Þvertaka fyrir að Biden sé efins um framboð Í tilkynningu talsmanns Hvíta hússins er þvertekið fyrir að Joe Biden Bandaríkjaforseti sé efins um að halda framboði sínu til forseta til streitu. Tilkynningin kemur í kjölfar fréttar um að Biden hefði tjáð nánum bandamanni að hann væri að vega og meta það að hætta við. Erlent 3. júlí 2024 17:34
Sá fyrsti sem kallar eftir því að Biden stígi til hliðar Öldungadeildarþingmaðurinn Lloyd Doggett er fyrsti þingmaðurinn úr röðum Demókrata til þess að kalla eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti stígi til hliðar og hætti við forsetaframboð. Erlent 2. júlí 2024 23:49
Flestir á því að Biden valdi ekki starfinu Ný könnun sem gerð var á meðal almennings í Bandaríkjunum bendir til þess að 72 prósent allra skráðra kjósenda telji að Joe Biden forseti hafi ekki vitsmunalega getu til þess að sinna embættinu. Erlent 1. júlí 2024 06:56
Bandarískum kjósendum líst illa á stöðuna í forsetaslagnum Fjölmiðlar vestanhafs eru enn undirlagðir áhyggjuröddum af frammistöðu Joes Biden Bandaríkjaforseta í kappræðum hans og Donalds Trump í fyrrinótt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 voru birt viðtöl við bandaríska kjósendur, sem líst illa á stöðuna. Erlent 29. júní 2024 23:18
Segir Biden „algjörlega vanhæfan“ Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag. Erlent 29. júní 2024 00:04
„Ég veit að ég er ekki ungur maður“ Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. Erlent 28. júní 2024 20:22
„Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. Erlent 28. júní 2024 13:18
Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. Erlent 28. júní 2024 06:40
Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. Erlent 27. júní 2024 23:49
Trump getur ekki gripið fram í fyrir Biden í nótt Joe Biden og Donald Trump mætast í fyrri kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar í nótt. Prófessor í stjórnmálafræði segir á brattann að sækja fyrir Biden, sem þurfi að sanna sig fyrir kjósendum í kappræðum kvöldsins. Erlent 27. júní 2024 13:57
Fyrstu kappræðurnar í fjögur ár gætu skipt sköpum Fyrstu kappræður forsetaefnanna tveggja, Joe Biden, Bandaríkjaforseta fyrir Demókrataflokkinn, og Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir Repúblikanaflokkinn, í fjögur ár fara fram í kvöld á sjónvarpsstöðinni CNN. Kappræðurnar gætu skipt sköpum fyrir baráttu frambjóðendanna tveggja og ljóst er að mikið er í húfi. Erlent 27. júní 2024 11:11
Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. Erlent 21. júní 2024 08:00
Samþykktu fimmtíu milljarða dala aðstoð til Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrr í kvöld að leiðtogar G7 ríkjanna hefðu komist að samkomulagi um að taka lán upp á fimmtíu milljarða Bandaríkjadala fyrir aðstoð til Úkraínu og borga upp lánið með vöxtum af ríkiseignum Rússa sem búið væri að frysta Erlent 13. júní 2024 23:06
Biden virðir sakadóminn yfir syni sínum Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ætla að virða niðurstöðu kviðdóms sem sakfelldi Hunter son hans fyrir skotvopnalagabrot í gær. Hunter Biden gæti jafnvel átt yfir höfði sér fangelsisdóm. Erlent 12. júní 2024 09:01
Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. Erlent 10. júní 2024 14:24
Setti sig í samband við ráðgjafa Biden til að mótmæla gagnrýni á AGD Leikarinn George Clooney setti sig í samband við ráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta á dögunum til að kvarta yfir afstöðu Bandaríkjastjórnar gagnvart ákvörðun Alþjóðaglæpadómstólsins að óska eftir handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu. Erlent 10. júní 2024 07:10
Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. Erlent 6. júní 2024 20:53
Biden herðir tökin á landamærum í aðdraganda kosninga Förufólki sem kemur ólöglega til Bandaríkin yfir landamærin að Mexíkó verður bannað að sækja um hæli og verður snögglega vísað úr landi samkvæmt tilskipun sem Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í gær. Innflytjendamál brenna einna heitast á kjósendum fyrir forsetakosningar sem fara fram í haust. Erlent 5. júní 2024 16:35
Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. Erlent 4. júní 2024 15:44
Friðartillaga Ísraela sem Biden kynnti virðist fá hljómgrunn Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti nýja friðaráætlun Ísraela sem felur í sér vopnahlé gegn því að Hamas-samtökin frelsi alla gísla í haldi þeirra. Hamas-liðar eru sagðir hafa tekið vel í tillögurnar. Erlent 31. maí 2024 23:44
„Við búum í fasísku ríki“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og dæmdur afbrotamaður, segist hafa verið sakfelldur fyrir skjalafals af pólitískum ástæðum. Þetta sagði Trump í ræðu sem hann hélt í dag. Bandamenn hans hafa gagnrýnt sakfellinguna harðlega og heita hefndum. Erlent 31. maí 2024 16:33
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Bakhjarlar Úkraínu leyfa árásir í Rússlandi Undanfarna mánuði hafa orðið nokkrar vendingar í stríðinu í Úkraínu. Rússar sækja enn hægt fram á austurhluta Úkraínu og hafa opnað nýja víglínu í norðausturhluta landsins. Úkraínumenn hafa þar að auki áhyggjur af nýrri hernaðaruppbyggingu norðar á landamærunum eða jafnvel í Belarús. Erlent 31. maí 2024 08:00
Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. Erlent 29. maí 2024 09:19
Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. Erlent 23. maí 2024 10:54
Sagðist opinn fyrir takmörkunum á getnaðarvarnir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag vera opinn fyrir því að takmarka aðgengi Bandaríkjamanna að getnaðarvörnum og að framboð hans myndi brátt birta stefnuskjal um málefnið. Þetta sagði hann í sjónvarpsviðtali, skömmu áður en hann dróg í land og sagði að ummæli sín hefðu verið rangtúlkuð. Erlent 21. maí 2024 23:53
Biden segir Ísraela saklausa af ásökunum um þjóðarmorð Joe Biden Bandaríkjaforseti var ómyrkur í máli í gær þegar hann tjáði sig um ákvörðun Alþjóðaglæpadómstólsins (ICC) um að gefa út handtökuskipanir á hendur leiðtogum Ísrael vegna átakanna á Gasa. Erlent 21. maí 2024 07:46
Samið um kappræður í júní og september Joe Biden Bandaríkjaforseti og Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafa samþykkt að mætast í tveimur kappræðum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Erlent 16. maí 2024 07:09
Biden skorar á Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skorað á mótherja sinn í tilvonandi forsetakosningum, hann Donald Trump, að mæta honum í kappræðum. Erlent 15. maí 2024 15:20
Fyrirskipa þúsundum að yfirgefa Rafah Ísraelsher hefur fyrirskipað þúsundum að yfirgefa Rafah en búist er við því að herinn ráðist þangað inn af fullum þunga á næstunni. Erlent 11. maí 2024 18:05
Segir Bandaríkjamenn þurfa að þrýsta á Ísraela Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að gera þurfi þá kröfu á ráðamenn í Bandaríkjunum að þeir beiti ríkisstjórn Ísraels mun meiri þrýstingi um að leggja niður vopn. Það sé besta leiðin til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent 7. maí 2024 16:28