Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. Fótbolti 19. ágúst 2020 13:05
Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. Innlent 19. ágúst 2020 12:48
Misræmi í upplýsingagjöf skrifast alfarið á stjórnvöld Forsætisráðherra segir að það skrifist alfarið á stjórnvöld að misræmi hafi verið í auglýsingu heilbrigðisráðherra um sóttvarnareglur og upplýsingum á Covid.is. Mikilvægt sé að upplýsingagjöf sé eins skýr og mögulegt er og eins aðgengileg öllum almenningi og hægt sé. Innlent 19. ágúst 2020 12:30
Lögreglan má sekta grímulausa um 100 þúsund krónur Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. Innlent 19. ágúst 2020 11:19
Verk og vit frestað til næsta vors Sýningunni Verk og vit, sem átti að fara fram í Laugardalshöllinni um miðjan október, hefur verið frestað til næsta vors. Er það gert vegna samkomutakmarkana sem nú séu í gildi og í ljósi þróunar heimsfaraldursins. Viðskipti innlent 19. ágúst 2020 10:56
Meta fjárhagsleg áhrif samkomulags við Boeing á 35 milljarða Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandan Boeing vegna 737 MAX flugvéla framleiðandans nemi 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Viðskipti innlent 19. ágúst 2020 10:02
Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 19. ágúst 2020 10:00
Sparnaðaraðgerðir í mæðravernd ávísun á mæðradauða í stórum stíl Sparnaðaraðgerðir í mæðravernd vegna COVID-19 geta kostað allt að 113 þúsund konur lífið í fátækari ríkjum. Áhrif faraldra leggjast þungt á konur og jaðarsetta hópa samkvæmt UN Women. Heimsmarkmiðin 19. ágúst 2020 09:29
„Ísland er kjörinn kostur fyrir hybrid ráðstefnur“ Dr. Eyþór Jónsson spáir því að ráðstefnur framtíðarinnar verði flestar hybrid ráðstefnur. Í vikunni var tilkynnt að næsta EURAM ráðstefna verði haldin á Íslandi. Hún verður með hybrid fyrirkomulagi. Atvinnulíf 19. ágúst 2020 09:00
Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. Viðskipti innlent 19. ágúst 2020 08:43
KR-ingar fengu bréf um að þeir væru á leið í sóttkví Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, staðfesti í samtali við Fótbolti.net í gærkvöldi að við komuna til landsins í gær hafi þeir fengið bréf um að þeir væru á leið í sóttkví. Íslenski boltinn 19. ágúst 2020 08:00
Hlutfall ungs fólks meðal smitaðra eykst sífellt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði við því í gær að ungt fólk væri nú að dreifa Covid-19 víða um heim. Fjöldi ungs fólks hafi smitast um heim allan en þau sýni heilt yfir minni einkenni en eldra fólk og eru því líklegri til að dreifa veirunni án þess að vera meðvituð um að þau beri hana. Erlent 19. ágúst 2020 07:52
Geta nú valið á milli sýnatöku og 14 daga sóttkvíar Farþegar sem koma til Íslands frá og deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með fimm daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Viðskipti innlent 19. ágúst 2020 07:37
Þjóðverjar telja bólusetningar mögulegar í byrjun næsta árs Klaus Cichutek, yfirmaður Paul Ehrlich Institut, sem heldur utan um lögsetningu varðandi bóluefni í Þýskalandi, segir útlit fyrir að einhverjir samfélagshópar geti fengið bóluefni við Covid-19, snemma á næsta ári. Erlent 19. ágúst 2020 06:57
Dönum ráðið frá ferðalögum til Íslands Utanríkisráðuneyti Danmerkur mælir gegn því að Danir ferðist til Íslands. Erlent 18. ágúst 2020 23:18
Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. Innlent 18. ágúst 2020 22:24
Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. Innlent 18. ágúst 2020 21:00
Vilja tryggja allri þjóðinni aðgang að bóluefni Áströlsk stjórnvöld segjast hafa tryggt sér aðgang að lofandi bóluefni sem kann að verða notað í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Erlent 18. ágúst 2020 20:45
Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. Viðskipti innlent 18. ágúst 2020 20:15
Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. Viðskipti innlent 18. ágúst 2020 19:42
„Við erum ekki að fara að vísa neinum á götuna í Reykjavík“ Það er ekki val að lenda á götunni heldur rothögg segir hópur kvenna sem býr við heimilisleysi. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir markmiðið vera að öllum muni standa varanlegt húsnæði til boða. Innlent 18. ágúst 2020 19:42
Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. Innlent 18. ágúst 2020 19:29
Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. Innlent 18. ágúst 2020 17:58
„Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. Innlent 18. ágúst 2020 16:58
Sendiráðið stækkar um þriðjung Tuttugu hugbúnaðarsérfræðingar, hönnuðir og ráðgjafar starfa nú hjá Sendiráðinu. Viðskipti innlent 18. ágúst 2020 15:51
Að takast á við óvissu Við þurfum nú sem aldrei fyrr að takast á við umhverfi og líf sem einkennist af töluverðri óvissu. Skoðun 18. ágúst 2020 15:15
Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. Innlent 18. ágúst 2020 14:48
„Leikhúsið hefur lifað af verri plágur en þessa og alltaf risið upp aftur“ Fyrir helgi sendu stjórnendur sviðslistastofnana frá sér áskorun til yfirvalda um að gefa sviðslitastofnunum sömu undanþágu og íþróttahreyfingin hefur fengið. Brynhildur segir að undanþága frá tveggja metra reglunni myndi breyta heilmiklu fyrir leikhúsið og rekstur þess. Innlent 18. ágúst 2020 14:45
Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. Fótbolti 18. ágúst 2020 14:31
Eitt smit nóg til þess að hefja nýja bylgju Kári Stefánsson telur bestu leiðina til þess að verjast því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins gangi yfir landið með reglulegu millibili vera að skima fólk við komuna til landsins, skikka það í sóttkví og skima það svo aftur líkt Innlent 18. ágúst 2020 14:09