Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Íþróttaheimurinn bregst við innrás Rússa

Viðbrögð við innrás Rússa í Úkraínu hafa ekki látið á sér standa. Þjóðir, einstaklingar, fyrirtæki og fleiri hafa keppst um að sýna samstöðu með Úkraínu en Íþróttahreyfingin út um allan heim hefur einnig brugðist harkalega við, hér að neðan má sjá samantekt af viðbrögðum félaga, sambanda og leikmanna hingað til.

Sport
Fréttamynd

Roman Abramovich stígur til hliðar

Roman Abramovich og Chelsea gáfu út sameiginlega yfirlýsingu rétt í þessu þar sem kemur fram að Abramovich muni stíga til hliðar sem stjórnandi í daglegum rekstri félagsins. Ekki er tekið fram hvers vegna Abramovich er að stíga til hliðar.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Enn þá meiri uggur í mér“

Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja  úr borginni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Búast við rúss­neskum net­á­rásum á Ís­land

Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja.

Innlent
Fréttamynd

Abramovich íhugar að selja Chelsea

Rússneski milljarðamæringurinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er að íhuga að selja félagið. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafa vesturveldi lagt til viðskiptaþvingana á Rússa og rússneska viðskiptamenn.

Fótbolti
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að slíta stjórn­mála­sam­bandi við Rússa

Fjár­­­mála­ráð­herra segir ekki úti­­­lokað að ís­­­lensk stjórn­völd muni slíta stjórn­­­mála­­­sam­­­starfi við Rússa. Minni þolin­­mæði sé fyrir rúss­neskum kaf­bátum og her­þotum sem reglu­­lega rjúfi loft­helgi Ís­lands en al­gjört slit stjórn­mála­sam­bands yrði þó lík­­­lega síðasta úr­ræði sem stjórn­völd gripu til.

Innlent
Fréttamynd

Nato sendir her­menn til ná­granna­ríkja Úkraínu

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nato, sagði í yfirlýsingu seint í gærkvöldi að bandalagið sé að senda viðbragðsveitir, reiðubúnar til bardaga, til nágrannalanda Úkraínu og muni þar að auki halda áfram að senda Úkraínumönnum vopn, þar á meðal loftvarnir. 

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Allt stefnir í aðra erfiða nótt

Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar.

Erlent
Fréttamynd

Sean Penn gerir heimildarmynd um innrás Rússa í Úkraínu

Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu þar sem hann vinnur að heimildarmynd um innrás Rússlands. Hann flaug til Kyiv til þess að festa atburðina sem eru að eiga sér stað á filmu. Hann hefur verið að fylgjast með aðdragandanum um nokkurt skeið en hann sást fyrst að störfum við myndina í Úkraínu í nóvember.

Lífið
Fréttamynd

Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum

Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta.

Erlent
Fréttamynd

Fær frí vegna stríðsins í Úkraínu

Andriy Yarmolenko, leikmaður enska knattspyrnufélagsins West Ham United, verður ekki með liðinu um helgina en Yarmalenko kemur frá Úkraínu og er kominn í nokkurra daga frí vegna stöðunnar þar í landi. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Manchester City, verður hins vegar til taks ef þess þarf.

Fótbolti