Aflýsir tónleikaferðalaginu vegna veikinda Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur aflýst öllum tónleikunum sem eftir voru af Justice tónleikaröðinni. Lífið 1. mars 2023 09:49
Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. Lífið 1. mars 2023 07:01
Hugmyndin of góð til þess að framkvæma hana ekki Fyrsti þáttur hlaðvarpsins Powergang Podcast kom út í gær. Þar fara Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson yfir hvernig lagið Power sem Diljá syngur í Söngvakeppninni varð til. Diljá segist vilja leyfa fólki að kynnast sér og Pálma betur. Lífið 28. febrúar 2023 14:00
Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. Erlent 28. febrúar 2023 07:36
Nánast uppselt á ferna tónleika þrátt fyrir engar auglýsingar Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun halda ferna tónleika í Háskólabíó 10. og 11. mars. Ingó segir 3700 af 4000 miðum selda sem er athyglisvert þar sem tónleikarnir hafa hvergi verið auglýstir. Hann er gífurlega spenntur fyrir tónleikunum þar sem gleði og skemmtun verður allsráðandi að hans sögn. Lífið 27. febrúar 2023 17:28
Katy Perry brast í grát: Missti vini sína í skotárás í framhaldsskóla Katy Perry, söngkona og einn dómara Idol í Bandaríkjunum, brast í grát eftir að hinn 21 árs gamli Trey Louis mætti í áheyrnarprufu. Trey var nemandi í Santa Fe High School þegar byssumaður skaut þar tíu manns til bana árið 2018. Lífið 27. febrúar 2023 14:42
Gummi Tóta og Guðbjörg eignuðust stúlku Fyrir helgi eignuðust knattspyrnumaðurinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson og kærasta hans, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir, dóttur. Þetta er fyrsta barn parsins. Lífið 27. febrúar 2023 08:33
Þessi keppa til úrslita í Söngvakeppninni Lögin Gleyma þér og dansa, með Siggu Ózk, og OK með Langa Sela og Skuggunum komust áfram í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í kvöld. Framkvæmdastjórnin kom á óvart og hleypti þriðja laginu í gegn. Úrslitin fara fram eftir viku. Lífið 25. febrúar 2023 21:25
Saga Matthildur mætt á Íslenska listann Idol stjarnan Saga Matthildur er mætt inn á Íslenska listann á FM957 með Idol lagið Leiðina heim. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 18. sæti listans. Tónlist 25. febrúar 2023 17:00
Rihanna syngur á Óskarnum Söngkonan Rihanna kemur fram á Óskarnum 12. mars næstkomandi. Hún mun fylgja eftir stórbrotna hálfleiksatriði sínu á Ofurskálinni, þar sem hún sló í gegn. Lífið 24. febrúar 2023 22:55
Frumsýning á Vísi: Tónlistarmyndband við Söngvakeppnislag Silju Rósar og Kjalars Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Together We Grow sem þau Silja Rós og Kjalar munu flytja í Söngvakeppni Sjónvarspins á morgun, laugardaginn 25.febrúar. Tónlist 24. febrúar 2023 15:22
Fimm konur tilnefndar til Kítón verðlaunanna Fimm konur eru tilnefndar til Kítón verðlaunanna í ár. Sigurvegari þeirra verður kynntur á Hlustendaverðlaununum þann 17. mars næstkomandi. Tónlist 24. febrúar 2023 13:38
„Ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus“ Síðastliðinn miðvikudag gaf tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir út sitt annað sólólag. Laginu fylgir tónlistarmyndband sem leikstýrt er af Þóru Hilmarsdóttur. Tónlist 24. febrúar 2023 11:38
Íslenskur heila- og taugaskurðlæknir með Eurovision-lag í keppni í San Marínó Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku og vísindamaður við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, sendi lag í undankeppni Eurovision í San Marínó. Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið með tilþrifum en komst þó ekki áfram. Lífið 23. febrúar 2023 15:16
Morðingi Nipsey Hussle í minnst 60 ára fangelsi Maðurinn sem myrti rapparann Nipsey Hussle hefur verið dæmdur í minnst 60 ára fangelsi. Hann gæti setið inni til dauðadags. Erlent 22. febrúar 2023 21:13
Nanna Bryndís sóló á Airwaves Tuttugu og tveir listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni hafa nú verið tilkynntir. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni er Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Þetta verður í fyrsta skipti sem hún kemur fram undir nafni sólóverkefnis síns, Nanna, hér á landi. Tónlist 22. febrúar 2023 13:06
Bað sjö ára dóttur sína um að leikstýra fyrir sig Rapparinn Macklemore ákvað að spyrja dóttur sína hvort hún væri til í að leikstýra myndbandinu við nýjasta lagið sitt, No Bad Days. Lagið er á nýrri plötu rapparans sem kemur út þann þriðja mars næstkomandi. Lífið 22. febrúar 2023 10:30
