Húsfundur án heimilis Félags- og barnamálaráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til breytinga á fjöleignarhúsalögum. Þær breytingar sem hann hefur boðað er ætlað að nútímavæða fjöleignarhúsalögin að fenginni reynslu undanfarinna ára og þá einkum varðandi tækninýjungar og breyttrar samfélagsmyndar frá því lögin tóku fyrst gildi. Skoðun 17. febrúar 2021 07:31
Dýrustu fasteignir sem seldar hafa verið hér á landi síðustu ár Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman þetta myndband yfir nokkrar af dýrustu fasteignum sem seldar hafa verið á Íslandi. Lífið 14. febrúar 2021 10:00
Raunverð íbúða hefur hækkað meira hér en á hinum Norðurlöndunum Raunverð íbúða hefur hækkað meira hér á landi en í nágrannalöndum á síðustu fimm árum. Mælist hækkunin yfir 40% í heildina frá 2015 á Íslandi en er á bilinu 1 til 20% á hinum Norðurlöndunum. Viðskipti innlent 11. febrúar 2021 12:55
Fyrirsjáanlegur skortur á nýjum íbúðum og verðhækkanir í kortunum Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Félag fasteignasala segja brýnt að auka byggingarframkvæmdir ella sé hætta á talsverðum hækkunum á fasteignaverði. Met var slegið í veltu á fasteignamarkaði á síðasta ári. Viðskipti innlent 10. febrúar 2021 19:33
2020 algjört metár á fasteignamarkaðnum Þinglýstir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði fyrir árið 2020 eru 14% fleiri en árið 2019 eða tæplega 12.100 á móti um 10.600. Viðskipti innlent 10. febrúar 2021 06:50
Okrarar sjúga úr þér blóðið Gunnar Smári fjallar um húsnæðismarkað, miðar við liðna tíma og útreikningar hans eru athyglisverðir. Skoðun 9. febrúar 2021 15:11
Ísafjarðarbær á eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir óeðlilegt að bærinn eigi hlutfallslega fleiri félagslegar íbúðir en önnur bæjarfélög en bærinn stefni að því að selja hundrað íbúðir í eigu bæjarins sem og íbúðir fyrir aldraða til óhagnaðardrifinna félaga. Afraksturinn yrði meðal annars notaður til að auka framboð á húsnæði fyrir aldraða. Innlent 9. febrúar 2021 12:02
Dýrmæt þjónustutækifæri enn til staðar í Boðaþingi Fyrir um 20 árum síðan tóku Kópavogsbær og Sjómannadagsráð upp samstarf um skipulag nýs hverfis í Boðaþingi. Meginhugmyndin var að skipuleggja þétta byggð sem sérstaklega yrði skipulögð með þarfir eldra fólks í Kópavogi í huga. Skoðun 9. febrúar 2021 11:29
Flúðir – „Nafli alheimsins,“ segir oddvitinn Framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi á Flúðum eru nú að hefjast en mikill skortur er á leiguhúsnæði og minni íbúðum í þorpinu. Auk íbúða verða í nýja hverfinu söfn og ferðatengd þjónusta. Innlent 6. febrúar 2021 19:33
Viðunandi húsnæði snýst um mannréttindi ekki forréttindi Enn ein skýrslan um bágt ástand á húsnæðismarkaði leit dagsins ljós í upphafi vikunnar. Í henni voru ekki að finna ný tíðindi heldur staðfestingu á því sem hefur verið til umfjöllunar áður: Það vantar íbúðir, við byggjum ekki nóg, margir búa í hræðilegu húsnæði, það er ólíðandi. Skoðun 5. febrúar 2021 14:00
Húsnæðismál unga fólksins! Gerð er krafa um að ungt fólk eigi til 10-15% af kaupverði íbúðar en illa gengur hjá fólki á leigumarkaði að ná því marki. Skoðun 4. febrúar 2021 09:02
Framtíðin er björt – gerum þetta saman! Það var dapurlegt að lesa grein varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa flokksins í skipulags- og byggingarráði um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Skoðun 3. febrúar 2021 17:00
Fimm til sjö þúsund einstaklingar í ólöglegu húsnæði Áætlað er að um 5.000 til 7.000 einstaklingar búi í svokölluðum óleyfisíbúðum hér á landi sem séu á bilinu 1.500 til 2.000 talsins. Er þar um að ræða húsnæði sem er skipulegt undir atvinnustarfsemi en nýtt til íbúðar fyrir einstaklinga. Innlent 1. febrúar 2021 14:54
Stúdentar á Vetrargarði þurfa ekki að flytja á meðan samningur er í gildi Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum á Vetrargarði, Eggertsgötu 6-8, í gær að þeir muni ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar þeirra renna út. Íbúar töldu, vegna tölvupósts sem FS sendi á fimmtudaginn, að hluti þeirra þyrfti að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar með einungis mánaðarfyrirvara. Innlent 30. janúar 2021 09:33
Umræða um berjarunna muni ekki breyta stefnu borgarinnar Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir borgina seilast of langt inn í einkalíf fólks þegar deiliskipulag og skilmálar kveði á um hvernig íbúar eigi að hafa bakgarðinn sinn. Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að Sjálfstæðismenn hafi átt að gera athugasemdir áður en fulltrúar flokksins samþykktu umrætt deiliskipulag. Innlent 29. janúar 2021 07:01
