Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Dómarinn í Laugar­dalnum fór ekki eftir vinnu­reglum

Starfsreglur UEFA-dómara er varða endurskoðun á VAR segja til um að dómari á velli skuli horfa á myndbönd af atviki áður en hann taki ákvörðun. Ekki dugi að sjá stillimynd. Dómari leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeild UEFA í gær virðist ekki hafa farið eftir þeim reglum þegar hann dæmdi Tyrkjum tvær vítaspyrnur.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland baðst af­sökunar

Erling Braut Haaland hefur beðist afsökunar á frammistöðu sinni og norska landsliðsins í 5-1 tapi á móti Austurríki í Þjóðadeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ný­liðinn hetja Þýska­lands

Fjórir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta í kvöld. Frakkland vann Belgíu, Ítalía fór létt með Ísrael og Þýskaland lagði Holland.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mér finnst þetta bara kjaft­æði“

„Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Wil­son hetja Wa­les

Wales vann Svartfjallaland 1-0 í hinum leik kvöldsins í riðli 4 í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta. Um er að ræða liðin sem eru með Íslandi og Tyrklandi í riðli. 

Fótbolti
Fréttamynd

Kristall Máni ekki meira með á þessu ári

Kristall Máni Ingason, markahæsti leikmaður í sögu íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta, mun ekki bæta við markafjölda sinn þegar liðið lýkur keppni í undankeppni EM 2025 gegn Danmörku á morgun. Hann er meiddur og spilar ekki meira á þessu ári.

Fótbolti