„Algjörlega óforsvaranlegt að borgarstjóri skuli gera lítið úr okkur” Íbúar í Grafarvogi segja ummæli borgarstjóri í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvorki honum né meirihluta borgarstjórnar til sóma. Einar Þorsteinsson borgarstjóri ræddi í Bítinu áform um uppbyggingu í Grafarvogi en íbúar eru margir afar óánægðir. Innlent 23. október 2024 23:28
Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Innlent 23. október 2024 22:49
380 flóttamenn til að ráða örlögum þjóðar Hér á Íslandi hafa um 380 manns komið sem flóttamenn á þessu ári ef undanskildir eru Úkraínumenn. Á árunum hér áður komu líka fjöldi fólks frá Venesúela vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem greinilega kom stjórnsýslunni í vandræði. Skoðun 23. október 2024 11:01
Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun bárust alls 145 umsóknir um hlutdeildarlán í október að andvirði 1.879 milljónum króna, en einungis 800 milljónir króna eru til úthlutunar fyrir tímabilið. Viðskipti innlent 23. október 2024 10:19
Meiri eftirspurn eftir lausnum en rifrildum um húsnæðismál Ég held að eftirspurnin eftir pólariseringu og rifrildi um húsnæðismálin sé mjög takmörkuð í samfélaginu. Fólk á nóg með sitt í verðbólguhlöðnu heimilisbókhaldinu að ég tali ekki um þegar hentugt húsnæði vantar. Óskandi væri ef umræðan gæti hafið sig yfir skotgrafir stjórnmálanna þar sem staðreyndir drukkna í upphrópunum sem snúast stundum meira um von um fylgisaukningu eða sérhagsmuni en að leysa málin. Skoðun 20. október 2024 11:02
Tvískiptur fasteignamarkaður og hækkandi vaxtabyrði Fasteignamarkaðurinn er í dag tvískiptur; mikil eftirspurn er eftir ódýrum íbúðum, sem seljast hratt, en verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir dýrari íbúðum. Greiðslubyrði verðtryggðra lána hefur ekki verið jafnmikil síðan í hruninu árið 2008. Viðskipti innlent 17. október 2024 06:37
Samið um 800 íbúðir á Ásbrú Alls verða byggðar 800 íbúðir á Ásbrú auk uppbyggingar samfélagslegra innviða, almenningsrýmis og nýrra bygginga undir þjónustu fyrir íbúa. Samningur þess efnis milli Kadeco, Reykjanesbæjar og ríkisins um uppbyggingu á Ásbrú var undirritaður í dag. Viðskipti innlent 16. október 2024 14:46
Útilokar ekkert en mundar tuskuna gegn smjörklípunum „Ég bíð við símann og fylgist með í gegnum dyrabjölluna heima,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Bjargs íbúðafélags, í léttum dúr þegar hann er inntur eftir því hvort hann vonist til að lenda á uppstilltum lista fyrir þingkosningarnar. Innlent 16. október 2024 12:30
Íbúðaverð lækkar í fyrsta sinn frá janúar Vísitala íbúðaverðs mældist 108,4 stig í september og lækkaði um 0,28 prósent á milli mánaða og er það í fyrsta skiptið sem íbúðaverð lækkar á milli mánaða frá því í janúarmánuði. Viðskipti innlent 15. október 2024 15:48
Húsnæðismarkaðurinn: Leiðin frá öryggi til græðgi Hér er lítil, stutt saga (en samt risastór) um þróun fasteignamarkaðarins hér á landi fráaldamótum. Skoðun 15. október 2024 15:00
Sósíalistaflokkurinn lýsir yfir algjöru neyðarástandi í húsnæðismálum Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist almenningi á ótal marga vegu, en þó hvergi eins alvarlega og í húsnæðismálum. Lengi hefur blasað við að staðan á húsnæðismarkaði hefur verið í algjörum ólestri og kemur það fyrst og fremst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna og hagnast helst þeim sem braska með íbúðir. Skoðun 15. október 2024 14:02
Er okur á leigumarkaði? Leigjendur á Íslandi hafa glímt við alvarlegan húsnæðisvanda á síðustu árum, þar sem hækkanir á leiguverði hafa farið fram úr getu margra til að standa undir greiðslum. Veruleg skortur á leiguíbúðum hefur skapað mikla samkeppni á markaðnum, sem leiðir til hærra verðs og færri valkosta fyrir þá sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Skoðun 10. október 2024 19:02
Þar sem hanar og hænur gala Það sló marga hversu mikil slagsíðan var í Silfrinu í gærkvöldi. Þar voru þrír sjóaðir fjölmiðla- og stjórnmálamenn mættir: einn kominn vel yfir hæðina, ungur ráðherra Sjálfstæðisflokks og borgarstjóri Framsóknar, sem ávallt fær sérmeðferð á sínum gamla vinnustað. Skoðun 8. október 2024 14:02
