Borgunarmálið

Fréttamynd

Svekktur yfir 57 prósenta ávöxtun

Forstjóri Borgunar segir starfsmenn Borgunar hafi selt hlut sinn í fyrirtækinu á allt of lágu verði í sumar. Verðið var helmingi hærra en Landsbankinn seldi þeim á.

Innlent
Fréttamynd

Hverjir verða Borgunarmenn fyrir bönkum?

Umræðan um Borgunarhneykslið má ekki staðnæmast við það eitt. Það sem við vitum nú þegar um atburðarásina í málinu dugar til að vekja verulegar efasemdir um vinnubrögð og siðferði í efstu lögum fjármálakerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Engar forsendur fyrir riftunarmáli

Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útilokar ekki málsókn vegna Borgunarmálsins

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgunarmál í alvarlegri stöðu

Fjármála- og efnahagsráðherra segir gögn sem birst hafa í fjölmiðlum benda til þess að Landsbankinn hafi fengið mun lægra verð fyrir hlut sinn í Borgun en eðlilegt geti talist. Ráðherrann vill að málið verði upplýst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sofandi Landsbankamenn

Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli,

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti

"Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið.

Innlent
Fréttamynd

Kaupendur Borgunar hagnast óeðlilega mikið

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála forsætisráðherra um að sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun hafi verið klúður. Hann vill þó ekki taka afstöðu til þess hvort bankastjórinn og stjórn bankans eigi að láta af störfum en segir að kaupendur hafi hagnast óeðlilega mikið á viðskiptunum.

Innlent
Fréttamynd

Lyklavöldin fyrir útgerðina og bankana

Uppfullur bræði hrópaði formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir fjórum árum á Alþingi "skiliði lyklunum“. Það að krefjast þess að einhver skili einhverju, ber með sér að sá hinn sami telji sig eiga það sem á að skila.

Skoðun
Fréttamynd

Segir stjórnmálamenn ekki beita þrýstingi

Nýjar upplýsingar um Borgunarmálið urðu til þess að Bankasýslan vill skýringar á söluferlinu. Stofnunin vill líka upplýsingar um alla selda eignarhluti frá 2009. Forstjóri stofnunarinnar segir sjálfstæði hennar vera algjörlega virt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankaráðsmenn axli ábyrgð

Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir einboðið að bankaráðsmenn Landsbankans axli ábyrgð í Borgunarmálinu hafi bankinn gerst sekur um að ganga gegn eigendastefnu ríkisins. Bankasýslan hefur formlega óskað eftir svörum frá Landsbankanum vegna málsins.

Innlent