Formaður SGS kallar eftir hærri verðbólgu 50, 60 eða 70 ára húsnæðislán, þau vona ég að líti dagsins ljós í framtíðinni í tengslum við aukið heilbrigði og hærri eftirlaunaaldur. En sá tími er ekki kominn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti því í gær að hann telji að bankakerfið og stjórnvöld ættu að gera fyrstu kaupendum kleift að taka slík lán til þess að lækka greiðslubyrðina fyrst um sinn og stytta lánin síðar þegar greiðslugeta eykst. Skoðun 1. júlí 2022 09:30
Mikilvægast að spenna bogann ekki of hátt við lántöku Hagfræðingur segir ólíklegt að verðbólga hjaðni á næstunni, þótt hægja muni á henni. Vaxtabyrði óverðtryggða húsnæðislána hafi aukist verulega vegna vaxtahækkana að undanförnu og fólk verði að varast að spenna bogann of hátt. Neytendur 30. júní 2022 22:00
Lok, lok og læs á hjólhýsasvæðið á Laugarvatni Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum sínum hýsum, pöllum og öðru í kringum hjólhýsin í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. „Við erum sár og fólk er niðurbrotið“, segir formaður hjólhýsaeigenda á svæðinu. Innlent 30. júní 2022 20:05
Vill sjá heimild til að lengja í lánum til að létta greiðslubyrðina Formaður Starfsgreinasambandsins segir að heimild þurfi til að lengja í óverðtryggðum lánum til að létta greiðslubyrði þeirra í upphafi lánstímans. Óverðtryggðum lánum fjölgaði mikið í faraldrinum, en greiðslubyrði hefur aukist vegna vaxtahækkana að undanförnu. Neytendur 30. júní 2022 14:01
„Gríðarlegt andlegt og félagslegt sjokk og fjárhagslegt tjón“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnaði í dag tilboði Samhjóla, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að hjólhýsabyggðin fái að vera áfram gegn því að félagið sinni nauðsynlegum framkvæmdum. Formaður félagsins segir niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði og að sveitarfélagið hefði getað farið mannlegri leið að niðurstöðunni en hún gerði. Innlent 29. júní 2022 20:47
Fólk eigi ekki að þurfa að fresta lífinu Verðbólguhorfur fara versnandi og ekki gert ráð fyrir að seðlabankinn nái markmiðum sínum fyrr en 2025. Forseti Alþýðusambandsins segir að fasteignaverð sé vandamálið; stjórnvöld séu fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum. Innlent 28. júní 2022 16:27
Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. Viðskipti innlent 27. júní 2022 13:16
Reykjavík fari að fordæmi Helsinki í húsnæðismálum Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir að borgarstjórn ætti að fara að fordæmi borgaryfirvalda í Helsinki og bæði fjölga félagslegum íbúðum og víkka út skilyrðin þannig að fleiri tekjuhópar geti nýtt sér úrræðið í ljósi hækkandi fasteignaverðs. Hlutfall félagslegs húsnæðis í Helsinki er um 19 til 25 prósent á meðan það er um 5 prósent í Reykjavík. Innlent 23. júní 2022 13:19
Hægt að lækka vexti hratt ef hægir um á húsnæðismarkaðnum Seðlabankastjóri segir að hægt yrði að lækka vexti hratt ef fari að draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Seðlabankinn reyni að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum með hækkunum vaxta á meðan spenna ríki á húsnæðismarkaðnum þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum. Viðskipti innlent 23. júní 2022 11:52
Óttast að verið sé að ganga of langt Aðalhagfræðingur Stefnis óttast að verið sé að ganga of langt til að kæla fasteignamarkaðinn. Hann segir verðbólguna geta farið að sjatna þegar daginn tekur að stytta. Innlent 22. júní 2022 22:30
„Þetta virðist vera stjórnlaust ástand“ Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn segir að ástandið á húsnæðismarkaði sé stjórnlaust. Hann vonast til þess að fyrstu aðgerðir til að flýta úthlutun lóða í borginni komist á koppinn í sumar. Innlent 21. júní 2022 20:30
Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent Viðskipti innlent 21. júní 2022 19:16
Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. Viðskipti innlent 21. júní 2022 13:36
Leiguíbúðir fjörutíu prósent allra nýrra íbúða Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í dag 2,6 milljörðum króna til uppbyggingar á 328 íbúðum víðs vegar um landið. Á þessu ári hafa 550 leiguíbúðir verið teknar í notkun, sem er fjörutíu prósent af öllum nýjum íbúðum sem hafa komið á markað á árinu. Viðskipti innlent 20. júní 2022 16:15
Barátta leigjenda er stéttabarátta Eftir ósigra verkalýðshreyfingarinnar og leigjenda á undanförnum áratugum er kominn tími til að vekja upp og herða baráttu almennings fyrir betra lífi. Á nýfrjálshyggjutímanum höfum við misst frá okkur mikilvæga sigra síðustu aldar. Og ef við bregðumst ekki við verður enn frekar sótt að okkur. Skoðun 17. júní 2022 13:31