Stúdentar þurfa að flytja með mánaðarfyrirvara og gætu þurft að greiða hærri leigu Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum Vetrargarða, við Eggertsgötu 6-8, með tölvupósti í dag að hafist yrði handa við framkvæmdir á húsnæðinu í byrjun mars. Hluti íbúa mun þurfa að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar og mun fá íbúðir á vegum FS við Skógarveg í Fossvogi á meðan á framkvæmdunum stendur. Sumir munu þurfa að flytja í stærri og dýrari íbúðir og munu þeir þurfa að greiða fulla leigu af þeim sem íbúar gagnrýna. Innlent 28. janúar 2021 23:16
Ávallt best að halda drottningarfórnum í lágmarki Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka. Viðskipti innlent 28. janúar 2021 07:00
Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. Viðskipti innlent 27. janúar 2021 13:42
Bein útsending: Húsnæðisþing Árlegt húsnæðisþing félagsmálaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) fer fram í dag milli klukkan 13 og 15. Þingið fer fram í gegnum streymi sem er opið öllum og er hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Yfirskrift þingsins í ár er Húsnæði – undirstaða velsældar. Viðskipti innlent 27. janúar 2021 12:31
Metár í fjölda nýrra íbúða í Reykjavík Metfjöldi íbúða var í byggingu í Reykjavík á síðasta ári þegar bygging yfir ellefu hundruð íbúða hófst. Líkur eru á mikili grósku á þessu ári en deiliskipulag liggur fyrir varðandi fjögur þúsund og níu hundruð íbúðir, meðal annars á BYKO reitnum þar sem rísa munu rúmlega áttatíu íbúðir. Innlent 26. janúar 2021 21:01
Yfirboðið í þriðjung dýrari eigna Sífellt fleiri dýrar fasteignir seljast á yfirverði og í lok árs var yfirboðið í um þriðjung allra eigna sem kostuðu yfir 75 milljónum króna. Hagfræðingur segir þetta til marks um að kreppan snerti fólk með mjög misjöfnum hætti. Innlent 25. janúar 2021 19:01
RARIK byggir fyrir 750 milljónir króna á Selfossi Umfangsmiklar framkvæmdir eru að fara af stað hjá RARIK á Suðurlandi því ákveðið hefur verið að byggja tvö ný hús undir starfsemin á Selfossi, sem munu kostar um sjö hundruð og fimmtíu milljónir króna. RARIK er með mikil umsvif á Suðurlandi en um 40% allra heimtaugaumsókna hjá fyrirtækinu á síðasta ári voru í Árnessýslu. Innlent 23. janúar 2021 14:30
Sorgarsaga Brynjar Níelsson fjallar um söluna á Íslandsbanka og lítur í þeim efnum til sögu Íbúðalánasjóðs sem að mati höfundar er víti til varnaðar. Skoðun 22. janúar 2021 11:06
„Af hverju í ósköpunum þurfum við að láta leggja grasblett og berjarunna?“ Guðmundur Heiðar Helgason, markaðsstjóri Strætó og íbúi í Vogabyggð, furðar sig á vinnubrögðum Reykjavíkurborgar og segir ósveigjanleika hennar leiða til sóunar á tíma og peningum. Innlent 20. janúar 2021 23:16
Á annað þúsund íbúðir í byggingu á Selfossi Á annað þúsund íbúðir eru nú í byggingu eða verða byggðar á Selfossi á næstu mánuðum enda hefur krafturinn sjaldan eða aldrei verið eins mikill og nú í byggingaframkvæmdum á staðnum. Þá er mikil eftirvænting eftir nýjum miðbæ, sem er nú í byggingu á móts við Ölfusárbrú. Innlent 17. janúar 2021 20:05
Hægist á fasteignamarkaði og sölutími íbúða aldrei styttri Vísbendingar eru um að aðeins sé tekið að hægjast á fasteignamarkaði eftir mikið líf síðan í sumar en aðeins dró úr fjölda útgefinna kaupsamninga og veltu í nóvember samanborið við mánuðinn á undan. Viðskipti innlent 13. janúar 2021 07:54
Rólegra yfir leigumarkaðnum en íbúðamarkaðnum á tímum faraldurs Á sama tíma og íbúðaverð tók að hækka í kjölfar vaxtalækkana á seinni hluta síðasta árs hefur leiguverð á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði staðið í stað. Frá janúar og fram í maí mældist lækkun milli mánaða samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum en síðan tók við lítils háttar hækkun milli mánaða fram að október þegar verð tók að lækka. Viðskipti innlent 12. janúar 2021 10:42
Niðurstaðan styðji þá ályktun að lán með breytilegum vöxtum geti talist ólögleg Arion banki braut gegn lögum árið 2015 þegar hann hækkaði vexti á verðtryggðu fasteignaláni, að sögn Neytendastofu. Neytendasamtökin segja að um sé að ræða mikilvæga niðurstöðu sem hafi mikla þýðingu í málarekstri samtakanna gegn bönkunum. Viðskipti innlent 7. janúar 2021 17:01
Um þrjú hundruð nýjar íbúðir í byggingu í Hveragerði Mikil uppbygging á sér nú stað í Hveragerði en þar er verið að byggja um þrjú hundruð nýjar íbúðir og fólki fjölgar og fjölgar í bæjarfélaginu. Innlent 2. janúar 2021 20:08
Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. Innlent 27. desember 2020 18:35