Vésteinn reiður vegna Signufarsans á ÓL: „Aldrei upplifað neitt verra á ferlinum“ Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri íslenska hópsins á Ólympíuleikunum í París, á ekki orð yfir framkomu skipuleggjenda leikanna við þríþrautarfólk. Sport 31. júlí 2024 18:05
Lærifaðir og liðsfélagi fordæmir svipubeitingu Dujardin Carl Hester, stjórnarmaður í alþjóðasambandi tamningamanna, lærifaðir Charlotte Dujardin og liðsfélagi hennar á síðustu þremur Ólympíuleikum hefur fordæmt þjálfunaraðferðir sem hún beitti. Sport 31. júlí 2024 14:01
Unnu sér inn meira en hundrað milljónir með því að vinna Ólympíugull Skylmingafólkið Vivian Kong og Cheung Ka Long hafa bæði skilað þjóð sinni gullverðlaunum á Ólympíuleikunum í París. Sport 31. júlí 2024 12:31
Flottasta mynd Ólympíuleikanna var alls ekki fölsuð Franski ljósmyndarinn Jerome Brouillet náði mögulega flottustu mynd Ólympíuleikanna til þessa þegar hann myndaði brimbrettakappa keppa á Tahíti. Sport 31. júlí 2024 12:00
Grét með gullið eftir að hafa endað 36 ára bið Daniel Wiffen varð í gærkvöldi fyrsti íþróttamaðurinn frá Norður-Írlandi til að vinna Ólympíugull í heil 36 ár. Sport 31. júlí 2024 11:01
Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. Handbolti 31. júlí 2024 10:34
Mætti eins og „Clark Kent“ og tryggði liði sínu verðlaun Bandaríska karlalandsliðið í fimleikum vann sín fyrstu Ólympíuverðlaun í liðakeppni í sextán ár þegar þeir bandarísku fengu bronsverðlaun í liðakeppni á ÓL í París. Sport 31. júlí 2024 09:01
Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Sport 31. júlí 2024 08:16
Náði sér í „litla skammta“ af E. Coli til að undirbúa sig fyrir þríþrautina Bandaríski þríþrautarkappinn Seth Rider er einn þeirra sem hefur þurft að bíða í óvissu um hvort og hvernig þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París fer fram. Sport 31. júlí 2024 08:01
Grjóthörð brasilísk fimleikakona vekur athygli: Datt, fékk skurð og glóðarauga en vann brons Brasilíska fimleikakonan Flávia Saraiva er greinilega algjör nagli, allavega ef marka má frammistöðu hennar í liðakeppninni á Ólympíuleikunum í París í gær. Sport 31. júlí 2024 07:00
Guðlaug Edda syndir í Signu eftir að þríþrautin fékk grænt ljós Guðlaug Edda Hannesdóttir verður í dag fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Sport 31. júlí 2024 05:47
Grét eftir rifrildi við dómara: „Finnst alltaf eins og það sé verið að svindla á mér“ Tennisstjarnan Coco Gauff grét eftir að hafa rifist við dómara í viðureign hennar og Donnu Vekic á Ólympíuleikunum í París í dag. Sport 30. júlí 2024 23:31
Anton Sveinn hélt tilfinningaþrungna ræðu eftir lokasundið á ÓL: „Guðirnir öfunda okkur“ Anton Sveinn McKee hélt tilfinningaþrungna ræðu eftir að hafa synt í undanúrslitum í tvö hundruð metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París. Sport 30. júlí 2024 21:09
Anton endaði í fimmtánda sæti í heildina Anton Sveinn McKee komst ekki í úrslit í tvö hundruð metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París. Sport 30. júlí 2024 20:18
Biles vann fimmta Ólympíugullið sitt Simone Biles vann sín fimmtu gullverðlaun á Ólympíuleikum þegar Bandaríkin urðu hlutskörpust í liðakeppninni í fimleikum í dag. Sport 30. júlí 2024 19:15
Wembanyama mætti 57 sentímetra minni manni Óhætt er að segja að andstæður hafi mæst þegar Frakkland og Japan áttust við í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í París í dag. Körfubolti 30. júlí 2024 18:01
