LeBron James er örvhentur en valdi að nota hægri LeBron James hefur verið einn allra besti körfuboltamaður heims undanfarin sextán ár eða síðan að hann kom inn í NBA-deildina sumarið 2003. Það vita færri af því að hann er ekki að spila körfubolta með "réttri“ hendi. Körfubolti 20. ágúst 2019 22:30
Sleit krossband og spilar ekki með Lakers liðinu á tímabilinu Það hafa fáir körfuboltamenn í NBA-deildinni verið óheppnari síðustu ár en maður að nafni DeMarcus Cousins. Körfubolti 16. ágúst 2019 17:15
Heldur því fram að James Harden sé betri skorari en Jordan var Framkvæmdastjóri Houston Rockets er svo ánægður með stjörnuleikmann sinn James Harden að hann er farinn að tala um að hann sé betri en sjálfur Michael Jordan. Körfubolti 16. ágúst 2019 14:30
Troðslukonan fékk lengsta bannið fyrir slagsmálin Brittney Griner, miðherji Phoenix Mercury í WNBA deildinni í körfubolta, var dæmd í þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálunum í leik Phoenix Mercury og Dallas Wings um síðustu helgi. Körfubolti 14. ágúst 2019 17:00
Ferðast jafnmikið á NBA-tímabilinu eins og fara meira en tvisvar í kringum jörðina Leikjadagskrá NBA-deildarinnar í körfubolta var kynnt í gær og þar með kom það í ljós hvað liðin þurfa að ferðast mikið í leiki sína á tímabilið 2019-20. Körfubolti 13. ágúst 2019 23:00
NBA-stjarna með nýtt geggjað húðflúr af Barack Obama, Martin Luther King og mörgum fleirum á handleggnum Lonzo Ball er að skipta um starfsvettvang í NBA-deildinni í körfubolta og hann mætir til leiks í vetur með nýtt magnað húðflúr sem nær yfir allan vinstri handlegg hans. Körfubolti 13. ágúst 2019 22:30
Fyrrum liðsfélagi segir að Lebron verði aftur sá besti í heimi á næsta tímabili Richard Jefferson býst við miklu af LeBron James á komandi tímabili í NBA körfuboltanum en James missti af úrslitakeppninni á síðustu leiktíð í fyrsta sinn síðan árið 2005. Körfubolti 13. ágúst 2019 17:30
Gaf bláfátækri konu út á götu meira en milljón í seðlum NBA-stórstjarnan James Harden var afar rausnarlegur á dögunum þegar hann sjá fátæka konu með fjölskyldu sinni. Konan átti erfitt og var í vandræðum með að fæða fjölskyldu sína. Körfubolti 12. ágúst 2019 13:30
Konurnar slógust í WNBA-deildinni um helgina Harka er farin að færast í leikinn í kvennaboltanum í Bandaríkjunum. Sex leikmenn voru reknir út úr húsi í leik Phoenix Mercury og Dallas Wings í WNBA-deildinni í körfubolta um helgina. Körfubolti 12. ágúst 2019 12:00
Sagan á bak við fánann og Michael Jordan á verðlaunapalli ÓL í Barcelona 1992 Í gær voru liðin 27 ár síðan að Michael Jordan og félagar í bandaríska draumaliðinu urðu Ólympíumeistarar eftir 32 stiga sigur á Króatíu í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Barcelona. Körfubolti 9. ágúst 2019 23:30
Besta körfuboltalið allra tíma vann Ólympíugull á þessum degi fyrir 27 árum 8. ágúst 1992 stigu tólf stoltir bandarískir körfuboltamenn upp á verðlaunapall á Ólympíuleikunum í Barcelona. Þeir höfðu myndað fyrsta draumalið körfuboltans og höfðu boðið upp á tveggja vikna körfuboltasýningu á leikunum. Körfubolti 8. ágúst 2019 23:30
Eldri en faðir samherja síns Faðir skærustu stjörnu Atlanta Hawks var ekki fæddur þegar Vince Carter, samherji stráksins, kom í heiminn. Körfubolti 7. ágúst 2019 23:15
Popovich: Bandaríkin ekki að mæta með C-lið á HM Það var enginn ofurstjörnufans á fyrstu æfingu bandaríska landsliðsins í körfubolta sem hóf undirbúning sinn fyrir HM í Kína. Körfubolti 7. ágúst 2019 08:00
Þessir voru valdir í lið áratugarins í NBA-deildinni Áratugurinn 2010-2019 var gerður upp á dögunum hjá NBA-deildinni nú þegar styttist í það að 2019-20 tímabilið hefjist. Körfubolti 6. ágúst 2019 16:45
