Yfir þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn landsins hafa spilað í garðinum hjá Láru Fleiri en þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn Íslands hafa troðið upp í garði einum við ósköp venjulegt fjölskylduheimili á Þingeyri á Vestfjörðum. Það eru hjónin Lára Dagbjört Halldórsdóttir og Pétur Sigurðsson sem standa fyrir tónleikunum sem eru gestum að kostnaðarlausu. Lífið 12. ágúst 2021 15:35
Óútgefin plata Kanye West slær nú þegar met Nýjasta plata tónlistarmannsins Kanye West hefur slegið met inni á streymisveitunni Apple Music. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að platan hefur ekki ennþá verið gefin út. Lífið 12. ágúst 2021 11:04
Ingó spilaði fyrir Íslendinga á Tenerife Svo virðist sem Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafi troðið upp á veitingastaðnum Bambú bar & bistro í bænum Adeje á spænsku eyjunni Tenerife í kvöld. Lífið 11. ágúst 2021 23:49
Beyoncé uppgötvaði CBD og reisir nú hamprækt Stórstjarnan Beyoncé uppgötvaði CBD á síðasta tónleikaferðalagi sínu og er nú að byggja sinn eigin búgarð þar sem hún mun rækta hamp og hunang. Tónlistarkonan fagnar 40 ára afmæli sínu í næsta mánuði og gerir upp áratugina fjóra í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði af tímaritinu Harpers Bazaar. Lífið 11. ágúst 2021 17:13
Kröfu Britney um að flýta réttarhöldum um forræði hennar hafnað Beiðni tónlistarkonunnar Britney Spears um að réttarhöldum um forræði föður hennar yfir hennar málefnum hefur verið hafnað. Dómari úrskurðaði í gær að réttarhöldin muni hefjast þann 29. september, eins og áður stóð til. Tónlist 10. ágúst 2021 11:02
Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. Lífið 6. ágúst 2021 17:10
Föstudagsplaylisti Skratta Skrattar hófu upprunalega störf árið 2015 sem tvíeyki og vöktu fljótt athygli fyrir hömlulausa sviðsframkomu og almennan usla. Skrattstjórar voru Guðlaugur Halldór Einarsson og Karl Torsten Ställborn en smám saman bættist við vaktina. Tónlist 6. ágúst 2021 15:31
„Nóg af hljómsveitum þar sem allir eru illa nettir með skeifu“ „Platan er okkar tilraun til að búa til partí rokk. Það er nóg af hljómsveitum þar sem allir eru illa nettir með skeifu, þetta er ekki þannig. Þetta er bara „high energy“ keyrsla sem að fólk hefur vonandi gaman af,“ segir Hallur Sigurðsson í samtali við Vísi. Tónlist 6. ágúst 2021 11:44
Charlie Watts missir af tónleikaferðalagi Rolling Stones Charlie Watts, trommuleikari Rolling Stones mun ekki ferðast með sveitinni til Bandaríkjanna þar sem hún hefur tónleikaferðalag í september. Hann er að jafna sig eftir aðgerð sem hann undirgekkst á dögunum. Tónlist 5. ágúst 2021 14:51
Skilur ekki hvers vegna lokað er á sviðslistir Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar er hugsi yfir því hvers vegna lokað er á sviðslistir þegar tjaldsvæðum og sundlaugum er haldið opið. Lífið 5. ágúst 2021 11:01
Trommari The Offspring rekinn fyrir að afþakka bóluefni Pete Parada, trommari pönkhljómsveitarinnar The Offspring tilkynnti í gær að hann hann hefði verið rekinn fyrir að neita að láta bólusetja sig. „Það hefur verið ákveðið að það sé hættulegt að umgangast mig, í stúdíóinu og á tónleikaferðalagi,“ sagði hann á Instagram. Tónlist 5. ágúst 2021 10:08
Rihanna orðin milljarðamæringur og þar með ríkasta tónlistarkona í heimi Eignir tónlistarkonunnar og frumkvöðulsins Rihönnu eru metnar á 1,7 milljarða Bandaríkjadala, eða um 212 milljarða íslenskra króna, sem gerir hana efnamestu tónlistarkonuna í heiminum. Tónlistin er þó ekki hennar helsta tekjulind samkvæmt tímaritinu Forbes. Viðskipti erlent 5. ágúst 2021 07:53
„Það er búið að gjaldfella það að vera tónlistarmaður“ „Ég hef verið í tónlist síðan ég var lítil og alltaf í kringum fólk sem er í tónlist. Ég kunni ekkert annað og kann ekkert annað,“ segir Sóley Stefánsdóttir í hlaðvarpsþættinum Bransakjaftæði. Lífið 4. ágúst 2021 14:47
Stolt en stressuð Arna Bára gefur út sitt fyrsta lag „Þetta eru blendnar tilfinningar að gefa út sitt fyrsta lag. Ég er mjög stolt en á sama tíma stressuð yfir viðbrögðunum,“ segir athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Arna Bára í samtali við Vísi. Lífið 3. ágúst 2021 14:39
