Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Færi frekar á bætur en að samþykkja tilboðið frá Icelandair

Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí.

Innlent
Fréttamynd

Fólkið í sóttkví kom að utan

Athygli vakti við uppfærslu tölulegra gagna á Covid.is í gær að á meðan flestar tölur lækkuðu þá fjölgaði fólki hér á landi í sóttkví um 133. Um var að ræða fólk sem var að koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll eða Norrænu.

Innlent
Fréttamynd

200 mega koma saman 25. maí

Sóttvarnalæknir mun leggja það til við heilbrigðisráðherra á næstu dögum að fjöldamörk samkomubanns verði miðuð við 200 manns frá og með 25. maí,

Innlent
Fréttamynd

Manafort færður í stofufangelsi

Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra forsetaframboðs Donald Trump, hefur verið færður í stofufangelsi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Kynna aðgerðir fyrir námsmenn í dag

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar.

Innlent
Fréttamynd

Engin ný smit í Taílandi

Landið var það fyrsta utan Kína sem greindi nýju kórónuveiruna og eru yfirvöld þess að íhuga að draga úr takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðafrelsi.

Erlent