Sigur Rós endar túrinn með Elju í Hörpu Sigur Rós er á leið í tónleikaferðalag með strengjasveit um Norðurlöndin. Ferðalagið mun enda í Eldborg í Hörpu í desember næstkomandi. Sveitin mun þar koma fram ásamt kammersveitinni Elju. 18.3.2024 09:44
Sundhnúkareinin gæti verið á leið í mjög langt frí Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segist telja mögulegt að eldgosið sem hófst um helgina verði síðasta eldgosið á svæðinu í bili, þó eldvirkni á Reykjanesi sé hvergi nærri lokið. Mögulega eigi kerfið eitt eldgos í sér til viðbótar, sem verði þá eftir rúman mánuð. 18.3.2024 09:14
Salvador á Djúpavogi reyndist heita Buszek og búa í Sandgerði Heimilislaus köttur sem fannst á Djúpavogi og gefið var nafnið Salvador reyndist í raun heita Buszek og eiga heimili í Sandgerði. Þaðan hvarf hann fyrir þremur árum síðan. Eigandinn segist ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hún rak augun í mynd af Buszek á Facebook síðu Villikatta á Austurlandi. 17.3.2024 11:01
Krakkatían: Eurovision, rapparar og fótboltamenn Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni sem hefst á Vísi í dag. Krakkatían kemur í staðinn fyrir Krakkakvissið sem hefur verið á Vísi undanfarið. 17.3.2024 07:01
Fréttatía vikunnar: Húsbruni, skiltastærð og félagaskipti Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. 16.3.2024 07:00
Ábendingum um aðstoð fyrir Blæsa rigndi yfir fjölskylduna Ábendingum um aðstoð fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminn í fjölskyldu Silju Brá Guðlaugsdóttur, hinum ellefu vikna gamla hvolpi Blæsa, rigndi yfir fjölskylduna eftir að Silja birti mynd af hvolpinum inni á hópi hundaáhugamanna á samfélagsmiðlinum Facebook. Blæsi er heyrnarlaus og sjóndapur vegna erfðagalla. 16.3.2024 07:00
Myndaveisla: Spessi frumsýndi Afsakið meðanað égæli Íslenska heimildamyndin Afsakið meðanað ég æli var frumsýnd í Bíó Paradís að viðstöddum kvikmyndagerðarmönnum og leikstjóra miðvikudagskvöldið 13. mars. Þar létu helstu kanónur úr menningarlífinu sig ekki vanta. 15.3.2024 15:41
Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. 15.3.2024 10:34
Prinsinn grínaðist með listræna hæfileika Katrínar Vilhjálmur Bretaprins grínaðist með listræna hæfni eiginkonu sinnar Katrínar Middleton þar sem hann heimsótti félagsmiðstöð fyrir ungt fólk í London í fyrradag. Brandarinn vakti mikla athygli enda Katrín nýbúin að eiga við mynd af sér og börnunum sínum. 15.3.2024 09:02
Amanda og Brák meðal handhafa Íslensku myndlistarverðlaunanna Amanda Riffo og Brák Jónsdóttir eru meðal þeirra myndlistarmanna sem hlutu Íslensku myndlistarverðlaunin. Þá fékk Hreinn Friðfinnsson Verðlaunaafhending fór fram í Iðnó í kvöld þar sem var margt um manninn. 14.3.2024 21:16