NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Morrison úr leik hjá Bobcats

Framherjinn hárprúði Adam Morrison mun að líkindum missa af öllu keppnistímabilinu í NBA deildinni sem hefst í næstu viku. Hann sleit liðband í hné í leik gegn LA Lakers í fyrrakvöld. Charlotte valdi Morrison númer þrjú í nýliðavalinu í fyrrasumar, en hann olli nokkrum vonbrigðum síðasta vetur og skoraði aðeins tæp 12 stig í leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Clippers vann grannaslaginn

Fjórir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. LA Clippers hafði betur gegn grönnum sínum í Lakers 112-96 í leik sem sýndur var beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Framundan á NBA TV

Klukkan 23:00 í kvöld verður NBA TV rásin á Fjölvarpinu með beina útsendingu frá leik Toronto Raptors og Chicago Bulls á æfingatímabilinu í NBA deildinni. Chicago hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum á undirbúningstímabilinu til þessa en Toronto hefur unnið tvo af sínum fjórum.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James meiddist á öxl

Sex leikir voru á dagskrá á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni í nótt. LeBron James þurfti að fara af velli meiddur á öxl þegar lið hans Cleveland tapaði fyrir Seattle.

Körfubolti
Fréttamynd

Toronto tapaði fyrir Real Madrid

Átta æfingaleikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og þar af voru þrír þeirra gegn liðum utan deildarinnar. Toronto tapaði naumlega fyrir spænska liðinu Real Madrid 104-103.

Körfubolti
Fréttamynd

Tilbúinn að skoða tilboð í Kobe Bryant

Jerry Buss, eigandi Los Angeles Lakers, segir að allt sé enn opið í sambandi við að skipta hinum ósátta Kobe Bryant í burtu frá félaginu. Bryant sagðist í sumar vilja fara frá Lakers en ekkert varð úr því.

Körfubolti
Fréttamynd

Skrítið að sjá Kevin Garnett í grænu

Það var mikið um dýrðir í London í gærkvöldi þar sem Boston Celtics og Minnesota Timberwolves leiddu saman hesta sína í æfingaleik á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni. Lewis Hamilton og Didier Drogba voru á meðal áhorfenda, sem skemmtu sér vel.

Körfubolti
Fréttamynd

Houston semur við Knicks

Stórskyttan Allan Houston hefur gert samkomulag við forráðamenn New York Knicks um að leika með liðinu í vetur. Houston hefur ekki leikið í NBA í tvö ár og ekki heilt tímabil í fjögur ár vegna meiðsla sem knúðu hann til að leggja skóna á hilluna. Hann segist í toppformi nú og sagðist vilja klára ferilinn með sæmd frekar en að láta meiðsli neyða sig til þess.

Körfubolti
Fréttamynd

Durant náði sér ekki á strik

Nýliðinn Kevin Durant hjá Seattle Supersonics náði sér ekki á strik í nótt þegar lið hans tapaði fyrir Sacramento 104-98 í æfingaleik. Alls fóru fram átta æfingaleikir í nótt, þar af einn á Malaga á Spáni.

Körfubolti
Fréttamynd

Beinar útsendingar frá NBA hefjast í nótt

NBA TV sjónvarpsstöðin á Fjölvarpinu byrjar í nótt beinar útsendingar frá æfingatímabilinu í NBA deildinni, en deildarkeppnin sjálf hefst í lok þessa mánaðar. Í nótt verður leikur Sacramento og Seattle sýndur beint klukkan 2 eftir miðnætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Lewis fór af velli með krampa í fyrsta leik

Undirbúningstímabilið í NBA hófst á fullu í Bandaríkjunum í nótt þegar þrír leikir voru á dagskrá. Nokkrir leikir verða á dagskránni í kvöld og þar af verður fyrsta beina útsending NBA TV sjónvarpsstöðvarinnar frá leik Sacramento og Seattle klukkan 2 í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Bowen framlengir við Spurs

Varnarjaxlinn Bruce Bowen hefur framlengt samning sinn við NBA meistara San Antonio Spurs og verður því væntanlega hjá félaginu þangað til hann leggur skóna á hilluna. Bowen var valinn í varnarúrval NBA fjórða árið í röð í vor.

Körfubolti
Fréttamynd

Toronto framlengir við Bargnani

Ítalski framherjinn Andrea Bargnani, sem valinn var fyrstur í nýliðavalinu í NBA í fyrra, verður samningsbundinn liði Toronto Raptors í NBA út leiktíðina 2009. Liðið nýtti sér í dag réttinn til að framlengja samning hans í þrjú ár.

