Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Fram­sókn styður raf­í­þróttir

Fyrir ekki svo löngu ritaði ég grein um reynslu mína og sonar míns, sem greindur er með ódæmigerða einhverfu, af rafíþróttum og hvernig þær hafa haft jákvæð áhrif á líf hans. Í dag er sonur minn enn virkur iðkandi í skipulögðu rafíþróttastarfi í Ármanni.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin fallin – eða hvað?

Í íslenskum stjórnmálum hefur frasinn „að ganga óbundinn“ til kosninga verið vinsæll. Kjósendur hafa þannig greitt tilteknum flokkum atkvæði án þess að vita fyrirfram hvaða stjórnarsamstarf viðkomandi flokkur myndi helst kjósa.

Skoðun
Fréttamynd

Þau elska ykkur bara rétt fyrir kosningar

Nú er ljóst að hrun heimilanna 2.0 er yfirvofandi. Það er ekkert eftir að lofa, því þegar sagan er skoðuð sést greinilega að „þeim“ verður nákvæmlega sama um þig strax eftir kosningar.

Skoðun
Fréttamynd

Leiðinlegu loforðin

Nú er runninn upp sá tími þar sem öll vandamál heimsins verða leyst á nokkrum vikum. Kosningaloforðin eru vægast sagt stór og girnileg þetta sinnið og skiljanlegt að margir líti hýru auga til þeirra. Sérstaklega þegar loforð okkar sjálfstæðismanna má sjóða niður í spennandi frasa á borð við „meira af því sama”.

Skoðun
Fréttamynd

Um­hverfis­mál eru STÓRA málið

Það að sporna við loftslagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar auðvitað á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftslagsbreytingum því við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða.

Skoðun
Fréttamynd

Stöðug­leiki fyrir heimilin

Það kæmi mér ekki á óvart að stöðugleiki sé það orð sem mest er notað í þessari kosningabaráttu. En það eru ekki allir að tala um það sama þótt þeir noti sama orðið.

Skoðun
Fréttamynd

Heil­brigðis­kerfi í þágu þjóðar

Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum.

Skoðun
Fréttamynd

Spilling og kjaft­æði er ekki náttúru­lög­mál

Ég man eftir ládeyðunni sem sveif yfir vötnum eins og reykur eftir kerti sem búið er að blása út í kosningapartíi í heimahúsi í Osló árið 2013 þegar ljóst var að blái vængurinn, íhaldið, væri að taka þetta. Heimili mitt, samfélagið mitt til margra ára var að breytast.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki van­meta vel­ferðina

Ég hef oft furðað mig á því hvernig hin pólitíska orðræða virðist oft verða. Það þykir voða fínt að vita allt um hagvöxt, verga landsframleiðslu og vísitölu neysluverðs. En þegar það kemur að fólki, manneskjum og líðan þá hefur mér fundist tónninn dofna.

Skoðun
Fréttamynd

Þú þarft víst barna­bætur!

Þegar ég var að borða sand á rólóvöllum 9. áratugs seinustu aldar var ég eitt af heppnu börnunum sem fengu að fara á leikskóla. Mamma starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum í Fossvogi sem rak þar yndislega leikskóla í því skyni að starfsfólk spítalans gæti unnið eðlilegan vinnudag.

Skoðun
Fréttamynd

Það er kosið um jafnréttismál

Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Það höfum við gert í rúman áratug. Af þessu getum við verið stolt. Þessi staða getur verið okkur hvatning um um að halda áfram sem og að berjast gegn bakslagi. Þessi staða getur líka leitt til að einhverjir trúi því að við séum komin í höfn.

Skoðun
Fréttamynd

Hugrekki til að vera græn!

Ef þjóðin heldur rétt á spilunum eru mikil tækifæri á Íslandi falin í öflun á grænni orku, umhverfisvænum samgöngum og grænu atvinnulífi. Traustir innviðir um land allt eru lykillinn að slíkri umbreytingu og þeim árangri í loftlagsmálum sem við viljum ná.

Skoðun
Fréttamynd

Sál­fræðinga í alla fram­halds­skóla landsins!

Flokkur fólksins telur mikilvægt að sálfræðingar verði í öllum framhaldsskólum landsins. Sálfræðingar eru í einhverjum framhaldsskólum en Flokkur fólksins vill, komist hann til áhrifa á Alþingi, berjast fyrir að fá sálfræðinga í alla framhaldsskóla landsins.

Skoðun
Fréttamynd

25 milljarðar eru ekki mjólkur­laus speni

Og það eru margir sem sjúga fast. Grein um 25 milljarða árlegan kostnað við rekstur lífefyrissjóða. Halldór Benjamín framkvæmdastjóri SA fer mikinn í grein sem hann kallar, hljóð og mynd fara saman. Þar opinberar Halldór yfirlætið og hrokan sem sjóðfélagar lífeyrissjóða mega þola og hafa mátt þola frá varðhundum kerfisins áratugum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Gefum sjávar­byggðunum næringu í æð!

