Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar með hugljúfa útgáfu af laginu White Christmas Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar mætti í þáttinn Magasín á FM957 á dögunum og fluttu nokkuð þekkt jólalag í beinni útsendingu. Lífið 28. desember 2020 15:31
Íslendingar feitastir allra í OECD-löndunum Samkvæmt súluriti sem OECD birtir á Facebooksíðu sinni eru Íslendingar á toppi lista yfir þá sem þyngri en góðu hófi gegnir. Innlent 28. desember 2020 14:36
Jólaballaðan All I Want For Christmas í mögnuðum flutningi Elísabetar Ormslev Mikið var um dýrðir í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg með Ingó Veðurguði á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þátturinn var extra langur í þetta skipti og voru gestirnir mæðgurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev, stórsöngvararnir Eyjólfur Kristjáns og Bjarni Ara ásamt söngkonunum Rósu Björgu Ómarsdóttur og Þórdísi Imsland. Lífið 26. desember 2020 21:35
Meira að gera hjá hrútunum en prestunum „Það er mjög óvenjulegt að vera prestur yfir jólin og hitta ekki sóknarbörnin sín.“ Þetta segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson í Hruna í Hrunamannahreppi, sem notar jólin líka til að sinna kindunum sínum, en nú stendur ástarlífið yfir í fjárhúsinu. Innlent 26. desember 2020 20:06
„Þið eruð ekki ein“ Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ Erlent 26. desember 2020 09:49
Glæsilegt jólaþorp á Selfossi og sextíu Múmínbollar Margir setja upp jólaþorp inni hjá sér yfir hátíðirnar en stærð þeirra getur verið æði mismunandi. Á Selfossi er eitt risa jólaþorp sem móðirin á heimilinu og yngsta barnið sjá alltaf um að setja upp. Húsmóðirin á einnig sextíu Múmínbolla. Innlent 25. desember 2020 20:08
Jólagigg með Ingó Veðurguði á annan í jólum Það verður sannkölluð jólaveisla á Stöð 2 á annan í jólum þegar Ingó fær til sín góða gesti í sérstakan jólaþátt af Í kvöld er gigg. Þátturinn byrjar kl. 20:10 og verður hann extra langur í þetta skiptið. Lífið 25. desember 2020 20:06
Hangikjöt á boðstólum 65 prósent landsmanna Þeim fær fækkandi sem bjóða upp á hangikjöt á jóladag en þó verður það á boðstólum hjá meirihluta landsmanna, ef marka má niðurstöður könnunar MMR sem framkvæmd var um miðjan desember. Samkvæmt henni búast 65 prósent landsmanna við því að snæða hangikjöt í dag. Innlent 25. desember 2020 12:23
Drottningin bregður út af vananum í ár Jóladagur verður með öðruvísi móti í ár hjá Elísabetu Bretlandsdrottningu sem mun eyða honum í Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum Filippusi. Yfirleitt hafa hjónin haldið upp á jóladag í Sandringham sveitasetrinu með fjölskyldunni. Lífið 25. desember 2020 10:52
Spurning vikunnar: Hitti maki þinn í mark með gjöfinni í ár? „Jólagjöfin er ég og þú“ - Já, bara ef það væri svo einfalt. Það getur stundum verið snúið að velja gjöf handa ástinni sinni, væntingarnar geta verið miklar og upplifa sumir jafnvel pressu og stress við valið. Flestir eru þó sammála um það að hugurinn á bak við gjöfina er það sem skiptir mestu máli. Makamál 25. desember 2020 08:00
Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. Innlent 24. desember 2020 16:17
Bein útsending: Hátíðarstund Fíladelfíu Útsending frá hátíðarstund Fíladelfíu, sem verður í þetta sinn í streymisformi, hefst klukkan 17 og verður hægt að horfa á hana hér á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi. Lífið samstarf 24. desember 2020 16:00
Gleðileg jól, kæru lesendur Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sendir lesendum Vísis nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól. Kveðjunni fylgja nokkrar jólamyndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í desember. Innlent 24. desember 2020 16:00
Katrín Halldóra syngur Ó, helga nótt Borgarleikhúsið hefur boðið landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember hefur verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins glatt með fjölbreyttum atriðum. Jól 24. desember 2020 07:01
Danska þjóðkirkjan leggur til að jólamessu verði aflýst Danska þjóðkirkjan hvatti til þess fyrr í kvöld, kvöldið fyrir aðfangadag, að öllum jólaguðsþjónustum fram til 3. janúar verði aflýst. Þetta þýðir að þjóðkirkjan mælist til þess að engar jólamessur fari fram á aðfangadag. Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur, styður þau tilmæli biskupsumdæma landsins, sem þjóðkirkjan tekur undir, um að rétt sé að aflýsa jólamessum. Erlent 23. desember 2020 23:55
