Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Að brenna bláa akurinn

Í dag og alla þessa viku eru starfsmenn Arnarlax að hella skordýraeitri í sjókvíar fyrirtækisins í Tálknafirði fyrir vestan sökum þess hversu illa haldnir eldislaxarnir í sjókvíunum eru af völdum gríðarlegs lúsasmits. Þessar eitranir hófust í síðustu viku.

Skoðun
Fréttamynd

Burt með sjálf­töku og spillingu

Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum.

Skoðun
Fréttamynd

Göt­óttar kvíar og enn lekara reglu­verk

Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. 

Skoðun
Fréttamynd

Veiði­réttar­eig­endur borgi ekki einu sinni virðis­auka­skatt

Stofnandi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax sér tækifæri til að bæta framkvæmdina sem er á sjókvíeldi í dag en mikill styr hefur undanfarið staðið um greinina. Framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga líkir mistökum Artic Fish við slysið í Tsjernobyl og segir að íslenska laxastofninum verði útrýmt í boði stjórnvalda verði ekkert gert.

Innlent
Fréttamynd

Kálfurinn dreginn úr móður­kviði nánast full­vaxta

Kálfur sem dreginn var úr kelfdri langreyði sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í gær var nálægt því að vera fullvaxta. Líffræðingur segir nánast enga leið að sjá hvort dýrin séu kelfd en segir myndir af hvalverkuninni sláandi. Matvælastofnun telur engar reglur hafa verið brotnar.

Innlent
Fréttamynd

„Það er bara í­trekað eitt­hvað að klikka hjá þeim“

Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. 

Innlent
Fréttamynd

Heimta gögnin til baka og að vinnu verði eytt

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið G. Run í Grundarfirði hefur farið fram á það við Samkeppniseftirlitið að stofnunin skili öllum þeim gögnum sem fyrirtækið afhenti í tengslum við úttekt á stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi.

Innlent
Fréttamynd

Jón segir upp­lýsinga­ó­reiðu að finna í frum­varpi Andrésar Inga

Mikill hiti var í þingsal nú fyrir stundu þegar Andrés Ingi Jónsson Pírötum flutti frumvarp þar sem mælt er fyrir um bann við hvalveiðum. Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki sagði frumvarpið tóma tjöru en það ætti ekki að þurfa að koma á óvart þegar litið er til þess hver var flutningsmaður.

Innlent
Fréttamynd

Sjóðurinn IS Haf fjárfestir í Thor Land­eldi og eignast yfir helmingshlut

Fjárfestingarsjóður sem einblínir á haftengda starfsemi hefur gengið frá samningum um fjárfestingu í Thor Landeldi sem mun tryggja honum yfir helmingshlut í eldisfyrirtækinu sem áformar uppbyggingu á tuttugu þúsund tonna laxeldi í Þorlákshöfn. Ásamt sjóðnum IS Haf munu reynslumiklir norskir fjárfestar úr laxeldi koma að fjárfestingunni.

Innherji
Fréttamynd

Vinna að því að uppfylla kröfur MAST

Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan.

Innlent
Fréttamynd

Boða skyttur Hvals á skotæfingu á sjó

Matvælastofnun hefur tjáð Hval hf. að hvalveiðiskipið Hvalur 8 megi fara aftur á veiðar að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra eru þau að skotæfing fari fram á sjó til að sýna fram á hæfni skyttu.

Innlent
Fréttamynd

Enginn sport­veiði­maður og full­viss um stuðning Ís­lendinga

Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða.

Innlent
Fréttamynd

„Þau skilja ekki upp eða niður í þessu“

Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf. vill meina að engin innan Matvælastofnunar viti neitt um sjósókn. Hann segir ákvörðun stofnunarinnar um að stöðva veiðar í Hval 8 byggja á villandi myndbandi.

Innlent
Fréttamynd

Dag­sektir á hendur Brimi ó­lög­mætar

Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verndun villtra laxastofna

Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða.

Skoðun
Fréttamynd

Er­lendir blaða­menn mitt í sjó­kvía­eldis­ham­förum á Ís­landi

Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Kvóti frá Reykja­nes­bæ til Ólafs­víkur

Út­gerðar­fé­lagið Steinunn ehf. hefur lagt grunn að auknum um­svifum sínum í Ólafs­vík með kaupum á fisk­veiði­heimildum sem nema ríf­lega hundrað þorsk­í­gildis­tonnum af Salt­veri ehf. í Reykja­nes­bæ fyrir um 300 milljónir króna.

Viðskipti innlent