Frakkland

Fréttamynd

Frakkar segjast hafa fellt hryðjuverkaleiðtoga í Malí

Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Norður-Afríku féll í aðgerðum franska hersins í Malí fyrr í vikunni, að sögn franska varnarmálaráðherrans. Þá segjast Frakkar hafa tekið einn leiðtoga Ríkis íslams í landinu höndum í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Börnin sem enginn vill fá heim

Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim.

Erlent
Fréttamynd

Frestar fundi G7 aftur

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits.

Erlent
Fréttamynd

Sam­drátturinn 20 prósent í Frakk­landi

Franska hagstofan gerir ráð fyrir að samdrátturinn í frönsku efnahagslífi muni nema heilum 20 prósentum á öðrum ársfjórðungi. Er það rakið til lokana og annarra aðgerða yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Jóhanna af Örk dýrlingur í hundrað ár

Hundrað ár eru liðin í dag frá því Benedikt 15. páfi gerði hina frönsku Jóhönnu af Örk að dýrlingi kaþólsku kirkjunnar. Þetta var engin geðþóttaákvörðun. Áratugalangt ferli var að baki ákvörðuninni enda var Jóhanna þessi ein helsta þjóðhetja Frakka.

Erlent
Fréttamynd

75 ár liðin frá uppgjöf nasista

Sjötíu og fimm ár eru liðin í dag frá því Nasistar gáfust upp fyrir herjum Bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Kórónuveirufaraldurinn setur svip sinn á fagnaðarlæti dagsins.

Erlent
Fréttamynd

WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni

Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Reyna að bjarga Air France og Norwegian

Hluthafar í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian samþykktu í morgun björgunaraðgerðir, en félagið rambar á barmi gjaldþrots um þessar mundir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti sjö milljarða evra aðstoðarpakka fyrir Air France.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Takmarka sölu á niktótínvörum í Frakklandi

Eftir að athuganir vísindamanna bentu til þess að notkun nikótíns gæti dregið úr líkum á því að smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hafa frönsk yfirvöld bannað sölu nikótínvara á netinu.

Erlent