Stórir sigrar hjá Haukum og Val - úrslit kvöldsins í kvennakörfunni Haukar og Valur unnu bæði stóra sigra í 18. umferð Domnios-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Haukakonur sóttu tvo stig til KR í DHL-höllinni í enn einum stórsigri Hafnarfjarðarliðsins á árinu 2014 og Valskonur unnu 33 stiga sigur á Grindavík á Hlíðarenda. Körfubolti 15. janúar 2014 20:57
Hálfleiksræða Andy fór vel í Keflavíkurstelpurnar Keflavíkurkonur sóttu tvö stig í Hveragerði í kvöld þegar liðið vann fjögurra stiga sigur á heimastúlkum í Hamar, 75-71. Keflavíkurliðið lagði grunninn að sigrinum með því að vinna þriðja leikhlutann 20-8. Körfubolti 15. janúar 2014 20:53
Snæfellskonur á svaka siglingu í kvennakörfunni Snæfellsliðið er á svaka siglingu í Domnios-deild kvenna í körfubolta en liðið fór í Ljónagryfjuna í kvöld og vann 35 stiga sigur á heimastúlkum í Njarðvík, 94-59. Þetta er sjötti deildarsigur Snæfells í röð og alla hefur liðið unnið með þrettán stigum eða meira. Körfubolti 15. janúar 2014 20:34
Elvar Már og Lele Hardy fengu flest atkvæði Byrjunarliðin í Stjörnuleikjum Körfuknattleikssambands Íslands eru nú klár en KKÍ og einfalt.is stóðu fyrir netkosningu í desember á byrjunarliðum karla og kvenna fyrir Stjörnuleikina 2014. Niðurstöður kosningarinnar eru birtar inn á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 14. janúar 2014 15:30
Botnlið Njarðvíkur lagði KR | Úrslit kvöldsins Óvænt úrslit urðu í Domino's-deild kvenna í kvöld en botnlið Njarðvíkur gerði þá góða ferð í vesturbæ Reykjavíkur og lagði KR-inga að velli, 72-62. Keflavík vann nauman sigur á Val en Haukar unnu öruggan sigur á Grindavík. Körfubolti 12. janúar 2014 21:13
Öruggt hjá Snæfelli Snæfell styrkti stöðu sína á toppi Domino's-deildar kvenna með þrettán stiga sigri á Hamri, 71-58, í Stykkishólmi í dag. Körfubolti 11. janúar 2014 16:41
Olnbogaskot Rögnu Margrétar kært Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að kæra olnbogaskot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur, leikmanns Vals, í leik liðsins gegn Snæfelli í gær. Körfubolti 9. janúar 2014 16:45
Öruggir útisigrar á öllum stöðum í kvöld - úrslitin í kvennakörfunni Efstu þrjú liðin í Dominos-deild kvenna unnu öll örugga útisigra í leikjum sínum í kvöld en þá fór fram sextánda umferð deildarinnar. KR vann stórsigur í Hveragerði og komst upp að hlið Vals í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Allir leikir kvöldsins unnust þar með sannfærandi á útivelli. Körfubolti 8. janúar 2014 21:13
Hardy: Við getum unnið deildina Lele Hardy, leikmaður Hauka í Domino's-deild kvenna, viðurkennir að það hafi ekki komið sér mjög á óvart að hún hafi verið valin besti leikmaður fyrri hluta tímabilsins í deildinni. Körfubolti 7. janúar 2014 19:00
Elvar og Hardy best Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson og Lele Hardy, leikmaður Hauka, voru í dag útnefnd bestu leikmenn Domino's-deilda karla og kvenna. Körfubolti 7. janúar 2014 14:00
Nýr Kani Snæfellinga kann svo sannarlega að troða | Myndband "Hann kemur með aðeins öðruvísi víddir inn í okkar leik,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari körfuknattleiksliða Snæfellinga, um nýja Kanann Travis Cohn. Körfubolti 6. janúar 2014 20:30
Valskonur inn á topp fjögur - úrslitin í kvennakörfunni Valskonur eru komnar upp í fjórða sæti Domnios-deildar kvenna í körfubolta eftir níu stiga sigur á KR, 63-54, í DHL-deildinni í kvöld. Valskonur höfðu sterkari taugar á lokasprettinum en leikurinn var annars jafn og spennandi. Körfubolti 5. janúar 2014 21:24
Haukakonur upp í annað sætið - myndir Haukakonur tóku annað sætið af Keflavík með því að vinna 26 stiga sigur á Keflavík, 85-59, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum en Haukaliðið er búið að vinna tvo af þremur innbyrðisleikjum liðanna. Körfubolti 5. janúar 2014 20:55
Langþráður sigur hjá Njarðvíkurkonum Njarðvíkurkonur unnu langþráðan sigur í Domnios-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu þriggja stiga sigur á Hamar, 63-60, í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík hafði tapað síðustu ellefu leikjum sínum í deildinni. Körfubolti 5. janúar 2014 20:49
