Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Flýr frá neyslu­hyggjunni sem ein­kennir oft vest­ræn jól

Móðir sem hefur þrisvar sinnum haldið upp á jólin í Afríku með fjölskyldu sinni segir gott að komast frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól. Sama hvar fjölskyldan er stödd í heiminum láta þau dómkirkjuklukkur í Reykjavík ætíð hringja inn jólin.

Innlent
Fréttamynd

Jólamolar: Besta jólagjöfin væri að greinast ekki með Covid

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir er á fullu að æfa fjölskylduleikritið Langelstur að eilífu þessa dagana. Hún er í sóttkví í augnablikinu og óskar þess heitast að greinast ekki með Covid fyrir jól. Heimagerðar jólagjafir eru í uppáhaldi hjá Júlíönu. 

Jól
Fréttamynd

Jólahugvekja

Hátíðirnar geta verið tími gleði, hláturs, eftirvæntingar og hefða sem vekja hjá okkur hugljúfar minningar með ástvinum okkar. Jólatónlist, jólatré, gjafir, spil, góður matur og dýrmætar samverustundir með fjölskyldu og vinum.

Skoðun
Fréttamynd

„Graf­alvar­legt mál að læsa frískt fólk inni“

„Nú eru flestir sem hnepptir eru í varðhald, þ.e. sóttkví eða einangrun, fullfrískir eða finna fyrir „léttum flensueinkennum“. Þegar þetta er skrifað eru ellefu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu, 2.449 í sóttkví og 1.724 í einangrun.“

Innlent
Fréttamynd

Fangar fengu kar­töflu í skóinn

Fangar á Litla-Hrauni urðu „undrandi og ör­lítið miður sín“ í morgun þegar þeir kíktu í skó sína sem þeir höfðu komið fyrir fyrir utan klefa sína í von um að fá gjöf frá jóla­sveininum. Við þeim öllum blasti nefni­lega kar­tafla, þrátt fyrir full­yrðingar Af­stöðu, fé­lags fanga um góða hegðun þeirra í mánuðinum.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Harðar með 32 nýjar bækur fyrir jól

„Það er ekki hægt að líka því saman hvað það er miklu skemmtilegra að vera bóksali heldur en alþingismaður“, segir Bjarni Harðarson á Selfossi en hann er að gefa út 32 titla af nýjum bókum fyrir jól. Bjarni, eða Bjarni Harðar eins og hann er alltaf kallaður, og Elín Gunnlaugsdóttir, eiginkona hans fengu í vikunni menningarverðlaun Árborgar fyrir árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Rauð jól í kortunum

Enn er útlit fyrir að jólin verði rauð þetta árið. Búast má við mildu veðri næstu daga en þó mun kólna í veðri þegar líður á vikuna. 

Veður
Fréttamynd

Hvetur fólk til að fækka jóla­gjöfunum

Sífellt fleirum er umhugað um kolefnisspor jólahátíðarinnar og getur reynst erfitt að halda í hófsemisstefnu þegar gjafakvíðinn fer að minna á sig. Finnst mörgum nógu erfitt að velja gjafir við hæfi fyrir vini og ættingja áður en loftslagsáhyggjurnar eru einnig teknar með inn í reikninginn.

Innlent
Fréttamynd

Innilit á æfingu á Jólagestum Björgvins

Björgvin Halldórsson heldur sína árlegu jólatónleika á laugardag, Jólagestir Björgvins. Tónleikarnir fara fram klukkan 17 og 20 í Laugardalshöll og verða einnig sýndir í streymi. 

Lífið
Fréttamynd

Enginn eigi að þurfa að vera einn um jólin eða aðra daga

Hjálpræðisherinn í Reykjavík stendur fyrir sínu árlega jólaboði á aðfangadag en um 300 manns eru skráðir í boðið að þessu sinni. Flokksleiðtogi Hjálpræðishersins segir að allt sé að verða tilbúið og stefna þau á að halda gleðileg jól þrátt fyrir faraldurinn.

Innlent
Fréttamynd

Jólamolar: Eiginmanninum ofbauð þegar hún vildi hafa tvö jólatré

Samfélagsmiðlastjarnan og mannfræðingurinn Guðrún Veiga er eitt mesta jólabarn sem fyrirfinnst. Hún hlustar til dæmis á jólalög allan ársins hring og horfir á jólamyndir í júlí. Ein af hennar uppáhalds jólahefðum er að liggja í unaðslegri ofátsmóðu með bleikan Mackintosh mola að lesa góða bók.

Jól