Skotárásir í Bandaríkjunum Tugir mótmælenda handteknir í Minnesota Fjörutíu mótmælendur voru handteknir í Brooklyn Center í Bandaríkjunum í nótt. Mikil reiði er á meðal borgarbúa eftir að lögregla skaut tvítugan svartan karlmann til bana á sunnudag. Erlent 13.4.2021 20:01 Ætlaði að beita rafbyssu: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum, annað kvöldið í röð eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögregluþjóni. Umræddur lögregluþjónn ætlaði að taka upp rafbyssu sína en tók fyrir mistök upp alvöru byssu. Erlent 13.4.2021 09:47 Barn meðal látinna í þriðju fjöldaskotárásinni á innan við mánuði Fjögur létust, þar af eitt barn, í skotárás á skrifstofubyggingu í úthverfi Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Hinn grunaði særðist í skotbardaga við lögregluna og hefur verið handtekinn. Erlent 1.4.2021 08:26 Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. Erlent 25.3.2021 23:17 „Ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum“ Lögregluyfirvöld í Colorado í Bandaríkjunum hafa gefið upp nöfn þeirra tíu sem létust þegar byssumaður réðist inn í matvöruverslun í Boulder. Þrír voru á þrítugsaldri, einn á fimmtugsaldri, þrír á sextugsaldri og þrír á sjötugsaldri. Erlent 23.3.2021 19:15 Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. Erlent 23.3.2021 12:24 Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. Erlent 23.3.2021 06:45 Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. Erlent 18.3.2021 10:24 Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. Erlent 17.3.2021 06:31 Aðstoðarmaður Lady Gaga tjáir sig um skotárásina Ryan Fischer, aðstoðarmaður söngkonunnar Lady Gaga, er á batavegi eftir að hann var skotinn í síðustu viku þegar hann var á gangi með hunda söngkonunnar. Tveimur hundanna var stolið en þeim var komið aftur til söngkonunnar á föstudag. Erlent 1.3.2021 23:20 Hundar Lady Gaga komnir heim heilir á húfi Koji og Gustav, frönskum bolabítum bandarísku tónlistarkonunnar Lady Gaga, hefur verið skilað til eiganda síns heilum á húfi. Þeir voru teknir ófrjálsri hendi og Ryan Fischer, aðstoðarmaður Gaga, skotinn í bringuna síðastliðinn miðvikudag. Erlent 27.2.2021 08:01 Skotárásin og rán á hundum Lady Gaga náðist á myndband Árásin á aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga, sem var á gangi með hunda hennar, náðist á myndband. Tveir menn á hvítum bíl veittust að aðstoðarmanninum á miðvikudaginn og reyndu að ræna hundum söngkonunnar af honum. Erlent 26.2.2021 11:21 Enginn lögregluþjónn ákærður vegna dauða Daniel Prude Enginn lögregluþjónn verður ákærður vegna dauða Daniels Prude í Bandaríkjunum. Hann dó eftir að hann var handjárnaður og hetta sett á hann eftir að hann hljóp nakinn um götur Rochester í New York. Erlent 24.2.2021 11:01 Þrír dánir og tveir særðir eftir skothríð í byssubúð Maður skaut tvo til bana í byssubúð og skotsvæði í úthverfi New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Hann er sagður hafa gengið þar inn og hafið skothríð og var árásarmaðurinn sjálfur skotinn til bana þegar starfsmenn og viðskiptavinir verslunarinnar hófu sjálfir skothríð. Erlent 21.2.2021 07:47 Skotinn til bana við upptöku Youtube-hrekks Lögreglan í Nashville í Bandaríkjunum hefur til rannsóknar atvik þar sem ungur maður var skotinn til bana við að taka upp hrekk sem til stóð að birta á Youtube. Maðurinn og vinur hans þóttust ætla að ræna annan mann sem hélt að um raunverulegt rán væri að ræða og dró upp byssu. Erlent 8.2.2021 19:29 Vilja handtaka Rittenhouse aftur Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra. Erlent 4.2.2021 08:55 Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Erlent 7.1.2021 13:43 Skaut á fólk af handahófi og banaði þremur Yfirvöld í Flórída hafa ákært liðþjálfa í sérsveitum Bandaríkjahers fyrir árás þar sem hann virðist hafa skotið á fólk af handahófi í keiluhöll í Illinois í gær. Þrír eru dánir og þrír særðir eftir árásina. Erlent 27.12.2020 23:14 Hófu skothríð eftir að þeim var vísað af strippstað fyrir að vera ekki með grímur Yfirvöld í Kaliforníu hafa ákært þrjá menn