Framsóknarflokkurinn

Fréttamynd

Klúðurslegt hjá Sigurði Inga

Sigurður Ingi Jóhannsson baðst fyrr í dag afsökunar á því sem hann lýsti sem „óviðurkvæmilegum ummælum“ sínum í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Ummælin tengdust kynþætti hennar og er hann sagður hafa vísað til hennar sem „þeirrar svörtu.“

Innlent
Fréttamynd

Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum

Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur á erfiðum stundum

Í síðustu viku voru samþykkt í ríkisstjórn tvö frumvörp sem hófust í félagsmálaráðuneytinu í tíð Ásmundar Einars Daðasonar en frestuðust því miður vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur nú lagt þau fram og koma þau til umræðu á Alþingi á næstu dögum.

Skoðun
Fréttamynd

Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar.

Innlent
Fréttamynd

Meira bíó!

Nýlega fjallaði RÚV um gott gengi kvikmyndaiðnaðarins hér á landi en áætlað er að hann hafi skilað samfélaginu 9 milljörðum króna á síðasta ári. Þá er gert er ráð fyrir áframhaldandi velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar á næstkomandi árum.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn kynnir fram­boðs­lista í Grinda­vík

Framsóknarflokkurinn hefur samþykkt tillögu uppstillingarnefndar að lista flokksins til sveitarstjórnarkosninga í Grindavík í vor. Ásrún Helga Kristinsdóttir kennari vermir fyrsta sæti listans og í öðru sæti er Sverrir Auðunsson framkvæmdastjóri.

Innlent
Fréttamynd

Lilja boðar breytingu á skattaumhverfi frjálsra fjölmiðla

Sérstök umræða um stöðu fjölmiðla fór fram á þinginu fyrr í dag. Þingflokksformaður Viðreisnar var málshefjandi. Flestir sammála um fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og kölluðu eftir heildstæðri stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Ráðherra boðar skattaaðgerðir en vill ekki stofna „enn eina nefndina” til að greina stöðuna.

Innherji
Fréttamynd

Fæðu­öryggi er þjóðar­öryggis­mál

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, hefur farið mikinn í umræðunni um fæðuöryggi. Þar hefur hann talað niður ógnina sem steðjar að fæðuöryggi þjóðarinnar og leggur til aðgerðir sem grafa undan fæðuörygginu og eru þess eðlis að þær draga úr innlendri matvælaframleiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

For­seti bæjar­stjórnar segir sig úr Fram­sóknar­flokknum

Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar í Grindavíkurbæ, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum eftir að honum var tilkynnt að hann myndi ekki leiða lista flokksins í komandi sveitastjórnarkosningum. „Mér er sagt að það sé svokallað „bakland“ flokksins sem vildi fá nýjan oddvita,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Grænar al­mennings­sam­göngur

Eitt af stefnumálum Framsóknar í Hveragerði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí næstkomandi er að bæta samgöngur í bæjarfélaginu. Bærinn hefur stækkað ört á síðustu misserum, íbúum fjölgað og fjarlægðir á milli ystu svæða hafa lengst.

Skoðun
Fréttamynd

Guðveig Eyglóardóttir leiðir Framsókn í Borgarbyggð

Guðveig Eyglóardóttir sveitarstjórnarfulltrúi leiðir framboðslista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð þriðja kjörtímabilið í röð. Annað sæti á listanum skipar Davíð Sigurðsson sveitarstjórnarfulltrúi og framkvæmdastjóri og Eðvarð Ólafur Traustason flugtjóri og atvinnurekandi situr í þriðja sæti. 

Innlent
Fréttamynd

Sterkari í sam­einaðri rödd

Samstarf Norðurlanda er eitt umfangsmesta og elsta svæðasamstarf í heimi og hefur metnað til þess að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Það á rætur sínar að rekja aftur til 1952 sem gerir þetta 70. samstarfsárið.

Skoðun
Fréttamynd

Myndaveisla frá flokksþingi nýrrar Framsóknar

Um helgina var 36. flokksþing Framsóknar haldið undir yfirskriftinni Ný Framsókn fyrir landið allt. Á laugardagskvöldinu var svo blásið til veislu á Grand hótel en þar var gríðarleg stemning og margt um manninn.

Lífið
Fréttamynd

Krefja Sigurð Inga um af­sökunar­beiðni vegna um­mæla um „ill­mennin í Kreml“

Rússneska sendiráðið í Reykjavík fer fram á það að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina um „illmennin í Kreml.“ Sendiráðið segist líta á ummæli ráðherrans sem afskipti af innanríkismálum Rússlands og að það sé ekki við hæfi að hann tjái sig um þau mál.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir á að frumvarp um af­glæpa­væðingu verði á dag­skrá í haust

Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýnir á­form um fækkun sýslu­manns­em­bætta

Þingmaður Framsóknar gagnrýnir harðlega fyrirætlanir dómsmálaráðherra að fækka sýslumannsembættum í eitt. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála,“ segir hann.

Innlent
Fréttamynd

Efa­semdir um fyrir­ætlanir dóms­mála­ráð­herra

Nýlega bárust fréttir af áformum dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að fækka sýslumannsembættum á landinu úr níu í eitt. Hvergi má finna þessar róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hef ég miklar efasemdir um ágæti þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Getur orðið svakalega þungt fyrir Hildi

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, telur að kosningabaráttan fram undan geti orðið þung fyrir nýkjörinn oddvita Sjálfstæðisflokksins, Hildi Björnsdóttur. Jón var ásamt Sigmari Vilhjálmssyni athafnamanni gestur í nýrri útgáfu Íslands í dag, sem verður héðan af í beinni á mánudagskvöldum eftir fréttir.

Innlent
Fréttamynd

Segir heil­brigðis­þjónustu á lands­byggðinni ó­á­sættan­lega: „Risa­­stórt vanda­­mál sem við höfum aldrei náð að bæta“

Formaður velferðarnefndar Alþingis segir ljóst að áskoranir séu til staðar á landsbyggðinni þegar kemur að heilbrigðisþjónustu en segir að allir geti sótt sér þjónustu óháð staðsetningu. Þingmaður Pírata segir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hafa hrakað gríðarlega undanfarin ár og að málaflokkurinn ætti að vera í forgangi hjá stjórnvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sókn í Hafnar­firði

Í byrjun mars kynnti Framsókn í Hafnarfirði framboðslistann fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem verða þann 14. maí næstkomandi. Listinn er skipaður öflugu og góðu fólki sem vill vinna vel fyrir Hafnarfjörð.

Skoðun
Fréttamynd

Jón nýr ráðgjafi Lilju

Jón Þ. Sigurgeirsson hefur verið ráðinn efnahagsráðgjafi Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra og kom til starfa í menningar- og viðskiptaráðuneytinu í dag. Meðal helstu verkefna Jóns verða að veita ráðherranum ráðgjöf í viðskipta- og efnahagsmálum ásamt því að sinna málefnum Norðurslóða.

Innlent