„Hjálmar og Kristófer settu tóninn varnarlega“ „Við náum nokkrum stoppum í lokin,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Vals, eftir nauðsynlegan sigur liðsins á ÍR í Domino's deild karla í kvöld. Körfubolti 8. mars 2021 22:43
Israel: Strákarnir byrjuðu að trúa og brosa í seinni hálfleik Israel Martin, þjálfari Hauka, sagði að sínir menn hefðu verið betri, og brosmildari, í seinni hálfleik en þeim fyrri gegn Njarðvík í kvöld. Körfubolti 8. mars 2021 21:07
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 82-71 | Bráðnauðsynlegur sigur Hauka Haukar unnu lífsnauðsynlegan sigur á Njarðvík, 82-71, í Domino‘s deild karla í körfubolta í kvöld. Haukar voru undir í hálfleik, 37-40, en voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik þar sem Njarðvík skoraði aðeins 31 stig. Körfubolti 8. mars 2021 20:48
Áhugi frá Bandaríkjunum en hugurinn leitar til Evrópu Hinn nítján ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur leikið á als oddi í liði Þórs úr Þorlákshöfn í Domino’s deild karla á leiktíðinni. Körfubolti 8. mars 2021 18:30
Blake Griffin ætlar að ná sér í titil með stórskotaliði Brooklyn Körfuboltamaðurinn Blake Griffin hefur náð samkomulagi við Brooklyn Nets og mun klára tímabilið með liðinu í NBA-deildinni. Körfubolti 8. mars 2021 18:01
Svali Björgvins var leikmaður Vals þegar ÍR tapaði síðast á Hlíðarenda Valsmenn hafa ekki unnið ÍR-inga á heimavelli sínum í meira en þrjátíu ár eða síðan í október 1990. Körfubolti 8. mars 2021 16:00
Sjáðu þegar lukkudísirnar voru með Stjörnumönnum fyrir austan Stjörnumenn sluppu með skrekkinn á móti skeinuhættu liði Hattar í Domino´s deildinni í gærkvöldi og þjálfari Garðabæjarliðsins var sammála því. Körfubolti 8. mars 2021 15:00
Kyssti næstum því hringinn þegar hann vann troðslukeppnina Anfernee Simons, leikmaður Portland Trail Blazers, sýndi mögnuð tilþrif þegar hann vann troðslukeppnina sem fór fram í hálfleik í stjörnuleik NBA-deildarinnar í Atlanta í nótt. Körfubolti 8. mars 2021 10:01
Antetokounmpo valinn bestur í stjörnuleiknum og sló 53 ára gamalt met Lið LeBrons James vann tuttugu stiga sigur á liði Kevins Durant, 170-150, í stjörnuleik NBA-deildarinnar í Atlanta í nótt. Körfubolti 8. mars 2021 07:31
HK missir þjálfarann til Noregs eftir tímabilið Elías Már Halldórsson, þjálfari karlaliðs HK í handbolta, mun þjálfa liðið út leiktíðina og segja svo starfi sínu lausu. Hann er á leið til Noregs að þjálfa kvennalið Fredrikstad. Handbolti 7. mars 2021 23:00
Arnar Guðjónsson: Þetta var hálfgerð heppni Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði heppnina umfram annað hafa ráðið því að liðið vann 94-93 sigur á Hetti þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Höttur átti síðasta skot leiksins en það geigaði. Körfubolti 7. mars 2021 22:30
Umfjöllun: Tindastóll - KR 99-104 | Enn einn útisigur KR en Stólarnir í vandræðum KR vann fimm stiga sigur á Tindastól, 104-99, er liðin mættust í Síkinu í kvöld. Tindastóll hefur tapað þremur leikjum í röð í Domino's deild karla en KR er að finna taktinn. Þeir virðast einnig elska að spila á útivöllum landsins. Körfubolti 7. mars 2021 21:59
Umfjöllun: Þór Akureyri – Grindavík 101-98 | Þórssigur í hörkuleik Þór Akureyri lagði Grindavík í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 101-98 í hörku leik. Körfubolti 7. mars 2021 21:50
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 93-94 | Stjarnan marði Hött með einu stigi Stjarnan hafði betur gegn Hetti 94-93 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Liðin skiptust á forskotinu á lokasekúndunum og réðust úrslitin þegar flautuskot Hattar skoppaði upp af hringnum. Körfubolti 7. mars 2021 21:45
Martin stoðsendingahæstur í stórsigri Valencia Valencia gjörsigraði Manresa í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, lokatölur 112-82. Þá lék Sigtryggur Arnar Björnsson vel með Real Canoe í spænsku B-deildinni. Körfubolti 7. mars 2021 20:50
Lárus: Dómarar eiga aðeins að pæla áður en þeir dæma menn strax út af Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar var að vonum svekktur eftir sex stiga tap í toppslag Dominos deildar karla. Hans menn fengu Keflavík í heimsókn og þurftu að sætta sig við tap. Lokatölur 88-94. Körfubolti 7. mars 2021 20:46
