Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ná­granni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakka­kotsvelli

Landeigandi í Laxnesi í Mosfellsdal hefur höfðað mál gegn Mosfellsbæ og Golfklúbbi Mosfellsbæjar til þess að banna kylfingum að aka bílum sínum að Bakkakotsvelli um veg sem liggur að hluta um land hans. Framkvæmdastjóri klúbbsins segir félagsmenn hafa ekið veginn frá því að völlurinn opnaði á 10. áratug síðustu aldar.

Innlent
Fréttamynd

Eftir­maður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn

Sádiarabískir eigendur LIV-mótaraðarinnar í golfi hafa ráðið nýjan framkvæmdastjóra í stað Gregs Norman sem hefur stýrt henni frá byrjun. Ný framkvæmdastjórinn hefur meðal annars komið nálægt rekstri bandarískra körfubolta- og íshokkíliða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gunn­laugur vann en Evrópa tapaði

Gunnlaugur Árni Sveinsson vann indverska undrabarnið Kartik Singh í einvígi á lokadegi Bonallack-bikarsins í golfi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Evrópa tapaði hins vegar keppninni, gegn úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu, með aðeins eins vinnings mun.

Golf
Fréttamynd

Allt jafnt fyrir loka­daginn

Gunnlaugur Árni Sveinsson og Svíinn Algot Kleen urðu að sætta sig við tvö töp í dag, á öðrum degi Bonallack-bikarsins í golfi. Staðan er engu að síður jöfn í keppninni, sem er á milli úrvalsliðs Evrópu og úrvalsliðs Asíu og Eyjaálfu.

Golf
Fréttamynd

Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunn­laugur nýtur sín meðal þeirra bestu

„Það er mikill heiður að vera valinn til að spila fyrir land og heimsálfu, og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG og einn aðeins tólf liðsmanna úrvalsliðs Evrópu í Bonallack-bikarnum í golfi. Það gekk ekki áfallalaust hjá honum að komast á mótið.

Golf
Fréttamynd

Sjóð­heitur Gunn­laugur tryggði Evrópu einn sigur

Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið.

Golf
Fréttamynd

Gunn­laugur í úr­vals­lið Evrópu og bestur á­samt Huldu

Gunnlaugur Árni Sveinsson og Hulda Clara Gestsdóttir hafa verið útnefnd kylfingar ársins á Íslandi, í fyrsta sinn. Árið endar því heldur betur vel hjá þeim og sérstaklega hinum 19 ára Gunnlaugi sem nú hefur verið valinn í úrvalslið Evrópu fyrir Bonallack Trophy mótið.

Golf
Fréttamynd

Charli­e Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn

Hinn 15 ára Charlie Woods fór holu í höggi á PNC meistaramótinu í dag þar sem hann og faðir hans, Tiger Woods, freista þess að vinna mótið í fyrst sinn en þar keppa kylfingar og börn þeirra saman í liðakeppni.

Golf
Fréttamynd

Fór holu í höggi yfir húsið sitt

Bandaríski atvinnukylfingurinn Bryson DeChambeau hefur dundað sér við það síðustu tvær vikur að reyna að fara holu í höggi yfir húsið sitt.

Golf