Það er kunnara en frá þurfi að segja að kvótakerfið leiðir til samþjöppunar aflaheimilda og þar með atvinnuleysis og fátæktar í þeim byggðarlögum sem missa aflaheimildir. Íbúar þorpanna, sem ávallt gátu treyst á náttúruauðlindina, eiga nú búsetu sína og barna sinna undir dyntum eins eða tveggja kvótagreifa.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenskur iðnaður verði sá grænasti í heimi

Iðnaður sem losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda á ekkert erindi á 21. öldinni. Hann verður að hætta að losa eða hætta í rekstri. Raunveruleikinn er ekki flóknari en þetta. Útfærslan getur hins vegar verið ýmis konar, hröð eða hæg, almenn eða sértæk.

Skoðun
Fréttamynd

Hetjur

Nú eru 20 ár frá því að Todd Beamer lést ásamt fjölda annarra eftir að hafa unnið hetjudáð sem segir mikla sögu um einstaklingana sem áttu í hlut og þau gildi sem þeir ólustu upp við.

Skoðun
Fréttamynd

Land tækifæranna?

Smálánatakandi, ofurþreytta, lágtekjufólkið býr ekki í landi tækifæranna sem birtast okkur í bláum brosandi skilaboðum stjórnmálafólks á strætóskýlum. 

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðgarður í landi tækifæranna

Hálendið er okkur öllum kært af svo mörgum ástæðum. Íslenskri þjóð hefur borið gæfa til að nýta og njóta hálendisins sem á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Lífskjör og velsæld!

Mikilvægara er nú en nokkru sinni að hlusta á áherslur verkalýðshreyfingarinnar. Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu að eiga gott samráð við aðila vinnumarkaðarins allt þetta kjörtímabil og Lífskjarasamningarnir voru gerðir með öflugri aðkomu stjórnvalda sem skilað hefur mörgum þjóðþrifamálum í höfn.

Skoðun
Fréttamynd

Ný tæki­færi í þjónustu eldra fólks

Samsetning mannfjöldans á Íslandi er að þróast á þann veg að hlutfall eldra fólks hækkar frá því sem áður var. Brýnt er þess vegna að við horfum til mögulegra nýrra tækifæra og breytinga í málefnum eldra fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Regnboginn á heima í miðborginni

Forhönnun Laugarvegar og Skólavörðustígs hefur nú verið kynnt, meðal annars í borgarstjórn í dag. Þarna eru margar skemmtilegar hugmyndir sem munu án ef gera miðborgina okkar fallegri og bæði auðveldari og skemmtilegri til að ferðast um.

Skoðun
Fréttamynd

Göngu­götur Regn­bogans

Reykjavík er hinsegin borg. Hún hefur stutt ríkulega við bakið á hinsegin fólki með margvíslegum hætti og hefur gengið fram með góðu fordæmi og það á undan ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Hún hefur stutt Samtökin ´78, Hinsegin daga, Gleðigönguna og mörg önnur áríðandi mannréttindamál.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­stjórn hins lægsta pólitíska sam­nefnara?

Ýmsir hafa lofað formann Vinstri grænna fyrir að leiða stjórnarsamstarf VG við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn af pólitískri lipurð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að Katrín Jakobsdóttir er flink og klár stjórnamálakona en hún stendur þó frammi fyrir því að 80% stuðningsmanna VG vilja ekki áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.

Skoðun
Fréttamynd

Að skipta kökunni eða stækka?

Það er furðulegt til þess að hugsa að nú þegar Ísland hefur risið hratt og vel upp úr fjármálakreppunni og tekist með sóma á við heimsfaraldur Kórónuveirunnar þá virðist pólitísk umræða margra stjórnmálaflokka snúast nær eingöngu um hvernig skipta eigi kökunni.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin vigti matarleifar sínar

Þátttaka í að minnka matarsóun er skemmtilegt verkefni fyrir börn. Skólar sem eru skilgreindir grænir skólar eru með ýmis verkefni fyrir börn til að vekja þau til vitundar um mikilvægi þess að sporna gegn matarsóun í nærumhverfinu og setja sér skýr markmið í umhverfismálum.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíal­istar vilja byltingu, Fram­sókn vill fram­farir

Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins, svarar grein minni um samvinnuna í ítarlegu og löngu máli eins og hans er von og vísa. Gunnar Smári er góður penni og beittur og endurskrifar sögu Framsóknar eins og hún sé á tiltölulega beinni leið til helvítis.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað gekk ráðherra til?

Sjúkraþjálfarar eru komnir aftur í náðina hjá heilbrigðisráðherra. Svona að mestu. Líklega væri þó réttara að segja að ráðherrann væri hættur að gera upp á milli skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Það eru góðar fréttir og ekki alveg óviðbúnar, enda eru að koma kosningar. Eftir stendur hins vegar stóra spurningin sem ekki hefur fengist svar við; hvað gekk ráðherra til?

Skoðun