Húmorinn um ofbeldi og kúgun „beittasta verkfærið í baráttunni“ Málþing til heiðurs baráttukonunnar Guðrúnar Jónsdóttur fór fram seinni partinn í dag. Tilefnið er útgáfa ævi- og baráttusögu hennar Ég verð aldrei frú meðfærileg eftir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Menning 29. nóvember 2023 19:38
Ekki lengur bara blá augu í Myndinni hennar Lísu Rithöfundurinn Olga Guðrún Árnadóttir hefur breytt einni línu í ljóðinu Myndin hennar Lísu svo lagið faðmi betur fjölbreytileika samfélagsins. Lagið er samið fyrir 46 árum og samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðan þá segir Olga. Lífið 29. nóvember 2023 15:32
Loðið orðalag í tímamótaáætlun Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, er fullur efasemda um tímamótaáætlun um íslenska tungu, sem kynnt var með pompi og prakt fyrr í dag. Innlent 29. nóvember 2023 14:28
Bylgjan órafmögnuð: „Lögin verða naktari fyrir vikið“ Ragnhildur Gísladóttir er næsti gestur Völu Eiríks í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð annað kvöld. Ragga kemur fram ásamt Besta bandi og lofar frábærum tónleikum og skemmtilegu spjalli milli laga. Lífið samstarf 29. nóvember 2023 14:18
„Tilfinningingin alltaf sú að þú sért aldrei langt frá“ Leikarinn og tónlistarmaðurinn Arnmundur Ernst Backman sendi frá sér einlæga ábreiðu af laginu When I Think Of Angels í gær. Móðir hans, Edda Heiðrún Backman, hefði orðið 66 ára í fyrradag en hún féll frá árið 2016. Tónlist 29. nóvember 2023 14:00
Skálmöld tilkynnir tónleikaröð: „Drullusama“ hvort hugmyndin sé góð Skálmöld spilar allar hljóðversplöturnar sínar sex á þremur kvöldum í Eldborg í nóvember á næsta ári. Sveitin tilkynnti þetta í þætti Ómars Úlfs á X-inu rétt í þessu. Tónlist 29. nóvember 2023 13:11
Algjörir yfirburðir Hafdísar Huldar Hafdís Huld Þrastardóttir er sá tónlistarmaður sem Íslendingar hafa hlustað mest á Spotify á árinu sem nú er að líða. Á eftir henni koma Bubbi Morthens og kanadíski rapparinn Drake. Einn annar Íslendingur kemst á topp tíu lista yfir þá tónlistarmenn sem voru vinsælastir á Íslandi, það er Friðrik Dór Jónsson. Lífið 29. nóvember 2023 13:00
Áhersla á innflytjendur í nítján liða „tímamótaáætlun“ Tæpum einum og hálfum milljarði verður veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu sinnar tegundar sem ráðist hefur verið í, að sögn menningarráðherra. Rík áhersla verður lögð á íslenskukennslu innflytjenda. Innlent 29. nóvember 2023 12:51
Arnaldur á toppnum og fátt fær því breytt Þá lítur fyrsti jóla-bóksölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda ljós. Listi vikunnar nær yfir tímabilið 1.-26. nóvember en fram að jólum verður listinn svo tekinn saman vikulega. Menning 29. nóvember 2023 12:00
Frumsýning á Vísi: „Fram í rauðan dauðann“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á myndbandi við lagið Fram í rauðan dauðann eftir tónlistarmanninn JóaPé. Lagið er að finna á samnefndri plötu en myndbandið er einnig hluti af stuttmynd sem JóiPé frumsýnir í kvöld. Tónlist 29. nóvember 2023 11:30
Bein útsending: Gaza einræðurnar í Borgarleikhúsinu Borgarleikhúsið tekur þátt í verkefni ASHTAR-leikhússins í Palestínu þar sem hinar svokölluðu Gaza-einræður verða lesnar í leikhúsum um allan heim. Dagurinn í dag er alþjóðlegur dagur samstöðu með palestínsku þjóðinni. Lífið 29. nóvember 2023 10:45
Þetta er Purrkur Pillnikk Purrkur Pillnikk, sú goðsagnakennda pönksveit sem margir muna úr kvikmyndinni Rokki í Reykjavík og margir telja reyndar eina bestu hljómsveit þess merka tímabils í tónlistarsögunni, eru að senda frá sér heildarsafn verka sinna og nýtt efni að auki. Þeir stíga á stokk á laugardaginn komandi. Lífið 29. nóvember 2023 10:43
Söng á stærsta dansleik Þýskalands „Þetta gekk glimrandi vel og það er mikill heiður að fá tækifæri af þessari stærðargráðu,“ segir Helga Dýrfinna Magnúsdóttir söngkona. Menning 29. nóvember 2023 07:01
Balti leikstýrir Norton og Coster-Waldau í miðaldaþáttum Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur mun leikstýra fyrsta þætti þáttaseríunnar King and Conqueror sem framleidd verður af framleiðslufyrirtækinu CBS Studios. Þekktir leikarar fara með hlutverk í þáttunum. Bíó og sjónvarp 28. nóvember 2023 20:26
Upplifði martröð leikarans Dansarinn og leikstjórinn Unnur Elísabet Gunnarsdóttir upplifði martröð leikarans um helgina sem leið þegar hún þurfti að stíga á svið í aðalhlutverk söngleiksins Deleríum Búbónis. Lífið 28. nóvember 2023 20:01
„Með gæsahúð og tár í hvert einasta skipti sem ég horfi á æfingar“ „Ég er ótrúlega peppuð fyrir þessari seríu. Í fyrra var ég mjög stressuð fyrir fyrsta þætti en núna er ég rólegri. Í fyrri vissi maður ekkert hvað maður væri að fara út í,“ segir Birgitta Haukdal um nýju þáttaröðina af Idol sem hóf göngu sína á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Lífið 28. nóvember 2023 10:30
