Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Þörf á kvenmiðaðri neyðaraðstoð í Úkraínu

Því miður sjáum við það alltof oft að þarfir kvenna og stúlkna gleymast í átökum. Ekki nóg með það, heldur eykst kynbundið ofbeldi samhliða því að þjónusta við þolendur skerðist. Það er því gríðarlega mikilvægt að UN Women geti áfram veitt konum og stúlkum þjónustu og kvenmiðaða neyðaraðstoð og tryggja að raddir þeirra heyrist við samningaborðið í öllum friðarviðræðum,“ segir Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Gæti reynst þungt högg að útiloka Rússa frá SWIFT

Vesturlöndin hafa undanfarna viku gripið til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum og er nýjasta útspilið að loka fyrir aðgengi Rússa að SWIFT kerfinu svokallaða. Hagfræðingur segir að áhrifin verði líklega töluverð en hætt er við að aðgerðirnar bitni mest á almenningi. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ljóð á móti byssum

Stríð er hafið í Úkraínu eins og heimurinn fékk að vita þessa dagana. Mörgum finnst þeir vera hjálpalausir gagnvart orrustu og innrás Pútins.

Skoðun
Fréttamynd

Yfirlýsingar að vænta frá KSÍ

Ný stjórn Knattspyrnusambands Íslands, sem kjörin var um helgina, fundar í fyrsta sinn í hádeginu og þar verður meðal annars rædd afstaða sambandsins til landsleikja við Rússa eftir innrás Rússa í Úkraínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvað getum við gert?

Það setti að manni hroll við fréttir af innrás Rússa í Úkraínu. Úkraínskar fjölskyldur eru ýmist í kjöllurum eða lagðar á flótta og samkvæmt fréttum eru hundruðir þúsunda þegar komnar yfir landamæri nágrannaríkjanna í vestri og suðri.

Skoðun
Fréttamynd

Innrás Rússa setur strik í reikning Síldarvinnslunnar

Síldarvinnslan er með útistandandi viðskiptakröfur í Úkraínu upp á 1,1 milljarð króna og hafði áformað að selja töluvert magn af loðnu inn á markaðinn áður en fréttir bárust af innrás Rússlands. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Síldarvinnslan sendi til Kauphallarinnar.

Innherji
Fréttamynd

Vaktin: Forsetinn kallar eftir flugbanni yfir Úkraínu

Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Forseti Úkraínu hefur kallað eftir því að flugbanni verði komið á yfir landinu.

Erlent
Fréttamynd

Úkraína í herkví: Afturgöngur sögunnar

Má rekja neyðarástandið sem umlykur Úkraínu til sögulegra mistaka leiðtoga Vesturveldanna, þegar samið var við Gorbachev um endalok Kalda stríðsins á árunum um og upp úr 1990?

Skoðun
Fréttamynd

Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims

Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Íþróttaheimurinn bregst við innrás Rússa

Viðbrögð við innrás Rússa í Úkraínu hafa ekki látið á sér standa. Þjóðir, einstaklingar, fyrirtæki og fleiri hafa keppst um að sýna samstöðu með Úkraínu en Íþróttahreyfingin út um allan heim hefur einnig brugðist harkalega við, hér að neðan má sjá samantekt af viðbrögðum félaga, sambanda og leikmanna hingað til.

Sport