Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Cardi B og Offset hætt saman

Rappparið Cardi B og Offset er hætt saman. Þau hafa nokkrum sinnum áður hætt saman en nýlega hefur verið uppi orðrómur um að Offset hafi haldið fram hjá Cardi.

Lífið
Fréttamynd

Vildu gera al­vöru partýlag fyrir jólin

Rapparinn Emmsjé Gauti er kominn í partýgírinn fyrir jólin en hann var að senda frá sér lagið Partýjól ásamt Steinda Jr. og Þormóði. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Írar kveðja MacGowan

Íbúar Dyflinnar, höfuðborgar Írlands, kvöddu söngvarann Shane MacGowan á götum úti í dag. MacGowan verður jarðsettur í heimabæ fjölskyldu móður sinnar seinna í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Selena Gomez sögð í sam­bandi með vini Justin Bieber

Söng- og leikkonan Selena Gomez er sögð hafa staðfest samband sitt við tónlistarmanninn Benny Blanco á samfélagsmiðlum í vikunni. Blanco er góður vinur fyrrverandi kærasta Gomez, Justin Bieber, og hafa þeir nokkrum sinnum gert tónlist saman. 

Lífið
Fréttamynd

Passar upp á að vera með­vitaður um for­réttindi sín

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr, þekktur sem Emmsjé Gauti, segir spilakvöld áralanga hefð innan fjölskyldunnar á aðventunni þar sem keppnisskapið gerir vart við sig. Til að viðhalda spennunni og bæta í gleðina fyrir jólin ákvað hann og Arnar „no face“, vinur hans og meðstjórnandi hlaðvarpsins Podkastalinn, að gefa út nýtt spil. 

Lífið
Fréttamynd

Flutti úr landi eftir rifrildið við Kim og Kanye

Bandaríska söngkonan Taylor Swift segist hafa neyðst til að flytja af landi brott og upplifað sem svo að ferillinn sinn væri á enda eftir opinberar deilur sínar við þau Kim Kardashian og Kanye West árið 2016.

Lífið
Fréttamynd

Jóla­há­tíðin okkar snýr aftur

Jólahátíðin okkar, jólahátíð fyrir fatlaða, snýr aftur í kvöld. Hátíðin hefur verið haldin árlega í rúma fjóra áratugi en pása var gerð á henni undanfarin ár vegna faraldurs Covid.

Tónlist
Fréttamynd

Gítar­leikari Wings er látinn

Enski tónlistarmaðurinn Denny Laine, sem var aðalsöngvari sveitarinnar Moody Blues og gítarleikari sveitarinnar Wings, er látinn. Hann varð 79 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Jólatónleikar í Salnum náðu ekki flugi

Rokktónlistarmaðurinn spilar þrjá hljóma fyrir þúsund áheyrendur, en djassarinn spilar þúsund hljóma fyrir þrjá áheyrendur. Þessi brandari er lýsandi fyrir það hve djassinn er miklu þróaðri og fjölbreyttari en rokkið, en líka hve hið síðarnefnda er vinsælt. Gullöld djassins er löngu liðin, en hann á sér samt ennþá aðdáendur. Fleiri en þrír áheyrendur voru á jóladjasstónleikum í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldið; þar var troðfullt.

Gagnrýni
Fréttamynd

Lauf­ey tekur fram úr Björk

Tónlistarkonan Laufey hefur tekið fram úr Björk sem vinsælasti íslenski tónlistarmaðurinn á Instagram. Laufey er nú með rétt rúmlega tvær milljónir fylgjenda en Björk er með 1,97 milljónir.

Tónlist
Fréttamynd

Georg í Sigur Rós selur slotið

Georg Holm bassaleikari hljómsveitarinnar Sigur Rós og eiginkona hans Svanhvít Tryggvadóttir framleiðandi hafa sett fallegt parhús sitt við Hávallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 158 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

„Sumt mun kannski sjokkera fólk“

Hinn 22 ára gamli Jóhann Ágúst Ólafsson var að senda frá sér sitt fyrsta lag, „Kallinn á tunglinu“. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

Tónlist
Fréttamynd

„Mér finnst dauðinn bara fal­leg pæling“

Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. 

Lífið
Fréttamynd

Ný og spennandi fram­tíð ís­lenskrar tón­listar

Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 1. desember. Dagurinn markar einnig önnur tónlistartengd tímamót því á morgun fær Tónlistarmiðstöð Íslands afhent framtíðarheimili sitt við Austurstræti 5, í miðborg Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki lengur bara blá augu í Myndinni hennar Lísu

Rithöfundurinn Olga Guðrún Árnadóttir hefur breytt einni línu í ljóðinu Myndin hennar Lísu svo lagið faðmi betur fjölbreytileika samfélagsins. Lagið er samið fyrir 46 árum og samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðan þá segir Olga. 

Lífið