Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Þakti salernisklefa flugvélar í saur

Flugstjóri vélar United Airlines á leið frá Chicago til Hong Kong neyddist til að lenda vélinni í Alaska eftir að áhöfn vélarinnar komst að því að einn farþega vélarinnar hafði þakið tvo salernisklefa vélarinnar í eigin saur.

Erlent
Fréttamynd

Fá kynningu á samningi

Samningurinn verður kynntur á félagsfundi þar sem jafnframt verður útskýrt hvernig staðið verður að atkvæðagreiðslu um samninginn.

Innlent
Fréttamynd

Flugmenn styðja vélvirkja

Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeildi flugvirkja við Icelandair og Samtök atvinnlífsins.

Innlent
Fréttamynd

Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst

Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs.

Innlent
Fréttamynd

Verkfall flugvirkja: Reiknar með að deiluaðilar hittist í dag

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í til að ræða kjarasamning flugvirkja. Verkfall flugvirkja Icelandair hófst í morgun en ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar.

Innlent