sem skutu úr árásarriffli á nektardansstað í Anaheim, eftir að þeir höfðu verið reknir þaðan út. Mennirnir og vinir þeirra höfðu neitað að vera með grímur og var hent út. Erlent 22.12.2020 16:35 Skotvopnasamtök saka stjórnendur um misferli Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil. Erlent 26.11.2020 10:44 Walmart fjarlægir skotvopn og skotfæri úr hillum Bandaríska verslunarkeðjan Walmart hefur fjarlægt öll skotvopn og skotfæri úr hillum þúsunda verslana um öll Bandaríkin þar sem stjórnendur hafa áhyggjur af hugsanlegum óróa og mótmælum í landinu í náinni framtíð. Viðskipti erlent 30.10.2020 08:37 Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. Erlent 24.9.2020 22:45 Tveir lögreglumenn skotnir í Louisville Mótmælt var víða um Bandaríkin í nótt eftir að í ljós kom að ekki verði ákært í málum lögreglumannanna í Louisville í Kentucky sem skutu Breonnu Taylor til bana í mars síðastliðnum. Erlent 24.9.2020 07:25 Lögregluþjónn ákærður vegna dauða Breonna Taylor Fyrrverandi lögregluþjónninn Brett Hankison hefur verið ákærður vegna dauða Breonna Taylor. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum í Louisville í Kentucky í mars. Engir aðrir lögregluþjónar sem að málinu koma verða ákærðir. Erlent 23.9.2020 17:51 Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. Erlent 22.9.2020 13:00 Tveir látnir og fjórtán særðir eftir skotárás í heimapartýi Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir að skotárás var gerð í heimapartýi í Rochester í New York í nótt. Erlent 19.9.2020 13:30 Tveir lögreglumenn skotnir í fyrirsát Árásarmaðurinn gengur laus. Erlent 13.9.2020 14:37 Skutu Reinoehl til bana við handtöku Lögreglumenn í Washinton-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna skutu til bana mann sem var grunaður um að hafa drepið hægriöfgamanninn Aaron Danielson í óeirðunum í Portland í Oregon um síðustu helgi. Erlent 4.9.2020 07:19 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. Erlent 1.9.2020 23:01 Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. Erlent 1.9.2020 13:42 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 21 ›
Tugir mótmælenda handteknir í Minnesota Fjörutíu mótmælendur voru handteknir í Brooklyn Center í Bandaríkjunum í nótt. Mikil reiði er á meðal borgarbúa eftir að lögregla skaut tvítugan svartan karlmann til bana á sunnudag. Erlent 13.4.2021 20:01
Ætlaði að beita rafbyssu: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum, annað kvöldið í röð eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögregluþjóni. Umræddur lögregluþjónn ætlaði að taka upp rafbyssu sína en tók fyrir mistök upp alvöru byssu. Erlent 13.4.2021 09:47
Barn meðal látinna í þriðju fjöldaskotárásinni á innan við mánuði Fjögur létust, þar af eitt barn, í skotárás á skrifstofubyggingu í úthverfi Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Hinn grunaði særðist í skotbardaga við lögregluna og hefur verið handtekinn. Erlent 1.4.2021 08:26
Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. Erlent 25.3.2021 23:17
„Ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum“ Lögregluyfirvöld í Colorado í Bandaríkjunum hafa gefið upp nöfn þeirra tíu sem létust þegar byssumaður réðist inn í matvöruverslun í Boulder. Þrír voru á þrítugsaldri, einn á fimmtugsaldri, þrír á sextugsaldri og þrír á sjötugsaldri. Erlent 23.3.2021 19:15
Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. Erlent 23.3.2021 12:24
Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. Erlent 23.3.2021 06:45
Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. Erlent 18.3.2021 10:24
Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. Erlent 17.3.2021 06:31
Aðstoðarmaður Lady Gaga tjáir sig um skotárásina Ryan Fischer, aðstoðarmaður söngkonunnar Lady Gaga, er á batavegi eftir að hann var skotinn í síðustu viku þegar hann var á gangi með hunda söngkonunnar. Tveimur hundanna var stolið en þeim var komið aftur til söngkonunnar á föstudag. Erlent 1.3.2021 23:20