Búið að byrgja brunninn Búið er að skipta um lok brunns sem tveggja ára drengur datt ofan í og þannig byrgja brunninn almennilega. Starfsmenn ÞG verktaka voru sendir út í morgun til að skoða frágang brunna við fjölda húsa sem fyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Innlent 7. október 2024 20:12
Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld. Innlent 7. október 2024 19:30
Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Starfsmenn frá ÞG verktökum skoða nú frágang brunna við fjölda húsa sem verktakafyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Annað hvort verði tyrft yfir eða skipt um lok og þyngri sett í stað stálloka sem nú eru. Tveggja ára drengur féll ofan í vatnsbrunn við heimili sitt Í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag. Innlent 7. október 2024 11:11
Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Viðskipti innlent 4. október 2024 12:35
Foreldrar minnka við sig svo börnin geti keypt fyrstu eign Leifur Þorsteinsson er að nálgast þrítugt, kominn með BS gráðu og langar að eignast íbúð. Sindri Sindrason fjallaði um vandræði ungs fólks í þeim málum í Íslandi í dag í vikunni. Lífið 4. október 2024 10:31
Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. Viðskipti innlent 4. október 2024 10:18
Lausn húsnæðisvandans Húsnæðisvandinn á Íslandi hefur verið viðvarandi mörg undanfarin ár og aðgerðir stjórnvalda duga skammt. Húsnæðisverð hækkar stöðugt og sveiflast aðallega upp á við, með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið, sérstaklega ungt, efnalítið fólk. Skoðun 2. október 2024 10:01
Hugsum út fyrir rammann til að leysa húsnæðisvandann Það er óumdeilt að húsnæðisskortur á Íslandi er eitt stærsta samfélagsvandamál okkar tíma. Ungt fólk, fjölskyldur og einstaklingar standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum þegar kemur að því að finna sér viðeigandi húsnæði á sanngjörnu verði. Skoðun 1. október 2024 09:31
„Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. Innlent 28. september 2024 21:31
Hlaut varanlegan skaða vegna myglu en fær ekki krónu Orkuveitan hefur verið sýknuð af öllum kröfum konu sem starfaði hjá fyrirtækinu en þurfti að hætta vegna veikinda af völdum myglu. Landsréttur taldi Orkuveituna hafa gripið til nægra ráðstafana með því að færa starfsmenn úr þeim hluta Orkuveituhússins sem var myglaður. Innlent 27. september 2024 15:58
Hvar er fótspor stjórnvalda gegn vinnumansali? Tugir ef ekki hundruð erlendra starfsmanna eru lokkuð til landsins á fölskum forsendum. Síðan er þetta fólk svikið um umsamin og boðleg laun. Það býr í óboðlegu húsnæði en borgar fyrir það himinháa leigu. Skoðun 27. september 2024 07:30
Sársaukafull vaxtarmörk Verðbólgan er að hjaðna. Án húsnæðisliðar er verðbólgan 3,6% en með húsnæði 6%. Þegar verð á húsnæði drífur áfram verðbólguna, og þar af leiðandi vextina, er ekki að undra að margir leggi orð í belg og beri á borð ýmsar misgóðar lausnir. Skoðun 26. september 2024 16:33
Ummæli seðlabankastjóra „skringileg“ Aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir misskilnings gæta í ummælum Seðlabankastjóra um stöðu byggingageirans og hússnæðisskort. Seðlabankastjóri tali með skringilegum hætti um áhrif hárra vaxta á greinina, líklega í tilraun til að halda verðbólguvæntingum niðri. Viðskipti innlent 26. september 2024 12:17
Orðræða seðlabankastjóra veldur mér áhyggjum Ég hefði talið að það væri öllum ljóst að þörf væri á frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis um allt land. Þetta sýna auðvitað allar tölur, með sterku ákalli frá verkalýðshreyfingunni, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sér um að greina stöðuna á húsnæðismarkaði mjög markvisst. Skoðun 26. september 2024 07:45
Ráðstefna um þjóðarátak í húsnæðismálum Tillaga til Alþingis, sveitarfélaga, verkalýðforystu og annarra sem láta sig húsnæðismál varða. Ástand húsnæðismála á Íslandi hefur lengi verið í ólestri og fer ört versnandi. Mikill fjöldi fólks mun því að óbreyttu búa áfram við óviðunandi aðstæður. Skoðun 24. september 2024 15:33
Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. Innlent 24. september 2024 14:21
Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. Viðskipti innlent 24. september 2024 12:10