Körfubolti
Fréttamynd

Del Piero heimsótti Boston menn í Róm

Knattspyrnukappinn Alessandro del Piero hjá Juventus lagði á sig 1400 km ferðalag til að hitta Kevin Garnett og félaga í liði Boston þegar þeir voru við æfingar í Róm á mánudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Jackson gerður að fyrirliða Warriors

Villingurinn Stephen Jackson hjá Golden State Warriors hefur nú verið gerður að fyrirliða liðsins ásamt þeim Baron Davis og Matt Barnes. Jackson mun missa af fyrstu sjö leikjum liðsins í deildarkeppninni sem hefst í lok þessa mánaðar þar sem hann verður í banni.

Körfubolti
Fréttamynd

Ársmiðar uppseldir hjá Boston

Mikil spenna ríkir nú í Boston eftir að lið Celtics fékk til sín stjörnuleikmennina Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem ársmiðar eru uppseldir hjá félaginu síðan liðið flutti úr gamla Boston-garðinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Hardaway vinnur með samkynhneigðum

Körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vinnur nú hörðum höndum að því að bæta fyrir skandalinn sinn fyrir sjö mánuðum þegar hann lýsti því yfir í útvarpsviðtali að hann hataði homma.

Körfubolti
Fréttamynd

Shawn Marion vill fara frá Phoenix

Framherjinn Shawn Marion hjá Phoenix Suns í NBA deildinni hefur farið fram á að verða skipt frá félaginu. Hann segist vera orðinn dauðleiður á sífelldum orðrómum um að honum verði skipt í burtu og segir tíma til kominn að breyta til eftir 8 ár í eyðimörkinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Sektaður fyrir að setja ÓL fatlaðra

Kínverski risinn Yao Ming hjá Houston Rockets gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja milljón króna sekt frá félaginu þar sem hann mun missa af fyrstu tveimur dögum liðsins í æfingabúðum sem hefjast þann fyrsta næsta mánaðar.

Körfubolti
Fréttamynd

Jasikevicius látinn fara frá Warriors

Golden State Warriors keypti Litháann Sarunas Jasikevicius út úr samningi sínum í dag og er hann því laus allra mála. Bakvörðurinn knái lék vel með landsliði sínu á Evrópumótinu á Spáni á dögunum, en var aldrei í náðinni hjá Indiana eða Golden State í NBA deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Pippen fetar í fótspor Loga

Körfuknattleiksmaðurinn Scottie Pippen hefur náð samkomulagi við fyrrum félaga Loga Gunnarssonar í ToPo í Finnlandi og mun spila tvo leiki með liðinu í vetur. Pippen varð á sínum tíma sexfaldur NBA meistari með Chicago Bulls og var nálægt því að snúa aftur á síðustu leiktíð. Pippen er 41 árs gamall en fyrrum félagi hans hjá Chicago, Dennis Rodman, spilaði á sínum tíma einn leik með liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Kirilenko vill fara frá Utah

Rússneski landsliðsmaðurinn Andrei Kirilenko hefur farið þes á leit við forráðamenn Utah Jazz að verða skipt frá félaginu. Kirilenko var kjörinn verðmætasti leikmaðurinn á nýafstöðnu Evrópumóti landsliða, en átti vægast sagt ömurlegt tímabil með NBA liðinu síðasta vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Leikir Portland teknir af sjónvarpsdagskrá

Lið Portland Trailblazers varð fyrir miklu áfalli á dögunum þegar ljóst varð að miðherji liðsins Greg Oden gæti ekki spilað á nýliðaárinu vegna hnéuppskurðar. Þetta kemur sér vitanlega afar illa fyrir liðið, en ekki bara innan vallar.

Körfubolti
Fréttamynd

Nelson verður áfram með Warriors

Hinn þrautreyndi þjálfari Don Nelson hefur nú loksins náð samkomulagi við Golden State Warriors um að stýra því að minnsta kosti eitt ár til viðbótar. Fjölmiðlar í Kaliforníu greindu frá því í dag að Nelson fái umtalsverða launahækkun á síðustu tveimur árunum af gamla samningnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Harris framlengir við Dallas

Leikstjórnandinn Devin Harris hjá Dallas Mavericks hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagð og fær í laun um 42 dollara á samningstímanum eða um 2,7 milljarða króna. Harris er 24 ára gamall og hefur með þessu verið ráðinn sem leikstjórnandi framtíðarinnar hjá Dallas. Hann skoraði rúm 10 stig að meðaltali í leik með Dallas á síðustu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Greg Oden úr leik hjá Portland

NBA lið Portland Trailblazers varð fyrir gríðarlegu áfalli í dag þegar í ljós kom að nýliði liðsins Greg Oden þarf að fara í stóran hnéuppskurð og spilar því líklega ekkert með liðinu í vetur. Oden var valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og bundu forráðamenn Portland miklar vonir við piltinn.

Körfubolti