íþróttina með því að dæma. Næsta tímabil er aftur á móti í uppnámi hjá dómaranum.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi kom inn á í hálf­leik og skoraði þrennu

Lionel Messi er nýkominn heim úr landsliðsverkefni þar sem hann skoraði þrennu og byrjaði því á bekknum í bandaríska fótboltanum í nótt. Hann kom hins vegar inn á í hálfleik og skoraði í þrennu í 6-2 sigri Inter Miami á New England Revolution.

Fótbolti
Fréttamynd

PSG aftur á toppinn

PSG er aftur komið á topp frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Strasbourg í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ó­skiljan­legt að setja Er­lend í þetta verk­efni"

Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Gæti verið minn síðasti leikur á laugar­daginn“

„Ég bara veit það ekki. Veit ekki hvað ég mun gera eftir tímabilið, þarf bara að setjast niður eftir næstu helgi og spá í því hvað mig langar að gera,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals og markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Lokaleikur tímabilsins gegn ÍA næstu helgi gæti orðið hans síðasti á ferlinum.

Íslenski boltinn