Carter tekur eitt ár í viðbót og skráir sig á spjöld sögunnar Vince Carter hefur framlengt samning sinn við NBA liðið Atlanta Hawks. Körfubolti 6. ágúst 2019 07:30
Lance Stephenson til Kína Frá Los Angeles Lakers til Liaoning Flying Leopards. Körfubolti 2. ágúst 2019 18:00
Puma bauð nítján ára strák 1,8 milljarða á ári fyrir skósamning Zion Williamson var valinn fyrstur í nýliðvali NBA-deildarinnar í sumar og hefur gengið frá nýliðasamningi við New Orleans Pelicans. Hann skrifaði líka undir fleiri fréttnæma samninga. Körfubolti 2. ágúst 2019 17:30
Tvíburar frá Nevada háskólanum semja við NBA-liðið hans Mihcael Jordan Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta ætlar að vera með tvíbura í sínu liði á komandi tímabili. Körfubolti 31. júlí 2019 23:15
Jeremy Lin segir að NBA-deildin hafi gefist upp á sér Körfuboltamaðurinn Jeremy Lin óttast að hann finni sér ekki nýtt félag í NBA-deildinni. Körfubolti 29. júlí 2019 22:30
Fyrsta konan til að troða oftar en einu sinni í Stjörnuleiknum Stjörnuleikur WNBA-deildarinnar í körfubolta fór fram um helgina og ólíkt Stjörnuleik karla þá er mikið um troðslur hjá konunum. Ein kona ákvað að breyta því í ár. Körfubolti 29. júlí 2019 14:00
Fer úr NBA-deildinni til Bayern München Annað tímabilið í röð þurfa Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín að glíma við lið með gamla NBA-stjörnu innanborðs. Körfubolti 26. júlí 2019 14:30
Fyrrum eiginkona NBA-leikmanns á leið í 30 ára fangelsi fyrir morðið á honum Aðeins ári eftir að þrettán ára NBA-ferli Lorenzen Wright lauk átti fyrrum eiginkona hans stóran þátt í að enda líf hans. Konan heitir Sherra Wright og viðurkenndi sekt sína í réttarsal í Memphis í gær. Körfubolti 26. júlí 2019 10:30
Eigandi Los Angeles Clippers er vægast sagt mjög spenntur fyrir tímabilinu Steve Ballmer er einn skemmtilegast eigandinn í NBA-deildinni í körfubolta og karlinn hefur líka fulla ástæðu þessa dagana til að vera hress og kátur. Körfubolti 25. júlí 2019 13:00
Michael Jordan trúir því að Zion muni „sjokkera“ heiminn Zion Williamson er ekki búinn að spila einn leik í NBA-deildinni en hann komst í gær í úrvalshóp þegar hann samdi við Jordan Brand hjá Nike. Körfubolti 24. júlí 2019 12:00
Kjaftaskurinn Magic Johnson reyndist örlagavaldur Lakers í eltingarleiknum við Kawhi Leonard Af hverju valdi Kawhi Leonard Clippers frekar en Lakers? Nú er komin fram ein af ástæðunum fyrir þeirri óvæntu ákvörðun. Körfubolti 24. júlí 2019 10:30
Tim Duncan verður aðstoðarþjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta Tim Duncan er mættur á ný í körfuboltann eftir nokkra ára fjarveru og hefur nú ráðið sig í tvö störf. Í báðum tilfellum mun hann aðstoða sinn gamla lærimeistara Gregg Popovich. Körfubolti 23. júlí 2019 16:00
Ekkert enskt félag meðal fimm verðmætustu íþróttafélaga heims Forbes hefur gefið út árlegan lista sinn yfir verðmætustu íþróttafélög heims og í efsta sæti situr ameríska fótboltablaðið Dallas Cowboys. Enski boltinn 23. júlí 2019 07:30
Los Angeles Lakers nældi í yngri bróðir Giannis Kostas Antetokounmpo er kominn til Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta en félagið ákvað að semja við hann eftir að leikmaðurinn missti samning sinn hjá Dallas Mavericks. Körfubolti 22. júlí 2019 19:45
Harden líka hættur við HM Stærstu stjörnur bandaríska landsliðsins verða ekki með á HM í Kína sem fram fer í september. Körfubolti 21. júlí 2019 14:30
Allt lítur út fyrir að Chris Paul spili með Oklahoma City Thunder í vetur Chris Paul kom til Oklahoma City Thunder í síðustu viku frá Houston Rockets í skiptum fyrir Russell Westbrook. Flestir héldu að Thunder myndi skipta honum áfram til annars liðs. Það hefur aftur á móti reynst þrautinni þyngri. Körfubolti 18. júlí 2019 14:30