Náði að sættast við bróður sinn fyrir andlátið Stórstjarnan Madonna birti einlæga færslu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún minnist bróður síns Christopher Ciccone sem féll nýverið frá eftir baráttu við krabbamein. Hún segir meðal annars að þau systkinin hafi ekki talað saman í einhver ár en hafi þó náð sáttum eftir að Christopher veiktist. Lífið 7. október 2024 11:02
Nokkrum rangfærslum í málflutningi menningarráðherra svarað Í síðustu viku birtum við greinina „Vegið að íslenskri kvikmyndagerð” þar sem við fórum yfir þau vandamál sem steðja að íslenskri kvikmyndagerð í dag í ljósi bágrar stöðu Kvikmyndasjóðs. Viðbrögðin hafa verið framar okkar björtustu vonum og hefur spunnist mikil umræða í kjölfarið. Skoðun 7. október 2024 09:01
Uppruni stjarnanna óþekktur: „Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?“ Auglýsing Sambíóanna hefur vakið athygli vegna fjölda fimm stjörnu dóma sem myndin Joker: Folie á Deux er sögð fá. Á síðum sem safna saman bíódómum hefur enginn gagnrýnandi gefið henni slíkan dóm. Rekstrarstjóri Sambíóanna veit ekki hvaðan stjörnurnar koma og gat ekki svarað fyrir auglýsinguna. Innlent 6. október 2024 21:32
Myndaveisla: Eliza Reid og Ásdís Spanó létu sig ekki vanta í Núllið Ljósmyndasýningin „Upprisa“ sem er unnin af sálfræðingnum Evu Gunnarsdóttur og ljósmyndaranum Richard Shutt opnaði í Núllinu í Bankastræti á föstudag og stendur yfir helgina. Lífið 6. október 2024 17:52
Covidsmitaður Al Pacino var nær dauða en lífi Bandaríski stórleikarinn Al Pacino segist hafa verið nær dauða en lífi árið 2020 þegar hann var smitaður af Covid-19. Lífið 6. október 2024 15:10
Dolly gefur 135 milljónir vegna Helenu Bandaríska söngkonan Dolly Parton tilkynnti á föstudag að hún ætlar að gefa eina milljón Bandaríkjadala í hjálparstarf vegna fellibylsins Helenu sem reið yfir Bandaríkin í síðustu viku. Lífið 6. október 2024 11:14
Bátarnir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum málaðir á vita Allir bátarnir, sem fluttu Eyjamenn til landsins í eldgosinu 1973 hafa verið málaðir á vita í Vestmannaeyjum en vitinn vekur alltaf mikla athygil ferðamanna. Innlent 5. október 2024 21:04
Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Super Happy Forever eftir japanska leikstjórann Kohei Igarashi hlaut Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF, við hátíðlega athöfn í dag. Bíó og sjónvarp 5. október 2024 20:02
Biskup Íslands predikar í Vík á 90 ára afmæli kirkjunnar Það iðar allt af lífi og fjöri í Vík í Mýrdal um helgina en þar fer fram Regnboginn 2024, sem er menningarhátíð fyrir íbúa og gesti þeirra. Einn af hápunktum helgarinnar er heimsókn biskups Íslands til Víkur á morgun til að predika á 90 ára vígslu- og afmælishátíð Víkurkirkju. Innlent 5. október 2024 13:16
„Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams og Dýrfinna Benita Basalan standa fyrir sýningunni „Afbygging/Deconstruction“ sem opnar í dag í Gallery Port. Þau eru bæði þekktari fyrir umsvif sín í íslensku tónlistarlífi en leiða hér saman hesta sína í blýantsteiknaðri afbyggingu á borgarlandslaginu. Menning 5. október 2024 11:03
„Ég var heppinn. En ekki hann“ Gunnar Geir Gunnlaugsson tónlistarmaður gaf á dögunum út lagið „Bjartur þinn partur .“ Texti lagsins er einkar persónulegur en það fjallar um Bjarna Þór Pálmason, kæran vin Gunnars sem lést af völdum fíkniefnaneyslu, langt fyrir aldur fram. Lífið 5. október 2024 10:00
Simmi Vill og Sunneva Einars létu sig ekki vanta á Jókerinn Húsfyllir og frábær stemning var á frumsýningu framhaldsmyndarinnar Joker: Folie á Deux í Sambíóunum Kringlunni í vikunni. Lífið 4. október 2024 15:01
Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju. Lífið 4. október 2024 14:31
„Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“ Hönnunarþing, hátíð hönnunar og nýsköpunar, fer fram á Húsavík í dag og á morgun. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá en forvígismaður hátíðarinnar segir hönnun vera allt í kringum okkur á hverjum degi og að hátíðin eigi því erindi við alla. Innlent 4. október 2024 12:42
Space Odyssey opnar á nýjum stað Tilraunarýmið og plötubúðin Space Odyssey opnar aftur á laugardag að Bergstaðastræti 4 en hún var áður til húsa á Skólavörðustíg. Blásið verður til tónleika þegar staðurinn opnar klukkan 14 á laugardag. Tónlist 4. október 2024 11:24
Eminem verður afi Bandaríski rapparinn Eminem er að verða afi í byrjun næsta árs. Hann tilkynnti gleðifréttirnar í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Temporary, sem hann vann með söngkonunni Skylar Grey. Lífið 4. október 2024 11:08
Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Efnilegustu leikarar Íslands boða nauðbeygðir til messu í Bæjarbíói á sunnudag þegar leikverkið Nauðbeygð Messa verður frumsýnt. Höfundur leikritsins var í miðjum prófalestri þegar hugmyndin að verkinu kviknaði en hann segir um alvöru upplifun að ræða fyrir gesti. Menning 4. október 2024 10:02
Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Hljómsveitin Dr. Gunni hefur sent frá sér sína þriðju plötu, plötuna Er ekki bara búið að vera gaman? Að sögn doktorsins sjálfs er um að ræða miðaldrakarlarokk fyrir lengra komna en hann segir sveitina staðráðna í að leggja land undir fót, helst í Grænlandi eða Færeyjum. Tónlist 3. október 2024 15:01
Rauða dreglinum rúllað út fyrir Svörtu sanda Frumsýning á nýrri þáttaröð Svörtu sanda fór fram fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gærkvöldi. Gestir mættu prúðbúnir í svörtum galaklæðnaði og skáluðu fyrir stjörnum kvöldsins. Lífið 3. október 2024 14:29
„Þetta er alveg áhugavert en ekki jafn áhugavert og Instagramið mitt“ Ævintýri LXS hópsins í Marokkó hélt áfram í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 en ferðin hófst heldur skrautlega að margra mati. Lífið 3. október 2024 12:31
Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Húsfyllir var í Háskólabíó þegar Bong Joon-Ho hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Uppselt var á athöfnina, sem fór fram eftir sýningu á skrímslamyndinni The Host, eða Hýsillinn, en þá ræddi dagskrárstjóri RIFF, Frédéric Boyer, við kóreska leikstjórann í gegnum fjarfundarbúnað. Þar nefndi Bong meðal annars vináttu sína við íslenska leikstjórann Dag Kára. Bíó og sjónvarp 3. október 2024 12:31
Þjóðaróperan á Alþingi í nær 70 ár Nú þegar frumvarp liggur fyrir um stofnun Þjóðaróperu er mikilvægt að rifja upp áratuga langa sögu umræðu á Alþingi um óperustarfsemi á Íslandi. Hún hefur gjarnan tengst Þjóðleikhúsinu og síðar Íslensku óperunni, en fjöldi þingmanna úr öllum flokkum hefur lagt sitt til málanna. Skoðun 3. október 2024 11:31
Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem fram fer dagana 7. til 9. nóvember næstkomandi hafa flett hulunni af því á hvaða dögum böndin munu spila á hátíðinni. Þá hafa tólf listamenn til viðbótar verið tilkynntir. Tónlist 3. október 2024 11:24
Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Kvikmyndin Rust með Alec Baldwin í aðalhlutverki verður brátt frumsýnd á kvikmyndahátíð í Póllandi. Myndin er þegar þekkt um allan heim þar sem kvikmyndatökustjóri myndarinnar Halyna Hutchins lést á setti árið 2021 þegar skot hljóp úr byssu leikarans. Bíó og sjónvarp 3. október 2024 10:22
Breskur Eurovision-sigurvegari látinn Breski söngvarinn Martin Lee, einn liðsmanna sveitarinnar Brotherhood of Man, er látinn. Hann lést á sunnudaginn, 77 ára að aldri. Lífið 2. október 2024 12:14
Bragi Páll og Bergþóra með hryllilega fyndnar hrekkjavökusögur Rithöfundahjónin Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson hafa sameinað krafta sína og skapað fjórar nýjar hrollvekjandi sögur fyrir bókaflokkinn Hrekkjavökur hjá Storytel. Lífið samstarf 2. október 2024 11:02
Allt í banönum á Brút Bananar og hetjur hafa tekið yfir veggi vinsæla veitingastaðarins Brút en þar opnaði einstök listasýning um síðustu helgi í samstarfi við Gallery Port og David Molesky. Margt var um manninn og fólk gæddi sér meðal annars á banönum meðan það skoðaði bananalistina gaumgæfilega. Menning 2. október 2024 10:01
Leikarinn John Amos látinn Bandaríski leikarinn John Amos er látinn, 84 ára að aldri. Hann átti langan og farsælan feril sem leikari þar sem hann fór meðal annars með hlutverk hins fullorðna Kunta Kinte í þáttunum Roots og illmennisins Major Grant í Die Hard 2. Lífið 2. október 2024 08:00
Dæmi um að leikarar fái 1300 á tímann Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur á síðustu vikum fengið margar tilkynningar um óeðlilega lág laun fyrir þátttöku í sjónvarpsverkefnum. Dæmi eru um að leikarar hafi fengið tilboð upp á 1300 krónur á tímann, fyrir verkefni sem styrkt eru af Kvikmyndastöð og verða sýnd á RÚV. Innlent 1. október 2024 20:52
Fór of nálægt arineldi og kveikti í andlitinu sínu Stórstjarnan Britney Spears deildi á dögunum afar óheppilegu atviki sem hún lenti í fyrr á árinu þar sem hún endaði á að missa hluta af hári sínu, augnhárum og augabrúnum. Lífið 1. október 2024 16:31