Bólgan eftir aðgerðina búin að hjaðna Söngkonan Madonna vakti töluverða athygli á Grammy-verðlaunahátíðinni í byrjun febrúar. Það var umtalað á netinu að andlitið hennar virtist vera bólgið eftir aðgerð. Söngkonan segir að bólgan sé búin að hjaðna og birti mynd því til stuðnings í gær. Lífið 21. febrúar 2023 10:17
Skynvíkkunarrokkarar með skæting snúa aftur Anton Newcombe er forsprakki sýrurokkssveitarinnar The Brian Jonestown Massacre. Í byrjun mars snýr hann aftur til landsins sem hann dvaldi á löngum stundum snemma á þessu árþúsundi. Tónlist 21. febrúar 2023 09:16
Hrista tvö þúsund manna veislur fram úr erminni „Það er ekki nóg að stinga bara stofugræjunum í samband. Það þarf að huga að hljómburði hvort sem þú ætlar að halda tuttugu manna boð eða tvö þúsund manna viðburð. Það jafnast ekkert á við góða samkomu þar sem allir ná að skemmta sér saman og þá er mikilvægt að tækin sem er verið að nota séu fyrsta flokks, góður hljómur og að heyrist vel í ræðumanni, skemmtikröftum og tónlistinni,“ segir Jóhann Örn Ólafsson í HljóðX en fyrirtækið leigir út hljóðkerfi, ljósa- mynd- og sviðsbúnað fyrir allar stærðir viðburða. Lífið samstarf 21. febrúar 2023 08:47
Drakk úr hundrað þúsund króna skó á miðjum tónleikum Breski söngvarinn Harry Styles drakk úr rándýrum skó á tónleikum sínum í Perth í Ástralíu í gærkvöldi. Eftir drykkjuna sagðist hann vera eins og nýr maður. Lífið 21. febrúar 2023 07:49
Backstreet Boys á leiðinni til Íslands Bandaríska „strákasveitin“ Backstreet Boys eru á leið til landsins. Þeir munu halda tónleika í Nýju-Laugardalshöllinni föstudaginn 28. apríl næstkomandi. Lífið 20. febrúar 2023 14:17
Sá ekki fyrir sér að eignast fjölskyldu Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Hans undurfagra rödd hefur vakið athygli síðustu tíu ár hér á landi. Í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Auðunn Blöndal að kynnast manninum betur. Lífið 20. febrúar 2023 10:31
„Erfitt að vera berskjölduð en ég hef gott af því“ Hin 24 ára gamla Saga Matthildur kom, sá og sigraði Idolið í ár með einstakri rödd sinni og einkennandi dulúð. Frá barnæsku dreymdi hana um að vinna við tónlist en lífið þvældist þó fyrir, sem fékk hana til að missa trúna á sjálfri sér um tíma. Hún hefur nú sigrast á ýmsum hindrunum og er að eigin sögn rétt að byrja. Blaðamaður settist niður með Sögu Matthildi og fékk nánari innsýn í líf hennar og listsköpun. Lífið 19. febrúar 2023 10:02
Einungis tveimur atkvæðum frá því að komast í úrslitin Flytjendur tveggja laga tryggðu sér í kvöld keppnisrétt í úrslitakeppni Söngvakeppninnar. Lögin sem áhorfendur völdu áfram eru Lifandi inn í mér með Diljá Pétursdóttur og Stundum snýst heimurinn gegn þér með Braga Bergssyni. Tónlist 18. febrúar 2023 21:23
Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór í topp fimm Það má með sanni segja að Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór séu með þekktari tónlistarmönnum okkar Íslendinga en síðasta samstarfsverkefni þeirra var lagið Vinn við það. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 í síðustu viku og hefur nú stokkið beint í fimmta sæti listans. Tónlist 18. febrúar 2023 17:00
Tíu bestu lögin sem fengu ekki að keppa í Eurovision Íslendingar hafa í gegnum árin verið ansi lélegir í að velja hvaða lag á að keppa fyrir okkar hönd í Eurovision. Atriði sem Evrópa hefur ekki viljað líta við fara út fyrir hönd Íslands á meðan stórkostleg atriði sitja eftir í súpunni. Lífið 18. febrúar 2023 07:01
Feðginin Sigga Ózk og Keli úr Í svörtum fötum tóku lagið saman Söngkonan Sigga Ózk er á hraðri uppleið í tónlistarheiminum en hún keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins þann 25. febrúar. Sigga á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því faðir hennar er landsþekktur tónlistarmaður. Lífið 17. febrúar 2023 14:14
Eydís Evensen tilkynnir Evróputúr Það er mikið um að vera hjá tónskáldinu og píanóleikaranum Eydísi Evensen, sem hefur vakið athygli í hinum stóra heimi, en hún var að senda frá sér tónverkið Tephra Horizon og tónlistarmyndband við. Er um að ræða fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu en Eydís er einnig á leið í stórt tónleikaferðalag. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. Tónlist 17. febrúar 2023 11:30
Auður leggur land undir fót og er kominn með íbúð í L.A. Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson er fluttur til Los Angeles í Bandaríkjunum ef marka má mynd sem hann deildi á Instagram síðu sinni í gær. Lífið 17. febrúar 2023 10:32