Draumur rættist í gær: „Það væri nú gaman að prufa þetta einu sinni með fólki“ Þetta var algjör heiður, segir Magnús Kjartan Eyjólfsson um brekkusönginn sem hann stýrði í fyrsta sinn í gær. Hann segir upplifunina stórkostlega og væri tilbúinn til að stýra söngnum aftur að ári. Innlent 2. ágúst 2021 13:00
Aldrei verið með plan B Pálmi Ragnar er í fullu starfi sem útgefandi og „producer“ og hefur verið það síðan hann hætti í sumarstarfi sem flugþjónn árið 2016. Hann hefur þó verið að vinna að tónlist síðan í menntaskóla. Pálmi segir að hann sé aldrei með plan B, tónlistin sé alltaf eina áherslan. Lífið 2. ágúst 2021 11:30
Kemur ekki fram á tónlistarhátíð vegna hatursorðræðu í garð samkynhneigðra Rapparinn DaBaby kemur ekki fram á lokakvöldi tónlistarhátíðarinnar Lollapalooza sem fram fer í Chicago í kvöld. Ástæðan er hatursorðræða sem hann viðhafði á tónleikum í síðustu viku. Tónlist 1. ágúst 2021 21:32
Helgi Björns streymir frá Borginni í kvöld Helgi Björnsson ætlar að heimsækja alla landsmenn í beinu streymi frá Hótel Borg í kvöld ásamt Reiðmönnum vindanna. Lífið 31. júlí 2021 21:09
Stuð og stemming á harmonikkufjöri á Borg í Grímsnesi Mikið stuð og stemming er á tjaldsvæðinu á Borg í Grímsnesi því þar eru harmoníkuleikarar, saxófónleikarar, trommuleikari og maður sem spilar á sög komnir saman til að skemmta sér og öðrum við dillandi tónlist og dans tjaldsvæðisgesta. Innlent 31. júlí 2021 20:04
Akureyrskir Pálmar með kveðju af ströndinni Akureyrska hljómsveitin Pálmar hefur sent frá sér nýtt tónlistarmyndband við þriðja lag sitt Sæll vinur. Tónlist 30. júlí 2021 17:12
Uppstrílaðir skrattakollar gefa sig á vald glundroðanum Ólátaþrjótarnir í Skröttum komu út úr síðustu bylgju Covid af alefli með stappfullum tónleikum á nýopnuðu Húrra fyrir tveimur vikum síðan. Fylgdu því svo eftir með reifi á Flateyri liðna helgi, síðasta kvöldið áður en að takmarkanir skullu aftur á. Tónlist 30. júlí 2021 16:36
Elskar að djamma en fær ekki að djamma Álfgrímur Aðalsteinsson hefur gert gott mót á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar er hann með um 11 þúsund fylgjendur og hafa vinsældir hans farið sívaxandi undanfarið. Hann hefur nú gefið út lag, sérstaklega tileinkað djamminu, sem hann fær þó ekki að stunda af eins miklum móði og hann hefði sjálfur viljað. Tónlist 30. júlí 2021 16:01
Semur um eigin líðan sem barn Tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson var að senda frá sér lagið Back to Bed ásamt tónlistarmyndbandi sem hann vann ásamt ungum kvikmyndargerðarnema, Jónatani Leó Þráinssyni á Austurlandi í sumar. Albumm 30. júlí 2021 14:30
Föstudagsplaylisti Johnny Blaze og Hakka Brakes Jón Rafn Hjálmarsson, eða Johnny Blaze, og Hákon Bragason, eða Hakki Brakes, mynda elektróníska tvíeykið sem setti saman lagalista þessa föstudags. Tónlist 30. júlí 2021 13:00
Shakira mögulega á leið fyrir dómara fyrir skattsvik Shakira, tónlistarkonan heimsfræga frá Kólumbíu, er í basli á Spáni, þar sem hún býr. Dómari í Barcelona komst að þeirri niðurstöðu eftir þriggja ára rannsókn að nægar vísbendingar séu fyrir því rétta yfir Shakiru fyrir að hafa komið 14,5 milljónum evra undan skatti. Tónlist 29. júlí 2021 17:51
Bassaleikari ZZ Top er dáinn Dusty Hill, bassaleikari hljómsveitarinnar víðfrægu ZZ Top er dáinn. Hann var 72 ára gamall og lést í svefni á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum. Tónlist 28. júlí 2021 21:23
Halda tónlistarhátíð þrátt fyrir allt Það styttist í Verslunarmannahelgi og vegna faraldurs kórónuveirunnar er ýmist búið að aflýsa eða fresta bæjarhátíðum um land allt. Þrátt fyrir það ætla veitingamenn á Skuggabaldri við Pósthússtræti að halda uppi fjöri í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 28. júlí 2021 20:36
Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. Tónlist 28. júlí 2021 16:17
Sjálfsbjargarviðleitnin kennir Bubba að búa til myndlist Yfirstandandi Covid-bylgja hefur orðið til þess að Bubbi Morthens hefur tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og framleiðir nú textaverk í seríu sem hann kallar Regnbogaverk. Textabrot sem Bubbi lætur vinna í listaverk. Menning 28. júlí 2021 14:18
Joey Jordison trommari Slipknot er dáinn Joey Jordison, trommari og einn stofnenda hljómsveitarinnar Slipknot, er dáinn. Hann var 46 ára gamall og er sagður hafa dáið friðsamlega í svefni. Dánarorsök liggur ekki fyrir. Tónlist 27. júlí 2021 23:10