Segja framsetningu um stöðu á leigumarkaði vera villandi Formaður Samtaka leigjenda segir framsetningu Húsnæðis- og mannvirkjastofunar um ástandið á leigumarkaði vera villandi og að ekki sé rétt að miða við hlutfall af meðallaunum. Slíkt gefi skakka mynd þar sem flestir á leigumarkaði séu í lágtekjuhópum. Viðskipti innlent 16. júní 2022 14:35
Margir komist ekki inn á markaðinn eftir inngrip Seðlabankans Varaformaður Félags fasteignasala telur að ákvörðun Seðlabankans um að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur geti leitt til þess að margir komist ekki inn á fasteignamarkaðinn. Viðskipti innlent 15. júní 2022 20:02
Milljónir tapist vegna hvatakerfis fasteignasala Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í hagfræði, hefur undanfarnar vikur vakið máls á slæmri stöðu á fasteignamarkaði og gagnrýnt feitar söluþóknanir fasteignasala. Í skoðanagrein sem Haukur birti á Vísi í dag bendir hann á að hvatakerfi fasteignasala sé þannig uppbyggt að betra sé fyrir fasteignasala að selja eignir hratt á lágu verði fremur en að bíða lengur og fá betra verð. Innlent 15. júní 2022 19:25
Óttast endurkomu verðtryggðra lána Fyrstu kaupendur munu þurfa að leggja út 15 prósent af kaupverði fasteignar í stað 10 prósent, samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands sem kynnt voru í morgun. Bankinn hefur áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu en með aðgerðunum vill seðlabankastjóri fyrst og fremst hemja endurkomu verðtryggingarinnar. Viðskipti innlent 15. júní 2022 12:07
Saga af íbúð sem notuð er til okurs Hér verður sögð saga af íbúð sem er notuð til kúgunar og okurs undir sérstakri vernd stjórnvalda. Íslensk stjórnvöld hafa kosið að taka ætíð stöðu með okrurum og bröskurum og aldrei með leigjendum. Skoðun 15. júní 2022 10:41
Mannúðlegra að fá hlaðna byssu frá ríkinu en fátæktarfjötra Kona á fimmtugsaldri sem notar hjólastól eftir að hafa fengið heilablóðfall fyrir tveimur áratugum missti húsnæðisbætur um áramótin og lifir nú á sextán þúsund krónum á mánuði. Formaður Öryrkjabandalagsins segir ábyrgðina liggja hjá sveitarfélaginu. Innlent 13. júní 2022 19:46
Almenna okurfélagið Spákaupmennskufélagið Gamma stofnaði Almenna leigufélagið á árunum eftir Hrun, keypti upp íbúðir þegar fasteignaverð féll í kjölfar þess að þúsundir fjölskyldna missti heimili sín. Og leigðu þessar íbúðir út á háu verði, stundum til sama fólksins sem hafði misst íbúðirnar Skoðun 11. júní 2022 08:02
Segir óásættanlegt ef ríkisstjórnin fórnar heimilunum á blóðugu altari verðtryggingarinnar Þingmaður Flokks fólksins spyr ríkisstjórn Íslands að því hver græði og hver tapi ef þúsundir missa heimili sín eins og eftir fjármálahrunið árið 2018. Hún segir verðbólgudrauginn kominn á stjá og að stefni í óefni á húsnæðismarkaði. Innlent 8. júní 2022 21:01
Hótel taki herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts Húsnæðisvandi hefur hamlandi áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi, sem er nú að rétta sig af eftir faraldurinn. Erlendu starfsfólki hefur fjölgað í greininni og það aukið eftirspurn eftir húsnæði. Talsmaður greinarinnar kallar eftir því að stjórnvöld láti verkin tala. Innlent 5. júní 2022 18:38
Þrumuský yfir leigjendum Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir leigjendur hafa þungar áhyggjur af stöðunni á leigumarkaði en allt bendir nú til að leiga hækki enn og aftur og nú rösklega. Guðmundur Hrafn segir ekkert borð fyrir báru og verið sé að trappa upp umræðu til að réttlæta slíkar hækkanir. Innlent 4. júní 2022 07:02
Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. Skoðun 3. júní 2022 09:00
Heppilegra að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignaverðs og skattlagningar Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir engin rök fyrir hækkun fasteignaskatta. Fjármálaráðherra telur núverandi fyrirkomulag innheimtu fasteignagjalda meingallað. Innlent 2. júní 2022 18:31
Opið bréf til ráðherra frá leigjendum 3. apríl 2019 tilkynnti ríkisstjórn Ísland um aðgerðir ríkisvaldsins til stuðnings kjarasamningum, sem síðan hafa verið kallaðir Lífskjarasamningar. Í yfirlýsingunni ríkisstjórnarinnar var því lofað að koma á leigubremsu og að stuðningur við hagsmunasamtök leigjenda yrði aukinn. Skoðun 2. júní 2022 13:00
Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. Innlent 2. júní 2022 12:03
Fasteigna- og lóðagjöld íbúðarhúsnæðis eru lægst í Reykjavík Önnur sveitarfélög þyrftu að lækka fasteignaskatta- og lóðaleigu sína á íbúðarhúsnæði um tugi og jafnvel hundruð þúsunda á ári til að vera á pari við gjöldin í Reykjavík. Starfandi borgarstjóri segir hægt að koma til móts við tekjulægstu hópana með ýmsum öðrum hætti en lækkun fasteignaskatts. Innlent 1. júní 2022 19:21