Framsóknarflokkurinn

Fréttamynd

Ummæli boða ekki gott

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að Framsóknarflokkurinn væri "ömurlegur flokkur" boði ekki gott. Aðspurður um framtíð R-listans segir Halldór að samstarfið hafi gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

Ekki bara stefnt að tekjujöfnun

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að tekjujöfnun sé síður en svo eina markmiðið í skattamálum. Samkvæmt útreikningum sem ASÍ vann fyrir Fréttablaðið hefur skattbyrði láglaunamanns þyngst frá því staðgreiðslukerfið var tekið upp 1988 en skattprósentan verður álíka og þá þegar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hafa tekið gildi.

Innlent
Fréttamynd

Halldór skýrir skatta

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra ætlar að boða forystu verkalýðshreyfingarinnar á sinn fund til að skýra skattastefnu stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Hvers konar stalínismi er þetta?

Kristinn H. Gunnarsson segir að ummæli Hjálmars Árnasonar í Fréttablaðinu um sig beri keim af slúðri og rógi. Hann spyr jafnframt hvers konar stalínismi það sé ef þingmenn Framsóknarflokksins eigi nú að greiða atkvæði samkvæmt vilja þingflokksins en ekki eigin skoðunum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Kristinn mætti í frystinn

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður sat sinn fyrsta þingflokksfund hjá Framsóknarflokknum í gær eftir að ákveðið var að hann sæti í engum þingnefndum fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Kom á óvart að Kristinn hætti ekki

Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið sér á óvart að Kristinn H. Gunnarsson hafi kosið að starfa áfram í Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar stjórnar þingflokksins að útiloka hann úr þingnefndum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki vald til að reka Kristin

Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að stjórn þingflokksins hafi ekki haft vald til að reka Kristin H. Gunnarsson úr Framsóknarflokknum. Kristinn var útilokaður úr nefndum og kom það Hjálmari á óvart að hann hætti ekki sjálfviljugur í flokknum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta stefnuræða Halldórs

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra flutti jómfrúarræðu sína sem forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöld. Hafi einhver búist við stórpólítiskum tíðindum úr stefnuræðunni eða að nýji forsætisráðherrann opinberaði nýja hugmyndafræðilega sýn á Ísland og umheiminn, hefur viðkomandi orðið fyrir vonbrigðum.

Innlent
Fréttamynd

Karpað um skatta, öryrkja og Írak

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flutti fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld. Í ræðu sinni sagði hann að stjórnarflokkunum hefði tekist að koma á stöðugleika í efnahagsmálum, minnka atvinnuleysi og auka kaupmátt launþega verulega.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra harmar ræðufrétt

Forsætisráðuneytið segist harma að annað árið í röð skuli brotinn trúnaður um stefnuræðu forsætisráðherra. Tilefnið er frétt DV í dag um innihald ræðunnar sem Halldór Ásgrímsson flytur á Alþingi í kvöld. Ráðuneytið segir ljóst að brotin hafi verið trúnaðarskylda sem kveðið sé á um í lögum. Ráðherrann óski eftir ræða málið við forseta Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Símasölu frestað

Halldór Ásgrímsson segir engar stefnubreytingar fylgja forsætisráðherraskiptunum í stefnuræðu sinni sem flutt verður í kvöld. Samkvæmt heimildum DV verður sölu Símans frestað enn einu sinni og 90 prósent húsnæðislán sett á dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Hjálmari ekki falin ábyrgðastörf

Trúnaðarbrestur hefur orðið milli herstöðvaandstæðinga og Hjálmars Árnasonar þingflokksformanns Framsóknarflokksins. Samtökin hafa ákveðið að fela honum engin trúnaðarstörf. </font /></font /></b /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hallar undan fæti í lýðræðisumræðu

Einar Pálsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Árborg segir hafa hallað undan fæti í lýðræðislegri umræðu að undanförnu. "Þingflokkurinn hefur gengið mjög hart fram gagnvart Kristni H. Gunnarssyni fyrir að vera ekki á sömu línu og þingflokkurinn," segir Einar.

