Íslandsmeistararnir hófu tímabilið á öruggum sigri Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan 17 stiga sigur er liðið heimsótti Breiðablik í fyrstu umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 58-75. Körfubolti 26. september 2023 22:13
„Þær sem að þurftu að stíga upp þær stigu upp“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Subway-deild kvenna, var sáttur með tvö stig á heimavelli í fyrsta keppnisleik Grindavíkur í meistaraflokki í nýjum og glæsilegum sal. Körfubolti 26. september 2023 21:43
Þórsarar höfðu betur í nýliðaslagnum Þór Akureyri vann góðan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í nýliðaslag 1. umferðar Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 67-58. Körfubolti 26. september 2023 20:08
Spá Vísis í Subway kvenna (1.til 5.): Mörg lið með augu á Íslandsmeistaratitlinum Subway deild kvenna í körfubolta hefst í völd en hún tekur miklum breytingum á milli tímabila. Fleiri lið eru nú í deildinni, deildinni verður tvískipt um mitt tímabil og nú verða tvöfalt fleiri lið í úrslitakeppninni sem þýðir að deildin verður allt öðruvísi en í fyrra. Körfubolti 26. september 2023 12:01
Spá Vísis í Subway kvenna (6.-10.): Leynist spútniklið deildarinnar hér? Subway deild kvenna í körfubolta hefst annað kvöld en hún tekur miklum breytingum á milli tímabila. Fleiri lið eru nú í deildinni, tvískipting mun eiga sér stað um mitt tímabil og tvöfalt fleiri lið komast í úrslitakeppnina sem þýðir að deildin verður allt öðruvísi en í fyrra. Körfubolti 25. september 2023 12:00
Dómarar búnir að semja en eiga eftir að kjósa Allt útlit er fyrir að keppni í Subway-deildum karla og kvenna hefjist á réttum tíma eftir að samningar náðust á milli dómara og KKÍ í vikunni. Dómarar eiga þó eftir að greiða atkvæði um samninginn og samþykkja hann formlega. Körfubolti 24. september 2023 11:01
Stjarnan fær reynslumikinn leikmann fyrir baráttu vetrarins Miðherjinn Denia Davis-Stewart hefur samið við Stjörnuna og mun spila með liðinu í Subway-deild kvenna í körfubolta í vetur. Körfubolti 21. september 2023 15:30
Keflvíkingum spáð sigri í Subway deild kvenna Keflavík er spáð sigri í Subway deild kvenna í körfubolta í árlegri spá forráðamanna liðanna í deildinni. Körfubolti 21. september 2023 12:25
Ánægður með sigurkörfuna: „Hjalti má hafa sína skoðun“ Haukar unnu Val í hörkuskemmtilegum leik þar sem titilinn meistari meistaranna var undir. Bikarmeistararnir í Haukum voru lengstum með yfirhöndina en voru einu stigi undir þegar tvær sekúndur voru eftir. Keira Robinson reyndist hetja gestanna í Origo höllinni með því að skora flautukörfu og tryggja Haukum sigurinn. Körfubolti 20. september 2023 22:46
Umfjöllun og viðtal: Valur - Haukar 77-78 | Haukakonur meistarar meistaranna eftir flautukörfu Haukakonur urðu í kvöld meistarar meistaranna í körfubolta þegar þær lögðu Íslandsmeistara Vals í Origo höllinni. Sigurkarfan kom í þann mund sem lokaflautið gall, flautukarfa frá Keiru Robinson sem tryggði gestunum úr Hafnarfirði sigurinn. Körfubolti 20. september 2023 21:05
Nýliðar Snæfells sækja liðsstyrk til Svíþjóðar Hin sænska Mammusu Secka mun leika með Snæfelli í Subway deild kvenna í körfubolta á komandi leiktíð. Snæfell er nýliði í deildinni. Körfubolti 19. september 2023 16:46
Vegleg umfjöllun um Subway deild kvenna í vetur: Hallveig nýr sérfræðingur Að vanda verður Stöð 2 Sport með veglega umfjöllun um Subway deild kvenna í vetur. Íslandsmeistari kemur inn í sérfræðingateymið. Körfubolti 19. september 2023 12:00
Nýr leikmaður Njarðvíkur var dæmd fyrir heimilisofbeldi Nýr leikmaður Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta er með dóm á bakinu fyrir heimilisofbeldi. Körfubolti 13. september 2023 12:18
Körfuboltadómarar hafna einhliða gjaldskrá KKÍ og ætla ekki að dæma Körfuboltadómarar á Íslandi munu ekki dæma í fullorðinsbolta hér á landi fyrr en Körfuknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, verður viðurkenndur mótsemjandi af Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ. Körfubolti 1. september 2023 21:56