Keflvíkingar unnu toppslaginn á lokakaflanum Keflvíkingar eru enn einir á toppnum eftir sex stiga sigur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld. Lokatölur 88-94, en úrslitin réðust ekki fyrr en seint í fjórða leikhluta. Körfubolti 7. mars 2021 20:30
Jón Axel öflugur í sigri Fraport Skyliners Jón Axel Guðmundsson átti einkar góðan leik er Fraport Skyliners sóttu sigur í greipar Göttingen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Lokatölur 93-89 Skyliners í vil. Körfubolti 7. mars 2021 16:16
Hvað er framundan í stjörnuleik NBA? Stjörnuleikur NBA hefur seinustu ár verið hluti af stórri og bráðskemmtilegri helgi þar sem bestu leikmenn NBA deildarinnar mætast í einskonar sýningarleik. Þetta árið hefur dagskráin þó verið stytt úr heilli helgi niður í sex tíma. Körfubolti 7. mars 2021 09:30
Elvar Már með sjö stig í sigri Siaulia BC Siaulia heimsótti Pieno Zvaigzdes í litháensku deildinni í körfubolta í dag. Elvar Már Friðriksson átti flottan leik í liði Siaulia, en skoraði sjö stig, ásamt því að eiga 11 stoðsendingar á liðsfélaga sína. Körfubolti 6. mars 2021 19:01
Körfuboltakvöld um Styrmi Snæ: „Þetta er bara allur helvítis pakkinn“ Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var til umræðu í síðasta þætti Dominos Körfuboltakvölds og ekki í fyrsta skipti. Körfubolti 6. mars 2021 14:02
Teitur um Njarðvíkurliðið: Afskaplega daprir, hörmulegir varnarlega, þreyttir og gamlir Teitur Örlygsson, sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds og fyrrum leikmaður Njarðvíkur, var ekki að skafa ofan af því er hann ræddi sitt gamla lið í þætti gærkvöldsins. Hann tætti varnarleik liðsins í sig og sagði liðið gamalt og þreytt. Körfubolti 6. mars 2021 10:31
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 90-79 | Frábær seinni hálfleikur heimamanna Stjörnumenn eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur eftir að hafa snúið leiknum við Val sér í vil í seinni hálfleik í kvöld. Valsmenn voru ellefu stigum yfir í hálfleik en Stjarnan vann með ellefu stigum, 90-79. Körfubolti 5. mars 2021 23:20
Vantar meiri þekkingu á milli manna og ekki hægt að bíða mikið lengur „Blóðþrýstingurinn er alltaf hár í þessu sporti, sérstaklega eins og deildin er núna og hvernig allt tímabilið er búið að vera,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sem er með liðið utan úrslitakeppni og í afar erfiðri leikjatörn. Valur tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld eftir að hafa verið ellefu stigum yfir í hálfleik. Körfubolti 5. mars 2021 22:52
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þorlákshöfn 100-116 | Stigastormur í Ólafssal Eftir jafnan fyrri hálfleik keyrðu Þórsarar yfir Hauka í seinni hálfleik og unnu verðskuldaðan sigur 100-116 er liðin mættust í Domino's deild karla í kvöld. Körfubolti 5. mars 2021 20:57
Lárus: Það lið sem ákvað að spila vörn vann þetta Þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var ánægður með sigur sinna manna á Haukum í Ólafssal í 12. umferð Dominos deildar karla. Leikar enduðu 100-116 en það kom Lárusi á óvart hversu flatir hans menn voru í vörn í byrjun leiks í kvöld. Körfubolti 5. mars 2021 20:26
„Ég skil alveg af hverju þeir þorðu ekki að dæma þetta“ Spennan var mikil í toppslag Keflavíkur og Hauka og það komu upp mörg umdeild atvik sem Domino´s Körfuboltakvöld fór betur yfir. Körfubolti 5. mars 2021 15:31
NBA dagsins: Phoenix Suns er komið upp fyrir bæði Los Angeles liðin Phoenix Suns er heitasta lið NBA-deildarinnar í körfubolta og eftir síðustu leikina fyrir Stjörnuleikinn þá eru Suns menn komnir upp í annað sætið í Vesturdeildinni. Körfubolti 5. mars 2021 15:00
Strangari reglur fyrir suðvesturhornið í tillögu um erlenda leikmenn Fjögur körfuknattleiksfélög hafa lagt fram tillögu um breytingar á reglum um erlenda leikmenn í mótum á Íslandi. Tillagan verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ eftir rúma viku. Körfubolti 5. mars 2021 14:31
LeBron byrjaði á að velja Giannis, Steph, Luka og Jokic í liðið sitt Fyrirliðar stjörnuliða NBA-deildarinnar, LeBron James og Kevin Durant, kusu í liðin sín í nótt en stjörnuleikur NBA fer fram á sunnudaginn kemur. Körfubolti 5. mars 2021 14:00