Hundar Lady Gaga komnir heim heilir á húfi Koji og Gustav, frönskum bolabítum bandarísku tónlistarkonunnar Lady Gaga, hefur verið skilað til eiganda síns heilum á húfi. Þeir voru teknir ófrjálsri hendi og Ryan Fischer, aðstoðarmaður Gaga, skotinn í bringuna síðastliðinn miðvikudag. Erlent 27.2.2021 08:01
Skotárásin og rán á hundum Lady Gaga náðist á myndband Árásin á aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga, sem var á gangi með hunda hennar, náðist á myndband. Tveir menn á hvítum bíl veittust að aðstoðarmanninum á miðvikudaginn og reyndu að ræna hundum söngkonunnar af honum. Erlent 26.2.2021 11:21
Enginn lögregluþjónn ákærður vegna dauða Daniel Prude Enginn lögregluþjónn verður ákærður vegna dauða Daniels Prude í Bandaríkjunum. Hann dó eftir að hann var handjárnaður og hetta sett á hann eftir að hann hljóp nakinn um götur Rochester í New York. Erlent 24.2.2021 11:01
Þrír dánir og tveir særðir eftir skothríð í byssubúð Maður skaut tvo til bana í byssubúð og skotsvæði í úthverfi New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Hann er sagður hafa gengið þar inn og hafið skothríð og var árásarmaðurinn sjálfur skotinn til bana þegar starfsmenn og viðskiptavinir verslunarinnar hófu sjálfir skothríð. Erlent 21.2.2021 07:47
Skotinn til bana við upptöku Youtube-hrekks Lögreglan í Nashville í Bandaríkjunum hefur til rannsóknar atvik þar sem ungur maður var skotinn til bana við að taka upp hrekk sem til stóð að birta á Youtube. Maðurinn og vinur hans þóttust ætla að ræna annan mann sem hélt að um raunverulegt rán væri að ræða og dró upp byssu. Erlent 8.2.2021 19:29
Vilja handtaka Rittenhouse aftur Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra. Erlent 4.2.2021 08:55
Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Erlent 7.1.2021 13:43
Skaut á fólk af handahófi og banaði þremur Yfirvöld í Flórída hafa ákært liðþjálfa í sérsveitum Bandaríkjahers fyrir árás þar sem hann virðist hafa skotið á fólk af handahófi í keiluhöll í Illinois í gær. Þrír eru dánir og þrír særðir eftir árásina. Erlent 27.12.2020 23:14
Hófu skothríð eftir að þeim var vísað af strippstað fyrir að vera ekki með grímur Yfirvöld í Kaliforníu hafa ákært þrjá menn sem skutu úr árásarriffli á nektardansstað í Anaheim, eftir að þeir höfðu verið reknir þaðan út. Mennirnir og vinir þeirra höfðu neitað að vera með grímur og var hent út. Erlent 22.12.2020 16:35
Skotvopnasamtök saka stjórnendur um misferli Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil. Erlent 26.11.2020 10:44
Walmart fjarlægir skotvopn og skotfæri úr hillum Bandaríska verslunarkeðjan Walmart hefur fjarlægt öll skotvopn og skotfæri úr hillum þúsunda verslana um öll Bandaríkin þar sem stjórnendur hafa áhyggjur af hugsanlegum óróa og mótmælum í landinu í náinni framtíð. Viðskipti erlent 30.10.2020 08:37
Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. Erlent 24.9.2020 22:45
Tveir lögreglumenn skotnir í Louisville Mótmælt var víða um Bandaríkin í nótt eftir að í ljós kom að ekki verði ákært í málum lögreglumannanna í Louisville í Kentucky sem skutu Breonnu Taylor til bana í mars síðastliðnum. Erlent 24.9.2020 07:25
Lögregluþjónn ákærður vegna dauða Breonna Taylor Fyrrverandi lögregluþjónninn Brett Hankison hefur verið ákærður vegna dauða Breonna Taylor. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum í Louisville í Kentucky í mars. Engir aðrir lögregluþjónar sem að málinu koma verða ákærðir. Erlent 23.9.2020 17:51
Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. Erlent 22.9.2020 13:00
Tveir látnir og fjórtán særðir eftir skotárás í heimapartýi Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir að skotárás var gerð í heimapartýi í Rochester í New York í nótt. Erlent 19.9.2020 13:30
Skutu Reinoehl til bana við handtöku Lögreglumenn í Washinton-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna skutu til bana mann sem var grunaður um að hafa drepið hægriöfgamanninn Aaron Danielson í óeirðunum í Portland í Oregon um síðustu helgi. Erlent 4.9.2020 07:19
Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. Erlent 1.9.2020 23:01
Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. Erlent 1.9.2020 13:42