„Það er saga á bakvið þetta lag“ Klara Einarsdóttir, sautján ára, bar sigur úr býtum í söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands nýverið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Klara heilmikla reynslu úr heimi tónlistar. Hún gaf nú út sitt fyrsta jólalag en sagan á bak við það er einstaklega falleg. Lífið 28. nóvember 2023 10:08
Spyr hvort atlot séra Friðriks hafi verið eins og atlot ættingja Formaður Miðflokksins segist hafa miklar áhyggjur af framgöngu almennings við séra Friðrik Friðriksson heitinn, en til stendur að taka niður styttu af honum sem stendur við Lækjargötu. Hann veltir fyrir sér hvort atlot séra Friðriks, við unga drengi, hafi verið sama eðlis og atlot ættingja við börn sem þeim þykir vænt um. Innlent 28. nóvember 2023 09:04
Vill njóta þess að skapa og samtímis ná að lifa af Fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir fann fljótt að hönnun hennar ætti erindi erlendis og stefnir því á að flytjast alfarið út með vinnustofu sína. Hún bjó lengi vel í London þar sem hún lagði stund á meistaranám í fatahönnun en neyddist til að klára námið heima á Íslandi vegna Covid. Sól er viðmælandi í Kúnst. Menning 28. nóvember 2023 07:01
Fríska upp á Landnám og slíta sjóði Þórs Til stendur að endurgera minnisvarða um landnám Íslands sem stendur á grassvæði nærri Austurveri við Háaleitisbraut í Reykjavík og hefur mikið látið á sjá á síðustu árum. Fjármagn úr minnisvarðasjóði Þórs Sandholt verður nýtt til verksins og sjóðum í kjölfarið slitið. Innlent 28. nóvember 2023 07:01
Rauða serían kveður eftir 38 ára göngu Síðustu titlar Rauðu seríunnar hafa verið gefnir út. Nú tekur við hljóðbókalestur hjá útgefandanum sem segir tilfinninguna vera skrítna enda gefið bækurnar út í 38 ár. Lífið 27. nóvember 2023 23:00
Samningur RÚV og Öldu music vekur furðu Ríkisútvarpið og Alda music hafa undirritað útgáfusamning um allt efni Ríkisútvarpsins. Tónlistarmenn sem og aðrir klóra sér í kollinum. Innlent 27. nóvember 2023 15:55
Heillaði dómarana upp úr skónum og Daníel Ágúst táraðist Idolið hóf göngu sína á ný síðastliðið föstudagskvöld og mátti þar sjá fjölbreyttan hóp tónlistarfólks spreyta sig á dómaraprufum. Tónlist 27. nóvember 2023 14:21
Innsýn í listræna veggi á heimilum fólks Bókin Myndlist á heimilum veitir innsýn í myndlistargrósku landsins þar sem skyggnst er inn á heimili listaverkasafnara, listamanna og áhugafólks um myndlist á Íslandi. Menning 27. nóvember 2023 12:31
„Þessi tími er stundum kallaður glæpaöldin“ Frelsisþrá, áköf réttlætiskennd og fjötrar fátæktar, ævintýralegar persónur byggðar á sannsögulegum fyrirmyndum, uppreisnarhugur og eldfjörug atburðarás: Allt þetta má finna í nýrri og bráðskemmtilegri sögulegri skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, Því dæmist rétt vera, þar sem sagt er frá raunverulegum glæp, undirbúningi hans, eftirmálum og þungum refsidómum í litlu sjávarplássi á Íslandi snemma á 19. öld. Lífið samstarf 27. nóvember 2023 08:47
Flóðgáttirnar opnast þegar loksins er rætt um áföllin Undanfarna þrjá áratugi hefur Óttar Sveinsson skrifað ótrúlegar sögur fólks úr íslenskum veruleika - frásagnir af mögnuðum björgunarafrekum og baráttu upp á líf og dauða. Fyrsta Útkallsbókin kom út árið 1994. Nú er sú þrítugasta komin út: Útkall – Mayday – erum að sökkva. Tvær bækur standa upp úr enda sögurnar með endæmum dramatískar. Innlent 27. nóvember 2023 07:01
Keppendur Squid Game vilja bætur vegna meiðsla Keppendur í raunveruleikaþáttum í anda Squid Game þáttanna vinsælu ætla sér að sækja skaðabætur vegna meiðsla sem þau hafa orðið fyrir við tökur þáttanna. Bíó og sjónvarp 27. nóvember 2023 00:04
Allir og amma þeirra í Helvítis útgáfuboðinu Fullt var út úr dyrum á Kaffi Flóru þegar útgáfuhóf Helvítis matreiðslubókarinnar fór fram á dögunum. Lífið samstarf 26. nóvember 2023 15:43
Breyttu nafninu til að vera sem minnst spurð út í það Íslenska hljómsveitin ex.girls var að senda frá sér breiðskífuna Verk. Lagið 90 oktan af plötunni var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Tónlist 25. nóvember 2023 17:01
Klæðir sig fyrir sjálfa sig og er sama um álit annarra Tónlistarkonan og tískudrottningin Svala Björgvinsdóttir hefur alla tíð elskað að klæða sig upp og er stíll hennar stór hluti af því hver hún er. Hún er óhrædd við að taka áhættur í tískunni og segir Eurovision klæðnaðinn án efa hvað eftirminnilegastan. Svala Björgvins er viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 25. nóvember 2023 11:30