Bikarmeistarar Hauka safna liði Bikararmeistarar Hauka hafa síðustu daga verið að bæta í leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í Subway-deild kvenna en þær Rósa Björk Pétursdóttir og Rebekka Rut Hjálmarsdóttir eru báðar á leið í Hafnarfjörðinn. Körfubolti 26. ágúst 2023 12:46
Nýjasti Þórsarinn hittir liðsfélagana fyrst í æfingaferð í Portúgal Nýliðar Þórsara í Subway deild kvenna í körfubolta hafa samið við 23 ára bakvörð frá Síle fyrir komandi átök í vetur. Körfubolti 17. ágúst 2023 16:16
Konstantinova frá deildarmeisturunum til Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar Vals hafa samið við búlgörsku landsliðskonuna Karinu Konstantinovu um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway-deild kvenna í körfubolta. Konstantinova kemur til liðsins frá deildarmeisturum Keflavíkur. Körfubolti 15. ágúst 2023 14:31
Tvíburasystur sameinaðar á ný með Njarðvík Njarðvík hefur borist liðsstyrkur fyrir átökin í Subway deildinni í körfubolta á komandi leiktíð. Körfubolti 5. ágúst 2023 08:00
Ragnheiður Björk snýr aftur í Breiðablik Breiðablik safnar liði fyrir átökin í Subway deildinni næsta vetur. Körfubolti 4. ágúst 2023 22:00
Ítalskur bakvörður í Keflavík Keflavík hefur fegnið til sín ítalskan bakvörð. Elisu Pinzan sem er 24 ára hefur samið við Keflavík og mun spila með liðinu á komandi leiktíð. Sport 2. ágúst 2023 22:00
Njarðvík bætir við sig danskri landsliðskonu sem þekkir Ísland vel Danska körfuboltakonan Emilie Sofie Hesseldal hefur ákveðið að snúa aftur til Íslands en hún hefur náð samkomulagi um að spila með Njarðvík á komandi tímabili í Subway deild kvenna. Körfubolti 2. ágúst 2023 14:45
Íslandsmeistarar Vals semja við tvo erlenda leikmenn Íslandsmeistarar Vals hafa samið við tvo erlenda leikmenn um að leika með liðinu í Subway-deild kvenna á komandi tímabili. Körfubolti 1. ágúst 2023 18:32
Bætir þremur erlendum konum við Njarðvíkurliðið og lofar skemmtun Njarðvíkurliðið mætir gerbreytt til leiks í Subway deild kvenna í körfubolta næsta vetur og allir erlendu leikmenn liðsins hafa yfirgefið liðið. Körfubolti 21. júlí 2023 13:31
Nýliðarnir fá meistarana í heimsókn í fyrsta leiknum í efstu deild Álftanes mætir Íslandsmeisturum Tindastóls í fyrsta leik sínum í efstu deild. Búið er að gefa út leikjadagskrá fyrir Subway-deildirnar í körfubolta. Körfubolti 18. júlí 2023 16:01
Þjálfari Keflavíkur náði í dóttur sína úr Njarðvíkurliðinu Lovísa Bylgja Sverrisdóttir hefur skipt á milli Reykjanesbæjarliðanna en hún fer úr Njarðvík yfir í Keflavík fyrir komandi tímabil í kvennakörfunni. Körfubolti 17. júlí 2023 20:30
Þóra Kristín heim í Hauka Leikstjórnandi íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta hefur ákveðið að snúa aftur heim til Íslands og spila með sínu uppeldisfélagið. Körfubolti 5. júlí 2023 12:43
Ein efnilegasta körfuboltakona landsins varð fyrir mikli áfalli Nýliðar Stjörnunnar í Subway deildinni og íslenska tuttugu ára landsliðið urðu fyrir miklu áfalli á dögunum. Körfubolti 3. júlí 2023 10:31
Ævintýri Isabellu halda áfram á erlendri grundu Íslenska körfuknattleikskonan Isabella Ósk Sigurðardóttir spilar ekki áfram í Subway deild kvenna næsta vetur því hún hefur samið við lið í Króatíu. Körfubolti 28. júní 2023 15:00
Breiðablik nælir í þjálfara kvennaliðsins og leikmann karlaliðsins í einum pakka Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur samið við Guillermo Sánchez um að þjálfa kvennalið félagsins í Suway-deildinni í körfubolta á komandi tímabili. Hann mun einnig leik með karlaliðinu. Körfubolti 20. júní 2023 11:01
Hallveig leggur skóna á hilluna 27 ára gömul: „Langaði að hætta á toppnum“ Hallveig Jónsdóttir, sem hefur undanfarin tímabil verið fyrirliði Íslandsmeistara Vals í körfubolta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára gömul. Körfubolti 16. júní 2023 08:01