Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. Innlent 2. september 2021 09:57
Óstöðvandi okurfélög Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda. Skoðun 2. september 2021 08:00
N1, Olís, Sky Lagoon og KFC vinsæl meðal handhafa ferðagjafarinnar Alls hafa 128.892 Íslendingar sótt svokallaða ferðagjöf en 85.079 hafa verið notaðar og 70.778 fullnýttar. Samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar nemur upphæð notaðra gjafa 411 milljónum króna. Viðskipti innlent 2. september 2021 07:01
Landsbankinn ríður á vaðið og hækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,20 prósentustig. Tæp vika er liðin frá stýrivaxtahækkun Seðlabankans og er Landsbankinn fyrstur stóru viðskiptabankanna til að tilkynna vaxtabreytingar í kjölfarið. Viðskipti innlent 31. ágúst 2021 17:42
Neytendur alls ekki réttlausir standi þeir frammi fyrir alltof háum reikningi frá verktaka Neytendasamtökin aðstoða á annað hundruð einstaklinga á ári hverju sem telja sig hlunnfarna af verktökum. Oftast varða málin ágreining um upphæðir en milljónir króna geta verið á milli þess sem verktakinn fer fram á og þess sem kaupandinn er tilbúinn að greiða. Neytendur 30. ágúst 2021 21:01
Kafaði ofan í hvað einkenni ferðir Íslendinga til Kanarí „Það er alveg skýrt að fyrir Íslendinga hefur Kanarí fyrst og fremst aðdráttarafl vegna sólarinnar og strandanna. Það er miklu minni áhugi á menningartengdri ferðaþjónustu og söfnin, heldur en ég hafði fyrirfram gert ráð fyrir.“ Viðskipti innlent 30. ágúst 2021 09:02
Matvælastofnun varar við neyslu á þremur vörum frá Lýsi Matvælastofnun varar við neyslu þriggja fæðubótarefna frá Lýsi sem innihalda ólöglega varnarefnið etýlen oxíð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni en Lýsi hefur innkallað allar framleiðslulotur af Sportþrennu, Lýsi Omega3 kalk/D-vítamín og Omega3 Calcium/Vitamin D. Viðskipti innlent 27. ágúst 2021 13:01
Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. Viðskipti innlent 25. ágúst 2021 18:26
Innkalla kjúkling vegna salmonellu Matvælastofnun varar nú við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi merktum Ali, Bónus eða FK frá Matfugli vegna gruns um salmonellu. Neytendur 23. ágúst 2021 14:02
Harmar að geta lítið gert til að sefa reiði öskuvondra útlendinga Aðstandendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hyggjast ekki endurgreiða þeim sem keypt höfðu miða í hlaupið, eftir að hlaupinu var endanlegt aflýst í dag. Innlent 19. ágúst 2021 17:50
Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. Neytendur 18. ágúst 2021 18:06
Skortur hrellir drykkjarvöruframleiðendur Alþjóðlegur skortur á áldósum hefur leitt til þess að erfiðara hefur reynst að nálgast ákveðnar drykkjarvörur í verslunum. Viðskipti innlent 17. ágúst 2021 14:53
Fjórum sinnum dýrara fyrir miðbæjarbúa að leggja bíl við heimili sitt Tæplega fjórum sinnum dýrara verður fyrir íbúa miðbæjarins að leggja bíl í grennd við heimili sín en áður, eftir að gjöld hækka fyrir íbúakort. Íbúar eru ekki á eitt sáttir við hækkunina. Innlent 13. ágúst 2021 23:19
Bann við einnota plasti er ekki loftslagsmál Bann við einnota plastvörum er ekki hugsað til að sporna gegn losun gróðurhúsalofttegunda heldur aðeins til að minnka þann plastúrgang sem endar í sjónum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að það sé sjálfstætt umhverfisvandamál að plast og plasteindir endi í dýrum og berist jafnvel úr þeim í menn þó lausnir við því geti vissulega haldist í hendur við það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Innlent 12. ágúst 2021 19:08
Viðskiptavinum brá í brún við óvænta rukkun í heimabanka Margir viðskiptavinir Orkunnar lentu í því nýlega að fá afturvirkan reikning frá Orkunni. Málið tengist vanda í samskiptum tölvukerfa Orkunnar og Salt pay. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur heildarupphæðin vegna málsins á hundruðum milljóna króna. Neytendur 12. ágúst 2021 15:59
Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. Neytendur 11. ágúst 2021 19:31
Ballið búið hjá Bónus á Korputorgi eftir áralangar deilur Bónusversluninni að Korputorgi var lokað í gær þar sem ekki tókst að endurnýja leigusamning. Verslunin bauð 30 prósent afslátt af öllum vörum til þess að auðvelda rýmingu. Viðskipti innlent 6. ágúst 2021 14:47
Havarti heitir nú Hávarður Mjólkursamsalan hefur ákveðið að breyta nafni ostanna Havarti og Havarti krydd í Hávarð og Hávarð krydd. Ástæðan er samningur Íslands og Evrópusambandsins um vernd á afurðaheitum. Neytendur 4. ágúst 2021 12:44
Hvort er hagkvæmara, hjólhýsi eða hótel? Á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands er að finna reiknivél sem reiknar út hvort sé hagkvæmara, kaup á hjólhýsi eða gisting á hóteli. Reiknivélin var sett upp í tilefni af því að metsala hefur verið á ferðavögnum síðustu tvö ár. Neytendur 4. ágúst 2021 10:36
Hafa aldrei selt jafn mikið áfengi á einum mánuði Met voru slegin í áfengissölu hjá Vínbúðinni, verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, í júlímánuði og vikunni fyrir verslunarmannahelgina. Innlent 4. ágúst 2021 06:42
Hækkun á fasteignamarkaði skýrist fyrst og fremst af litlu framboði Páll Pálsson fasteignasali segir lítið framboð nýbygginga og lóða vera aðalástæðu hækkandi fasteignaverðs. Á síðustu sex mánuðum hefur fasteignaverð hækkað um tíu prósent. Neytendur 1. ágúst 2021 18:43
Nokkrir MH- og MR-ingar vilja hætta við útskriftarferðir sínar en fá ekki endurgreitt Menntskælingar hafa leitað til Neytendasamtakanna með sín mál en ferðaskrifstofan sem um ræðir vill ekki endurgreiða og ber því við að farið verði. Innlent 27. júlí 2021 11:50
Hyggst sniðganga Play eftir erfiða reynslu sona sinna Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ragnar Bragason ber flugfélaginu Play ekki vel söguna og hyggst sniðganga félagið eftir að ungum sonum hans var meinað að fara um borð í vél þess til Kaupmannahafnar í dag. Að sögn Play var um mannleg mistök að ræða. Viðskipti innlent 25. júlí 2021 22:40
Innkalla forsteikt smælki með rósmarín Hollt og Gott ehf. og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa innkallað forsteikt smælki með rósmarín. Neytendur 23. júlí 2021 13:06
Neytendastofa sektar þrjú apótek Neytendastofa hefur sektað þrjú apótek vegna vankanta á verðmerkingum. Stofnunin skoðaði ástand þeirra í apótekum í Reykjanesbæ í mars og tók skoðunin til fimm apóteka á svæðinu. Var sérstaklega kannað hvort vörur væru verðmerktar, hvort verðmerking þeirra væri rétt og hvort verðmerkingar fyrir aftan afgreiðsluborð væru nægilega sýnilegar neytendum. Viðskipti innlent 21. júlí 2021 15:00
Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. Innlent 20. júlí 2021 10:12
Nýjar íslenskar kartöflur komnar í verslanir Nýjar íslenskar kartöflur eru nú komnar í verslanir, meðal annars frá bænum Auðsholti í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum. Innlent 16. júlí 2021 13:05
Ekki ástæða til að aðhafast vegna myndbands óskráðrar ferðaskrifstofu Ekki er talin ástæða til að aðhafast vegna utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi sem meint ferðaskrifstofa að nafninu Morii tours birti á Twitter, að mati sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Svo virðist sem að heimasíðu Morii tours hafi verið eytt eftir umfjöllun um myndbandið. Innlent 14. júlí 2021 15:18
Bílaleigubílar þrefaldast í verði: „Þetta er bara lögmálið um framboð og eftirspurn“ Dæmi eru um verð á bílaleigubílum hafi meira en þrefaldast frá því í desember en fjölmargir ferðamenn hafa gripið í tómt undanfarna daga. Mikil umframeftirspurn er eftir bílaleigubílum og er útlit fyrir að bílaleigur verði nærri uppseldar fram í ágúst. Viðskipti innlent 14. júlí 2021 06:00
Istanbul Market innkallar vörur Istanbul Market hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Grill/Mangal Baharati og Arjantin Mix. Neytendur 13. júlí 2021 14:10