Innlent
Fréttamynd

Skoðanafrelsi undirstaða lýðræðis

Kristinn H. Gunnarsson segir að stjórnmálaflokkur sé því aðeins lýðræðisleg hreyfing að þar ríki skoðanafrelsi. Hann segir skoðanir sínar endurspegla meiningu fjölda flokksmanna og spyr hvers vegna forystu flokksins séu svona mislagðar hendur að hún sé í stríði við sinn eigin flokk í hverju málinu á fætur öðru. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Á samleið með Framsókn

"Mönnum finnst þeir tefla hagsmunum sínum í tvísýnu ef þeir setja fram sjónarmið í umdeildum málum sem eru á annan veg en þann sem forystan hefur gefið upp. Þetta er stóra vandamálið í flokknum," segir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, um Framsóknarflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Kristinn fékk viðvörun

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að Kristinn H.Gunnarsson hafi fengið viðvörun. Hann rekist ekki í Framsóknarflokknum. Þingflokkur framsóknar ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin úr öllum fastanefndum þingsins. Framsóknarmenn segja Kristin lagðan í einelti, athæfi þingflokksins sé refsivert og aðgerðirnar harkalegar. Aðeins sé einn sannleikur í Framsókn.</b />

Innlent
Fréttamynd

Trúnaðarbrestur orsökin

Formaður Framsóknarflokksins segir að samstarfsörðugleikar og trúnaðarbrestur hafi valdið því að flokkurinn hafi ekki viljað að Kristinn H. Gunnarsson tæki sæti í þingnefndum.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirðingar sviptir áhrifum

Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélagsins í Bolungarvík, segir að þingflokkur Framsóknarflokksins hafi svipt Vestfirðinga eina talsmanninum sem þeir hafi átt í þingliðinu.

Innlent
Fréttamynd

Algjör trúnaðarbrestur

Algjör trúnaðarbrestur milli forystu Framsóknarflokksins og Kristins H. Gunnarssonar er ástæða þess að honum var neitað um setu í þingnefndum fyrir flokkinn. Kristinn segir að það hljóti eitthvað að vera að hjá forystu flokksins. Þessi umskipti þýða að tveir yngstu þingmennirnir taka við mikilvægum forystuhlutverkum í nefndum Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Refsing fyrir að segja skoðun sína

Þingflokkur Framsóknarflokksins útlokaði í gær Kristin H. Gunnarsson, þingmann flokksins, frá öllum fastanefndum Alþingis. Hann segir þetta vera refsingu fyrir að hafa sagt skoðun sína í viðkvæmum málum en ætlar engu að síður að starfa áfram innan flokksins. Honum er lítt gefið um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknar við Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Þingflokkur sýnir tennurnar

Guðni Ágústsson segir að stjórn þingflokksins hafi ekki lagt í veturinn nema að sýna tennurnar á þann hátt sem hún gerði er hún útilokaði Kristin H. Gunnarsson frá fastanefndum Alþingis. Vestfirðingar eru orðlausir og vilja að forustan útskýri fyrir þeim hvernig byggja eigi flokkinn upp á ný. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Vissi af sviptingu Kristins

Magnúsi Ólafssyni, formanni kjördæmissambands Framsóknarflokksins, var tilkynnt fyrir þingflokksfund Framsóknarflokksins í gærkvöld að til stæði að svipta Kristin H. Gunnarsson öllum nefndarsetum á vegum flokksins. Hann sagði í samtali við fréttastofu að honum hefði jafnframt verið sagt að Kristni yrði tilkynnt þessi ákvörðun fyrir fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Einn á báti

Saga Kristins H. Gunnarssonar innan Framsóknarflokksins er stutt en viðburðarík. Fyrir sex árum gekk hann í raðir flokksins og var strax leiddur í öndvegi. Í gærkvöldi var hann orðinn útlagi í eigin flokki eftir að þingflokkurinn úthýsti honum úr nefndum alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Heimskulegt segir Kristinn H.

"Þetta er heimskuleg og vanhugsuð ákvörðun sem skapar ný og erfiðari mál en henni var ætlað að leysa," segir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins. Þingflokkurinn ákvað í gær að reka Kristin úr öllum nefndum og ráðum sem hann hefur setið í á vegum þingflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Kristinn H. fallinn í ónáð

Þingflokkur Framsóknar treystir Kristni H. Gunnarssyni ekki til að sitja í nefndum á vegum þingsins. Kristinn segir að sjálfstæði hans í tveimur málum hafi valdið óánægju innan forystu flokksins. Ætlar að starfa áfram innan þingflokksins. </font /></b />

Innlent