Sögulegt ávarp Selenskís á Alþingi Tryggvi Páll Tryggvason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 6. maí 2022 13:30 Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, er fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem flytur ávarp í þingsal Alþingis. Vísir/Vilhelm Það var söguleg stund á Alþingi á eftir þegar Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu ávarpaði Alþingi og íslensku þjóðina. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp á Alþingi. Þingfundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Horfa má á upptökur úr henni hér að neðan. Fréttastofa lýsti athöfninni einnig í beinni textalýsingu, sem nálgast má neðst í þessari frétt. Selenskí, sem stendur í ströngu sem forseti Úkraínu við að verjast innrás Rússa, hefur að undaförnu ávarpað fjölda þjóðþinga og samkomur á vegum Alþjóðastofnana þar sem hann hefur óskað eftir aðstoð vegna innrásar Rússa og aflað stuðnings við málstað Úkraínu. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, stýrði þessari sérstöku athöfn í sal Alþingis og talaði í upphafi athafnarinnar. Þá mælti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, nokkur orð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Síðan tók Selenskí til máls. Að loknu ávarpi Selenskís ávarpaði forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forseta Úkraínu og úkraínsku þjóðina. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag útskýrði Birgir hvað væri svona sögulegt við ávarp Úkraínuforseta. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ sagði Birgir.
Þingfundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Horfa má á upptökur úr henni hér að neðan. Fréttastofa lýsti athöfninni einnig í beinni textalýsingu, sem nálgast má neðst í þessari frétt. Selenskí, sem stendur í ströngu sem forseti Úkraínu við að verjast innrás Rússa, hefur að undaförnu ávarpað fjölda þjóðþinga og samkomur á vegum Alþjóðastofnana þar sem hann hefur óskað eftir aðstoð vegna innrásar Rússa og aflað stuðnings við málstað Úkraínu. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, stýrði þessari sérstöku athöfn í sal Alþingis og talaði í upphafi athafnarinnar. Þá mælti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, nokkur orð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Síðan tók Selenskí til máls. Að loknu ávarpi Selenskís ávarpaði forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forseta Úkraínu og úkraínsku þjóðina. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag útskýrði Birgir hvað væri svona sögulegt við ávarp Úkraínuforseta. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ sagði Birgir.
Innrás Rússa í Úkraínu Alþingi Úkraína Utanríkismál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira