Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Colin From Accounts: Ástralirnir eru með þetta

Þáttaröðin Colin From Accounts laumaði sér nýlega inn á streymisveitu Sjónvarps Símans án mikils lúðraþyts. Vel má því vera að hún hafi farið fram hjá áskrifendum, en það leiðréttist hér með, hún er með því ánægjulegra í sjónvarpinu þessi misserin.

Gagnrýni
Fréttamynd

Deilan um Ríkarðs­hús leyst

Samkomulag hefur náðst um framtíð Ríkarðshús á Djúpavogi á milli stjórnar félagsins og afkomenda myndhöggvarans Ríkarðs Jónssonar. Áður hafði gjafagerningur til safnsins verið dreginn til baka af Ásdísi dóttur Ríkarðs.

Innlent
Fréttamynd

Koll­hnís og Eld­gos til­nefndar

Bækurnar Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Eldgos eftir Rán Flygenring eru tilnefningar Íslands til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Verðlaunin verða afhent í Osló í lok október.

Menning
Fréttamynd

Leið eins og kráku í fjársjóðsleit

Barna- og fjölskyldusöngleikurinn Draumaþjófurinn var frumsýndur í síðasta mánuði í Þjóðleikhúsinu. Söngleikurinn er eftir Björk Jakobsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson og byggir á vinsælli bók Gunnars Helgasonar rithöfundar. Verkið hefur fengið frábærar viðtökur og ekki síst útlit hennar en leikmynd Ilmar Stefánsdóttur, ljósahönnun Björns Bergsteins og litríkir og fallegir búningar Maríu Th. Ólafsdóttur búningahönnuðar setja mjög sterkan svip á sýninguna.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Vilja fá Harry Potter á sjón­varps­skjáinn

Streymisveitan HBO Max og framleiðslufyrirtækið Warner Bros. skoða nú að setja í framleiðslu sjónvarpsþætti um galdrastrákinn Harry Potter og vini hans úr Hogwarts-skólanum. Talið er að gerð verði ein þáttaröð upp úr hverri bók um Potter eftir J.K. Rowling.

Lífið
Fréttamynd

Tjörvi tekur við af Hilmari

Tjörvi Þórsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Sagafilm og hefur hann þegar hafið störf. Undanfarin ár hefur hann verið kvikmyndaframleiðandi í Netop Films og þar á undan var hann framleiðslustjóri í Kvikmyndamiðstöð um margra ára skeið. Hann tekur við starfinu af Hilmari Sigurðssyni sem lét af störfum um mánaðarmótin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þarna fer maður að hafa gaman af því að hafa augu“

„Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að verja miklum tíma í öræfum Íslands. Samferðafólk mitt hefur haft þakkarverða þolinmæði gagnvart mér og skrásetningu minni,“ segir myndlistarkonan Eva Schram, sem stendur fyrir sýningunni Þegar ljósið deyr, í samvinnu við Listval. Sýningin er staðsett í Norr11 á Hverfisgötu og stendur til 3. maí næstkomandi.

Menning
Fréttamynd

Hlegið og grátið á frum­sýningu nýrra þátta Ragn­hildar Steinunnar

Það var tvöföld gleði í Háskólabíói síðasta fimmtudag þegar fyrsti þáttur í heimildaþáttaröðinni TVÍBURAR var frumsýndur fyrir troðfullum sal. Þættirnir eru hugarfóstur sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar sem eignaðist eineggja tvíbura fyrir fjórum árum með eiginmanni sínum Hauki Inga Guðnasyni.

Lífið
Fréttamynd

„Ásgrímsleiðin“, ný leið í Árnessýslu fyrir ferðamenn

Sunnlendingar eru stoltir af því að einn færasti listamaður þjóðarinnar, Ásgrímur Jónsson hafi verið fæddur og uppalinn í Flóanum og hafa af því tilefni búið til sérstaka rútuferð, „Ásgrímsleið“ fyrir ferðamenn og aðra þar, sem farið er á söguslóðir Ásgríms í Árnessýslu.

Innlent
Fréttamynd

Hinstu skilaboðin voru þau að hafa áfram gaman

„Ég held að þetta verði ógleymanlegt kvöld,“ segir Berglind Häsler, ekkja Svavars Péturs Eysteinssonar heitins, jafnan þekktur sem ástsæli listamaðurinn Prins Póló. Berglind, Björn Kristjánsson og Benni Hemm Hemm eru í listrænni stjórn Havarí og standa fyrir Hátíð hirðarinnar, stórum minningartónleikum fyrir Svavar Pétur á afmælisdegi hans 26. apríl næstkomandi. Blaðamaður ræddi við Berglindi.

Tónlist
Fréttamynd

Birgir Örn úr Idolinu líklegur til vinsælda

Tónlistarmaðurinn Birgir Örn vakti athygli í Idol seríu Stöðvar 2 í vetur en hann komst í átta manna úrslit, þar sem hann flutti frumsamið lag sem ber heitið Found Each Other. Lagið var í þessari viku kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957.

Tónlist
Fréttamynd

„Viðkvæmir lesendur“ breyta Agöthu Christie

Viðamiklar breytingar verða gerðar á bókum Agöthu Christie á næstu misserum. Flest orð sem vísa til kynþáttar sögupersóna verða fjarlægð sem og persónulýsingar sem teljast niðrandi. Fólk sem skilgreinir sig sem viðkvæma lesendur fer yfir texta bókanna.

Erlent