Tvö hundruð þúsund smokkar í ólympíuþorpinu: „Ekki deila öðru en sigrinum“ „Ekki deila öðru en sigrinum, verðu þig fyrir kynsjúkdómum,“ stendur á umbúðum smokka sem keppendur í ólympíuþorpinu á Ólympíuleikunum í París geta nálgast sér að kostnaðarlausu. Alls hafa yfir tvö hundruð og tuttugu þúsund smokkar verið gerðir aðgengilegir fyrir íþróttafólk á Ólympíuleikunum í ólympíuþorpinu þetta árið. Sport 2. ágúst 2024 14:31
Króatískir lærisveinar Dags steinlágu fyrir Svíum Króatíska handboltalandsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar steinlá fyrir því sænska, 38-27, í leik liðanna á Ólympíuleikunum. Handbolti 2. ágúst 2024 13:45
Giannis forðaði Grikkjum frá heimsendingu Körfuboltalið Grikklands forðaðist það að vera sent heim af Ólympíuleikunum með 77-71 sigri gegn Ástralíu. Körfubolti 2. ágúst 2024 13:30
Hákon Þór í 22. sæti eftir fyrsta keppnisdag Hákon Þór Svavarsson situr í 22. sæti þegar þrjár umferðir af fimm hafa verið spilaðar í undanrásum leirdúfuskotfimi á Ólympíuleikunum. Síðustu tvær umferðirnar fara fram í fyrramálið. Sport 2. ágúst 2024 13:01
Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. Sport 2. ágúst 2024 11:46
Segir heimsmetið ómögulegt afrek og líkir við lyfjamisnotkun Austur-Þjóðverja Ástralski sundþjálfarinn og fyrrum Ólympíufarinn Brett Hawke sakar kínverska sundmanninn Pan Zhanle um lyfjamisnotkun eftir að hann stórbætti eigið heimsmet í hundrað metra skriðsundi og synti sekúndu hraðar en næsti maður í lauginni. Sport 2. ágúst 2024 11:31
Reynir við 72 ára gamalt afrek Emils Zátopek Stórstjarna langhlaupanna ætlar að reyna við sögulega þrennu á Ólympíuleikunum í París. Hér á ferðinni hollenska hlaupakonan Sifan Hassan sem er sigurstrangleg í öllum greinunum þremur. Sport 2. ágúst 2024 11:00
Fyrsti Ólympíumeistarinn í meira en hálfa öld sem ekki er táningur Sannfærandi sigur bandarísku fimleikakonunnar Simone Biles í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum í París er sögulegur á svo margan hátt. Sport 2. ágúst 2024 10:02
Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. Sport 2. ágúst 2024 07:00
Biles sýndi 546 demanta geitarhálsmen eftir að hafa unnið gullið Simone Biles frumsýndi sérstakt hálsmen eftir að hafa unnið sigur í fjölþraut í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í dag. Sport 1. ágúst 2024 23:15
Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. Sport 1. ágúst 2024 22:07
Norsku stelpurnar komnar í átta liða úrslit Noregur tryggði sér sæti í átta liða úrslitum í handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París með öruggum sigri á Slóveníu í kvöld, 22-29. Handbolti 1. ágúst 2024 20:53
Segir setningarathöfnina traðka á mannlegri reisn Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ræddi við Frans páfa í dag um atriði á setningarhátíð Ólympíuleikanna, sem hann kallar „siðlaust sviðsverk“. Í atriðinu sátu dragdrottningar við borð og virtist uppsetningin minna mikið á málverk Da Vinci af síðustu kvöldmáltíð Krists. Erlent 1. ágúst 2024 19:18
Biles vann enn eitt Ólympíugullið Bandaríska fimleikakonan Simone Biles vann í dag til gullverðlauna í fjölþraut á Ólympíuleikunum í París. Þetta er sjötta Ólympíugull Biles og önnur gullverðlaunin sem hún vinnur í París. Sport 1. ágúst 2024 19:12
Keppinautar virða Kínverjann ekki viðlits: „Mér leið eins og hann liti niður til okkar“ Kínverski sundmaðurinn Pan Zhanle stórbætti heimsmetið í hundrað metra skriðsundi. Hann segir skorta virðingu hjá keppinautum sínum, sem tala ekki við hann og virtust skvetta vatni á þjálfara hans. Sport 1. ágúst 2024 15:31
Fagnaði eins og Cristiano Ronaldo eftir óvænt gull á ÓL Ekvadorinn Brian Daniel Pintado varð í dag óvænt Ólympíumeistari í 20 kílómetra göngu á leikunum í París. Sport 1. ágúst 2024 15:00
Úlfúð á Ólympíuleikunum: „Hef aldrei verið slegin svona áður“ Þátttaka hinnar alsírsku Imane Khelif í kvennaflokki í hnefaleikum á yfirstandandi Ólympíuleikum í París hefur valdið fjaðrafoki. Khelif var meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti síðasta árs eftir að hafa ekki staðist kynjapróf. Sport 1. ágúst 2024 14:59
