

Menning
Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Rapparinn PnB Rock skotinn til bana
Bandaríski rapparinn PnB Rock var í gær skotinn til bana á veitingastað í borginni Los Angeles. Morðingjarnir reyndu að fá skartgripi rapparans áður en þeir skutu hann.

Vera opnar RIFF í ár
Verðlaunamyndin Vera er opnunarmynd RIFF í ár. Vera Gemma leikur sjálfa sig í titilhlutverki myndarinnar en hún hlaut um helgina verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, elstu kvikmyndahátíð í heiminum.

Leikstjórinn Jean-Luc Godard er látinn
Einn af risum franskrar kvikmyndagerðar, leikstjórinn Jean-Luc Godard, er látinn, 91 árs að aldri.

Zendaya, Jung-jae, Lizzo og Keaton sigursæl í gær
Í nótt fór Emmy-verðlaunahátíðin fram í 74. skiptið. Það var grínistinn Kenan Thompson sem sá um að kynna hátíðina sem var haldin í Microsoft-leikhúsinu í Los Angeles.

Gísli Örn stendur við stóru orðin og gefur tekjurnar
Leikarinn Gísli Örn Garðarsson ákvað við byrjun æfinga á verkinu Ég hleyp, að gefa allar sínar tekjur til góðgerðamálefna.

Saga af átökum fjölskyldu úr íslenskum samtíma
Tökur eru að hefjast á sjónvarpsþáttaseríunni Heima er best. Heima er best er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári.

Rithöfundurinn Javier Marias fallinn frá
Spænski rithöfundurinn og þýðandinn Javier Marias er látinn, sjötugur að aldri. Meðal þekktra bóka eftir Marias má nefna þríleikinn Tu rostro mañana, eða Andlit þitt á morgun, og bókina Ástir sem kom út á íslensku fyrir um tíu árum síðan.

Anna Guðný Guðmundsdóttir er látin
Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari er látin 64 ára að aldri eftir erfiða en aðdáunarverða baráttu við veikindi. Anna Guðný var lykilmaður í klassísku tónlistarlífi landsins áratugum saman og af mörgum talin besti meðleikari landsins.

True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar
Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna.

Stiklur fyrir Múfasa , Litlu hafmeyjuna og Hókus Pókus 2 frumsýndar
Um helgina hefur Disney verið með kynningu á öllu því efni sem er væntanlegt frá framleiðandanum á næstu misserum. Leikin útgáfa af Litlu hafmeyjunni, kvikmynd um Múfasa úr Konungi ljónanna og framhald af nornunum í Hókus Pókus er meðal þess sem er væntanlegt.

Fólk þurfi einbeittan brotavilja til að koma augu á falin listaverk
Pétur Geir Magnússon er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hann ræðir meðal annars um ástríðu sína fyrir lágmyndum og hvernig hann hefur þróað þessa ástríðu í listsköpun sinni.

Þrjár nýjar Star Wars stiklur frumsýndar
Disney frumsýndi í gær þrjár stiklur fyrir Star Wars sjónvarpsþætti sem eru væntanlegir á streymisveituna Disney+ á næstunni.

Elton John og Britney Spears klífa listann: „Ég er í skýjunum með viðbrögðin“
Elton John og Britney Spears sitja í ellefta sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Hold Me Closer. Lagið er endurgerð á Tiny Dancer, sögulegu lagi Elton John, og var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku.

Framhald af Enchanted á leiðinni eftir fimmtán ára bið
Fyrsta stiklan fyrir Disney myndina Disenchanted var frumsýnd í gær en um er að ræða framhaldsmynd af Enchanted, sem var frumsýnd árið 2007.

„Ég er bestur“
Leikstjórinn og rapparinn Jóhann Kristófer er lífskúnstner mikill sem sækir innblástur í margbreytileika tilverunnar. Í daglegu lífi reynir hann að anda djúpt og leyfa sér að vera, segir gott ráð að sleppa og finnst hamborgari og franskar vera hin fullkomna máltíð. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

„Ég fann aftur hvað það var sem sogaði mig að tónlistinni í upphafi"
Föstudaginn 2. september kom platan sýnir/athuganir út en það er fyrsta platan í fullri lengd sem tónlistarmaðurinn Hallur Már sendir frá sér.