Argentína tryggði efsta sætið í uppbótartíma Mark í uppbótartíma tryggði Argentínu efsta sætið í B-riðli fótboltakeppninnar á Ólympíuleikunum. Fyrr í dag vann Egyptaland gegn Spáni og tryggði efsta sæti C-riðils Fótbolti 30. júlí 2024 17:03
Hringdi strax í ömmu sína og sýndi henni Ólympíugullið Hvað gerir þú þegar þú vinnur gullverðlaun á Ólympíuleikum? Hin ástralska Jessica Fox vissi nákvæmlega hvað hún vildi gera. Sport 30. júlí 2024 15:00
Misstu af syninum vinna Ólympíuverðlaun af því að þau keyptu ranga miða Sænski skotíþróttamaðurinn Victor Lindgren vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í París í gær en hrakfarir foreldra hans vöktu líka athygli. Sport 30. júlí 2024 12:32
Anton Sveinn komst áfram í undanúrslit Anton Sveinn McKee komst áfram í undanúrslit í tvö hundruð metra bringusundi. Hann synti á 2:10,36 sem var níundi besti tíminn í undanrásunum. Sport 30. júlí 2024 11:27
Snæfríður Sól hafnaði í nítjanda sæti Snæfríður Sól Jórunnardóttir endaði í sjötta sæti í sínum riðli og nítjanda sæti meðal allra keppenda í hundrað metra skriðsundi. Sport 30. júlí 2024 11:05
Þórir með stelpurnar sínar á sigurbraut í París Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska handboltalandsliðinu unnu sex marka sigur á Suður Kóreu, 26-20, í dag í þriðja leik sínum á Ólympíuleikunum í París. Handbolti 30. júlí 2024 10:24
Grunar vinstriöfgamenn um græsku Innanríkisráðherra Frakklands segir að grunur beinist að herskáum hópum vinstriöfgamanna vegna skemmdarverka sem voru unnin á hraðlestakerfi fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París. Frekari skemmdarverk voru unnin í gær. Erlent 30. júlí 2024 10:16
Fagnaði sigri á Ólympíuleikunum komin sjö mánuði á leið Egypska skylmingakonan Nada Hafez komst í gær sæti í sextán manna úrslit í skylmingakeppni Ólympíuleikanna í París. Kannski ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að hún er kona ekki einsömul. Sport 30. júlí 2024 09:00
Íslenska íþróttafólkið fékk gefins síma og smokka Það kostar blóð, svita og tár að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum og það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að komast þangað. Það er þó ekki bara heiðurinn sem fylgir því að keppa á stærsta íþróttamóti heims. Það eru ýmis fríðindi sem fylgja því líka. Sport 30. júlí 2024 08:00
Anton Sveinn vitnaði í Egil Skalla-Grímsson: „Höggva mann ok annan“ Anton Sveinn McKee keppir í dag í sinni bestu grein á Ólympíuleikunum í París og íslenski sundgarpurinn var háfleygur og í víkingaham kvöldið fyrir keppni. Sport 30. júlí 2024 07:40
Þórir fékk gleðifréttir í gær Þórir Hergeirsson er búinn að endurheimta bestu handboltakonu heims því Henny Reistad er nú leikfær á ný. Handbolti 30. júlí 2024 07:21
Áfrýja stigafrádrættinum en ekki leikbanni þjálfarans fyrrverandi Knattspyrnusamband Kanada hefur áfrýjað stigafrádrætti kvennalandsliðs þjóðarinnar en ekki leikbanni þjálfara þess. Fótbolti 30. júlí 2024 07:01
Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. Sport 30. júlí 2024 06:30
Greindist með kórónuveiruna degi eftir að vinna til silfurverðlauna Hinn breski Adam Peaty vann til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í gær, sunnudag. Í dag, mánudag, greindist hann svo með Covid-19. Sport 29. júlí 2024 20:31