„Jólaóskin í ár“ að Ísland undirriti samning um bann við kjarnorkuvopnum Friðargangan féll niður í ár sökum kórónuveirufaraldursins og voru kyndilberar og kórsöngvarar því fjarri góðu gamni í miðbæ Reykjavíkur þessa Þorláksmessu. Þrátt fyrir þetta var nokkuð margt um manninn í miðborginni í kvöld. Innlent 23. desember 2020 21:17
Jólasveinninn í bullandi vandræðum yfir Bandaríkjunum Óhætt er að segja að jólasveinninn hafi lent í vandræðum yfir Sacramento-borg í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna á dögunum. Slökkviliðsmenn þurftu að koma honnum til bjargar eftir að hann flaug á rafmagnslínur. Erlent 23. desember 2020 20:59
Jólaverslunin betri í ár en verið hefur undanfarin ár Jólavertíðin hefur gengið nokkuð vel í ár, og jafnvel betur en undanfarin ár, að sögn nokkurra kaupmanna sem fréttastofa ræddi við á dögunum. Eitt er víst að jólin koma í desember, þrátt fyrir að við séum í miðjum heimsfaraldri. Kaupmenn eru ánægðir með jólavertíðina og segja söluna hærri í ár en síðustu ár. Viðskipti innlent 23. desember 2020 19:57
Gular viðvaranir í gildi á aðfangadag Gular viðvaranir vegna veðurs taka gildi víða um land á morgun, aðfangadag. Búist er við talsverðri rigningu við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Samhliða má búast við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem hefur í för með sér aukna hættu á á flóðum og skriðuföllum. Innlent 23. desember 2020 18:41
„Ég held að fólk sé greinilega ekki að hlusta á mig“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé greinilegt að fólk sé ekki að taka mark á varnaðarorðum hans þegar litið er til þeirrar mannmergðar sem blasir við víða nú í aðdraganda jólahátíðarinnar. Mikil bílaumferð sýni glögglega að fólk sé á ferð og flugi á Þorláksmessu. Þórólfur hefur biðlað til fólks að takmarka mjög hittinga, sinna persónulegum smitvörnum og almennt að draga úr hraðanum í lífinu. Innlent 23. desember 2020 17:57
Röð tónleika í beinni á Vísi yfir hátíðarnar Vísir mun bjóða upp á ferna tónleika í beinni útsendingu yfir hátíðirnar og byrjar þetta allt saman á aðfangadagskvöld með árlegum jólatónleikum Fíladelfíunnar sem verða einnig í beinni á Stöð 2. Lífið 23. desember 2020 16:01
Hin sex ára Elena Mist safnaði 40 þúsund krónum á Instagram Elena Mist, sex ára í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, er að fylgjast með Öðruvísi jóladagatali SOS Barnaþorpanna í fyrsta sinn. Lífið 23. desember 2020 14:30
Rúrik og Nathalia njóta lífsins í þrjátíu stiga hita í Brasilíu Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason er í draumafríinu með kærustunni Nathalia Soliani en þau eru stödd við strönd rétt hjá borginni Salvador í Brasilíu. Lífið 23. desember 2020 13:31
Svona gerir maður fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi Í þáttunum Lífið er ljúffengt á Vísi og Stöð 2 Maraþon deila nokkrir af helstu ástríðukokkum landsins litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin. Lífið 23. desember 2020 12:31
Gefa einstæðum mæðrum og heimilislausum gjafabréf í tuga tali Læknar af lyflækningasviði Landspítalans gáfu áttatíu gjafabréf sín í skóbúð til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin. Fleiri deildar söfnuðu gjafabréfum, sem eru jólagjöf til starfsmanna, saman og gáfu til góðgerðarmála, svo sem Hjálparstofnunar Kirkjunnar. Innlent 23. desember 2020 11:53
Miklar verðhækkanir á jólamat Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. Neytendur 23. desember 2020 11:52
Hátíðarstund Fíladelfíu verður stafræn í ár Hægt verður að fylgjast með hátíðarstund Fíladelfíu á Vísi og á heimasíðu kirkjunnar á morgun, aðfangadag klukkan 17. Lífið samstarf 23. desember 2020 11:46
Króli og Laddi fóru á kostum þegar þeir fluttu lagið Snjókorn falla Á dögunum var skemmtiþátturinn Látum jólin ganga í beinni útsendingu á Stöð 2 og mættu helstu listamenn þjóðarinnar og flutti vel valin jólalög. Lífið 23. desember 2020 11:32
Ólafur Jóhann skýtur glæpasagnaþríeykinu ref fyrir rass Ólafur Jóhann Ólafsson hefur komið sér vel fyrir í fyrsta sæti bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda (Fibut) með Snertingu sem hlotið hefur verðskuldað lof lesenda og gagnrýnenda, auk þess að vera einn besti titill ársins. Menning 23. desember 2020 10:37
Íslendingar á lokametrunum í jólagjafakaupum og sumir stressaðir Hvernig gengur jólaundirbúningurinn hjá Íslendingum og eru jólin öðruvísi í ár? Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld hitti Sindri Sindrason bæði glatt og spennt fólk sem er á síðustu metrunum að undirbúa eina skemmtilegustu hátíð ársins. Lífið 23. desember 2020 10:30