Stikla fyrir nýja „Knives Out“ ráðgátu: Benoit Blanc er mættur aftur
Ný stikla hefur litið dagsins ljós vegna nýju „Knives Out“ kvikmyndarinnar. Myndin er í leikstjórn Rian Johnson.

Styttan af Jóni Sigurðssyni glansar eftir gott bað
Styttan af Jóni Sigurðssyni við Austurvöll hefur verið snyrt, böðuð og vöxuð ásamt öðru af sérfræðingum hjá Listasafni Reykjavíkur. Það mætti með sanni segja að styttan glansi í dagsljósinu eftir handtök sérfræðinganna.

Þrettán íslenskar stuttmyndir keppa á RIFF í ár
„Stuttmyndasamkeppni RIFF er sérlega spennandi í ár, fjölbreytt viðfangsefni og ólík efnistök einkenna myndirnar sem valdar hafa verið í flokkinn,“ segir í nýrri tilkynningu frá RIFF. Keppnin fer fram í tveimur hlutum og horft er á hvorn þeirra í heilu lagi.

LXS semja um aðra þáttaröð og svara gagnrýninni
Raunveruleikaþátturinn LXS hefur vakið athygli og umtal síðustu vikur en Stöð 2 hefur nú samið við hópinn um að gera aðra þáttaröð.

Fyrsta sýnishornið úr frumraun Sigurjóns Sighvatssonar sem leikstjóra
Sigurjón Sighvatsson, sem er hvað þekktastur sem kvikmyndaframleiðandi, er sestur í stól leikstjóra. Heimildarmyndin Exxtinction Emergency verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF í Reykjavík nú í september.

Ættingjar fordæma útgáfu bókarinnar Elspa – saga konu
Ættingjar Elspu Sigríðar Salberg Olsen fordæma útgáfu nýrrar ævisögu hennar sem Guðrún Frímannsdóttir félagsráðgjafi skráði.

Netflix frestar tökum á The Crown
Peter Morgan höfundur Netflix þáttanna The Crown hefur tilkynnt að tökum verði frestað ótímabundið af virðingu við drottninguna. Elísabet Bretlandsdrottning lést í gær 96 ára að aldri, en Morgan hefur áður talað um að þættirnir séu „ástarbréf“ til hennar.

Hverfur í Viðey í ágúst árið 1956
Reykjavík – glæpasaga eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ragnar Jónasson rithöfund kemur út þann 25. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veröld bókaútgáfu.

„Með því að vera föst inni í húsi fannst mér ég líka vera föst með tilfinningunum mínum“
Söngkonan Siggy var að gefa út sína fyrstu plötu, Reflections, í dag. Þessi fimm laga plata dregur fram blendnar tilfinningar tónlistarkonunnar um upplifun hennar á að takast á við ástarsorg, fíkn og tilfinningarússíbanann sem því fylgdi.

Home: Flóttamenn eru fólk eins og við
Ríkissjónvarpið á það til að detta inn á skemmtilega breska þætti og eru slíkir nú á dagskrá þar á bænum, þáttaröðin Home frá Channel 4.

Stærsta fréttaljósmyndasýning í heimi opnuð í Kringlunni
Stærsta fréttaljósmyndasamkeppni í heimi, World Press Photo, opnaði í dag í Kringlunni. Sýningin samanstendur af verðlaunaðri myndrænni blaðamennsku ársins 2021 auk stafrænna frásagna. World Press Photo hefur í mörg ár verið sýnd í Kringlunni en við hverja mynd er fróðlegur texti um myndefnið á íslensku og ensku.

Rauðar varir á frumsýningu íslensku hrollvekjunnar It Hatched
Íslenska hrollvekjugamanmyndin It Hatched var frumsýnd á Íslandi í gær. Myndin hefur nú þegar hlotið góða gagnrýni erlendis eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi.

Nýfæddur sonur GDRN sáttur með nýju plötuna
Söngkonan Guðrún Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN og tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann Ragnarsson eru að gefa út plötuna Tíu íslensk sönglög. Sonur Guðrúnar, Steinþór Jóhann Árnason, fékk að njóta góðs af æfingum þeirra á dögunum og tók lúrinn sinn við fagra tóna.

Fréttaþulurinn Bernard Shaw er látinn
Bandaríski fréttaþulurinn Bernard Shaw, sem starfaði lengi sem aðalfréttaþulur bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN, er látinn, 82 ára að aldri.