Stjarna Svía ekki með gegn Króötum Dags: Sjaldséð blátt spjald fór á loft Sænska handboltastjarnan Jim Gottfridsson tekur út leikbann gegn Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í króatíska landsliðinu þegar að liðin mætast í mikilvægum leik á Ólympíuleikunum í París. Gottfridsson fékk að líta sjaldséð blátt spjald í leik Svía gegn Slóvenum á dögunum og tekur því út leikbann í leik morgundagsins. Handbolti 1. ágúst 2024 13:31
Af dragdrottningum og grátkórum Árið 2000 var haldið upp á lok Ólympíuleikanna í Sidney með stórri hátíð á Ólympíuleikvanginum. Þar mátti meðal annars sjá furðuleg farartæki á hlaupabrautinni, en það voru raunar risavaxnir glitrandi hælaskór á hjólum. Skoðun 1. ágúst 2024 12:45
Á tuttugu bestu tíma sögunnar Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann í gær yfirburðasigur í 1500 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París og bætti einum tímanum í viðbót í hóp þeirra bestu í sögunni. Sport 1. ágúst 2024 12:30
Keppendur Ísrael fengu hótanir um endurtekningu á 1972 Fyrrverandi yfirmaður öryggismála Ólympíusveitar Ísrael hjá öryggisstofnuninni Shin Bet, segir að auka ætti öryggi keppenda landsins á Ólympíuleikunum í París í kjölfar árásar Hezbollah á þorp í Gólan-hæðum um helgina og aukinnar spennu á svæðinu. Erlent 1. ágúst 2024 12:22
Sú efsta á heimslistanum úr leik Hin pólska Iga Świątek tapaði í undanúrslitum í einliðaleik í tennis á Ólympíuleikunum í París. Hin kínverska Zheng Qinwen hafði betur gegn henni á Roland Garros-vellinum. Sport 1. ágúst 2024 12:20
Niðurbrotin Marta gekk grátandi af velli Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Marta gekk grátandi af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik Brasilíu gegn Spáni á Ólympíuleikunum í París í gær. Leikurinn gæti hafa verið sá síðasti á glæstum landsliðsferli Mörtu og var sá tvöhundruðasti í röðinni hjá leikmanninum með brasilíska landsliðinu. Fótbolti 1. ágúst 2024 11:31
„Þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp“ Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Hún kláraði keppnina þrátt fyrir meiðsli, er stolt af sínum afrekum þrátt fyrir að hafa viljað ná betri niðurstöðu og vonast til að geta byggt á því fyrir framtíðina. Sport 1. ágúst 2024 10:02
Gleymdu að skrá eina stærstu stjörnu sína til keppni Favour Ofili er ein stærsta stjarna Nígeríumanna í frjálsum íþróttum en ekkert verður af því að hún taki þátt í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París. Sport 1. ágúst 2024 09:02
Franskar kartöflur og avókadó á bannlista í Ólympíuþorpinu Íþróttafólkið borðar í risastórum matsal í Ólympíuþorpinu í París og eftir brösuga byrjun virðist nú vera nóg af próteini fyrir alla eftir smá skort fyrstu dagana. Það er aftur á móti ekki von á ákveðnum afurðum á borð íþróttafólksins. Sport 1. ágúst 2024 08:30
Ældi tíu sinnum í þriþrautarkeppninni Keppni í þríþraut á Ólympíuleikunum í París verður alltaf minnst fyrir ruglið í kringum sýkla- og bakeríumælingar í ánni Signu. Sumir lentu verr í því en aðrir í keppninni sjálfri. Sport 1. ágúst 2024 07:30
Hlustaðu á Snoop Dogg lýsa rúbbí á Ólympíuleikunum Bandaríska tónlistarmanninum Snoop Dogg er ýmislegt meira til lista lagt en að rappa. Hann er matreiðslumaður, leikari og íþróttafréttamaður. Sport 31. júlí 2024 23:30
Kanada komst áfram þrátt fyrir að missa sex stig vegna njósnaskandalsins Riðlakeppni fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum lauk í dag. Þrátt fyrir að hafa misst sex stig vegna njósnaskandalsins komst Kanada áfram í átta liða úrslit. Fótbolti 31. júlí 2024 21:18
Fabregas bjargaði Frökkum frá því að vera stigalausir Frakkar eru enn án sigurs í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París. Heimamenn gerðu jafntefli við Egypta í dag, 26-26. Handbolti 31. júlí 2024 20:45