Vísindi

Fréttamynd

Bein út­send­ing: Hættu við aðra tilraun vegna leka

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) eru hættir við að reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins í kvöld. Hætt var við aðra tilraun til fyrsta tunglskots Artemis-áætlunarinnar vegna leka á einum af elsdneytistönkum Space Launch System-eldflaugarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 

Erlent
Fréttamynd

Gæði nýrra mynda af Júpíter komu á óvart

Geimvísindamenn birtu í dag nýjar myndir af gasrisanum Júpíter sem teknar voru með James Webb-geimsjónaukanum. Júpíter er áhugaverð reikistjarna og vonast vísindamenn til þess að skilja hana mun betur með gögnunum frá James Webb.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga upp­skerum

Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi

Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins.

Innlent
Fréttamynd

Komin á skotpall fyrir fyrstu tunglferðina

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) luku í dag við að flytja fyrstu eldflaug Artemis-áætlunarinnar á skotpall í Flórída. Var það gert fyrir fyrstu tunglferð áætlunarinnar en til stendur að skjóta eldflauginni á loft eftir tæpar tvær vikur.

Erlent
Fréttamynd

Styttist í fyrstu tunglferðina

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) hafa sett stefnuna á því að fyrsta tunglferð Artemis-áætlunarinnar verði farin þann 29. ágúst. Þá verður geimfari skotið til tunglsins og flogið hring þar í kring og til baka.

Erlent
Fréttamynd

Flakkari á siglingu um hrauntjörnina

Það kennir ýmissa grasa þegar eldgos eiga í hlut. Eitt af því eru fyrirbæri sem minnir á fljótandi borgarísjaka í hrauntjörninni og hefur fengið heitið flakkari hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Höfundur Gaia-kenningarinnar er látinn

Breski vísindamaðurinn James Lovelock sem þekktastur er fyrir Gaia-kenninguna lést í gær. Hann fæddist þann 26. júlí árið 1908 og lést því á 103 ára afmælisdaginn.

Erlent
Fréttamynd

Segja niður­stöður rann­sóknar á grameðlum rangar

Rannsókn frá jarðvísindadeild Edinborgarháskóla sýnir fram á að þeir steingervingar sem hafa fundist af grameðlum komi ekki frá þremur tegundum eðlunnar líkt og greint var frá í tímaritinu Evolutionary Biology í mars á þessu ári. Steingervingarnir sem voru rannsakaðir komi vissulega frá misstórum dýrum en eðlurnar voru, rétt eins og við mannfólkið, til í fleiri stærðum og gerðum en einni.

Erlent
Fréttamynd

Bjarni Sæmundsson í úthafsrækjuleiðangri

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er að hefja sautján daga leiðangur til að skoða útbreiðslu og magn rækju í úthafinu fyrir norðan og norðaustan landið. Um borð eru fjórir vísindamenn og tólf manna áhöfn en alls verða teknar 86 stöðvar í stofnmælingunni.

Innlent
Fréttamynd

Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans

Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum.

Erlent
Fréttamynd

Segir sjónaukann marka nýtt upphaf í stjarnvísindum

Fyrsta ljósmyndin úr James-Webb geimsjónaukanum birtist í gærkvöldi og eru fleiri myndir væntanlegar klukkan hálf þrjú í dag. Þetta eru skýrustu myndir sem mannkynið hefur tekið og séðaf sumum af daufustu og fjarlægustu vetrarbrautum til þessa. Stjörnu-Sævar segir þetta sögulegan dag og marka nýtt upphaf í stjarnvísindum.

Innlent
Fréttamynd

Rýnt í uppruna alheimsins í fyrstu mynd James Webb

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í kvöld fyrstu unnu myndina úr James Webb-geimsjónaukanum. Myndin sýnir þyrpingu stjörnuþoka sem kallast SMACS 0723 og er í um 4,6 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðu.

Erlent
Fréttamynd

Árni Friðriksson í makrílrannsóknum

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lét úr höfn 4. júlí til að taka þátt í alþjóðlegum leiðangri sem stendur yfir til 23. júlí. Eitt af meginmarkmiðum leiðangursins er að meta magn og útbreiðslu makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar í norðaustur Atlantshafi að sumarlagi.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs

Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Við veljum okkur vini eftir lykt

Við veljum okkur vini sem lykta eins og við. Iðnvæðingunni er um að kenna að maðurinn er nánast eina spendýrið sem er ómeðvitað um lyktina af samborgurum sínum. Þetta eru niðurstöður nýrrar vísindakönnunar.

Erlent
Fréttamynd

Að læra að lesa og að verða læs

Því miður hefur umræðan um það hvað sé helst til ráða verið á villigötum og ljóst að misskilningur ríkir um það hvað læsi er og hvernig sé árangursríkast að bæta það.

Skoðun
Fréttamynd

Tugir jarð­vísinda­manna mættir í Mý­vatns­sveit að rann­saka Kröflu

Á fjórða tug vísindamanna vinna þessa dagana í Mývatnssveit að miklu mælingaverkefni í Kröflu, sem Jarðvísindastofnun Háskólans leiðir hérlendis í samvinnu við Landsvirkjun, erlendar rannsóknastofnanir og háskóla. Kanna á ítarlegar en áður hefur verið gert ýmis atriði í byggingu Kröflueldstöðvarinnar og varpa þannig frekara ljósi á samband jarðhita og kviku.

Innlent
Fréttamynd

Hraðasta hlýnun á jörðinni yfir Norður-Barentshafi

Norður-Barentshaf og eyjarnar þess eru sá staður á jörðinni þar sem loftslag hlýnar hraðast svo vitað sé samkvæmt rannsóknum norrænna veðurfræðinga. Hlýnunin þar er allt að sjöfalt hraðari en annars staðar á jörðinni.

Erlent
Fréttamynd

Varð fyrir geimgrjóti og skemmdist lítillega

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, opinberuðu í vikunni að James Webb geimsjónaukinn varð nýverið fyrir smáu geimgrjóti sem skemmdi einn af speglum hans. Skemmdirnar eru þó sagðar koma lítið niður á gæðum mynda spegilsins.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt lyf heftir vöxt krabba­meins­æxla

Nýtt lyf við brjóstakrabbameini eykur líftíma sjúklinga um 23,9 mánuði á meðan hefðbundin lyfjameðferð gefur sjúklingum 16,8 mánuði. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um rannsókn sem kynnt var á dögunum á aðalfundi Félags klínískra krabbameinslækna í Bandaríkjunum.

Erlent