Toppliðið byrjar nýja árið vel - Hildur með frábæran leik Snæfell er komið með fjögurra stiga forskot á Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir fjórtán stiga sigur á Grindavík í dag, 97-83, í fyrsta körfuboltaleiknum á nýju ári. Körfubolti 4. janúar 2014 16:36
Einn tvíhöfði í átta liða úrslitum Powerade-bikars Stefán Þór Borgþórsson, mótastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, hefur sett upp leikdaga í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna en þeir fara allir fram í fyrsta mánuði nýs árs. Körfubolti 20. desember 2013 15:16
Fjórar stigalægstu hafa verið sendar heim Helmingur liða í Dominos-deild kvenna hefur nú skipt um bandarískan leikmann en þrír nýir leikmenn fá að spreyta sig í deildinni í upphafi nýs árs. Körfubolti 20. desember 2013 06:30
Jaleesa Butler á heimleið - Anna Martin til Vals Jaleesa Butler hefur spilað sinn síðasta leik með Val í kvennakörfunni í vetur. Körfubolti 20. desember 2013 06:00
Birna: Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt Birna Valgarðsdóttir hefur verið frá keppni undanfarnar vikur vegna hnémeiðsla. Reynsluboltinn 37 ára segir afar erfitt að fylgjast með af bekknum og neitar að gefa upp hvort tímabilið sé hennar síðasta eða ekki. Körfubolti 17. desember 2013 08:30
Jón Halldór skiptir um kana hjá kvennaliði Grindavíkur Lauren Oosdyke mun ekki klára tímabilið með liði Grindavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta en Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari liðsins staðfesti við karfan.is að félagið hafi sagt upp samningi hennar. Körfubolti 16. desember 2013 18:35
KR vann í Grindavík | Úrslit dagsins Þrír leikir fóru fram í Domino's-deild kvenna í dag. KR-ingar gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu 20 stiga sigur, 72-52. Fyrr í dag hafði Snæfell betur gegn Keflavík í toppslag deildarinnar. Körfubolti 14. desember 2013 18:22
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 58-84 | Snæfell hirti toppsætið Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur í dag þar sem liðið vann sannfærandi sigur á heimamönnum í toppslag Domino's-deildar kvenna. Körfubolti 14. desember 2013 13:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Hamar 64-53 | Haukar í þriðja sæti yfir jólin Haukakonur unnu 11 stiga sigur á Hamri í úrvalsdeild kvenna í kvöld, 64-53. Heimaliðið reyndist sterkara í lokin en Hamar var einu stigi yfir að loknum fyrri hálfleik. Körfubolti 13. desember 2013 19:45
Helena og Jón Arnór best í körfu árið 2013 Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2013 af KKÍ. Körfubolti 11. desember 2013 17:11
Hardy flutt á sjúkrahús eftir svæsna krampa Lele Hardy, leikmaður Hauka í Domino's-deild kvenna, var flutt á sjúkrahús eftir leik liðsins gegn Snæfelli í Stykkishólmi í fyrrakvöld. Körfubolti 10. desember 2013 14:54
Ingibjörg gaf fjórtán stoðsendingar - úrslitin í kvennakörfunni Grindavík endaði fimm leikja taphrinu sína í Dominos-deild kvenna í körfubolta með því að vinna tólf stiga sigur á botnliði Njarðvíkur í Ljónagryfjunni í kvöld, 73-61. Körfubolti 8. desember 2013 20:49
Snæfell stöðvaði sigurgöngu Haukakvenna Snæfell varð fyrsta liðið til að vinna Haukakonur síðan 30. október þegar Snæfell vann þrettán stiga sigur á Haukum, 88-75, í 13. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 8. desember 2013 18:41
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 77-67 KR rúllaði yfir Íslandsmeistara Keflavíkur og topplið Dominos deildar kvenna í körfubolta 77-67 á heimavelli sínum í kvöld. Leikurinn var aðeins jafn í fyrsta leikhluta en að honum loknum voru yfirburðir KR miklir. Körfubolti 8. desember 2013 00:01
Hamarskonur hefndu fyrir bikartapið Hamarskonur styrktu stöðu sína í 4. sæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir átta stiga sigur á Val, 72-64, en bæði lið voru með tíu stig fyrir leikinn. Körfubolti 7. desember 2013 19:32
Vinna Haukar sjöunda leikinn í röð? Kvennalið Hauka getur náð öðru sætinu af Snæfelli þegar Haukastelpurnar mæta í Stykkishólm annað kvöld (klukkan 17.00) í 13. umferð Domino's-deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 7. desember 2013 06:00