
Rafrettur

Drekinn seldi tugi ólöglegra níkótínvökva
Aðstandendur söluturnsins Drekans á Njálsgötu seldu alls 60 tegundir ólöglegra áfyllinga á rafrettur.

Burt með tóbak og veip - og verjum lungun gegn árás Covid-19
Enn er margt á huldu um hvaða einstaklingar það eru sem þróa með sér alvarlega lungnasýkingu af völdum Covid-19 veirunnar.

Helsti talsmaður rafretta hér á landi hlýtur dóm fyrir skattsvik
Guðmundur Karl Snæbjörnsson, heimilislæknir sem verið hefur helsti talsmaður rafretta hér á landi undanfarin ár, hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik.

Íslenskir unglingar veipuðu spice
Fíkniefnið spice fannst nýverið í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu.

Juul hunsaði vísbendingar um að unglingar ánetjuðust rafrettum
Rafrettuframleiðandinn íhugaði í upphafi að hafa sjálfvirka viðvörun eða stoppara í rafrettur þegar notendur væru búnir að neyta ákveðins magns nikótíns en aldrei varð neitt af því. Juul virðist hafa hunsað viðvaranir um að unglingar gætu ánetjast rafrettum þess.

Stofnar starfshóp til að skoða hvernig bregðast eigi við rafrettunotkun ungmenna
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að stofna starfshóp sem mun skoða hvernig best sé að bregðast við rafrettunotkun barna og ungmenna. Þá skoðar hún hvort bregðast þurfi við athugasemdum Neytendastofu um að stofnunin hafi ekki mannafla til að sinna því eftirlitshlutverki sem lögin gera ráð fyrir.

Yngsta fórnarlamb rafreykinga sautján ára gamall drengur
Rúmlega tuttugu manns hafa látið lífið í Bandaríkjunum af völdum dularfulls lungasjúkdóms sem virðist tengjast rafreykingum.

Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva
Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva.

Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva
Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir.

Tillaga Landlæknis auki svartamarkaðsbrask
Rafrettuverslanir á Íslandi vilja taka þátt í baráttunni gegn veip-reykingum ungmenna að sögn talsmanns íslenskra veipverslana.

FA segir bann líklegt til að laða fólk að svarta markaðnum
Félag atvinnurekenda segir nærtækara að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum um rafrettur hér á landi, frekar en að herða þær. Þær séu strangar fyrir og félagið bendir á að þau alvarlegu tilvik um lungnasjúkdóma sem komið hafa upp í Bandaríkjunum megi að mestu rekja til notkunar ólöglegra rafrettuvökva sem keyptir voru á svörtum markaði.

Læknar vilja banna rafrettur
Á aðalfundi Læknafélags Íslands, sem var haldinn á Siglufirði í síðustu viku, var skorað á Alþingi að festa í lög bann við sölu á rafrettum og tengdum varningi.

Foreldrar verði að ganga fram með góðu fordæmi: "Ég mun aldrei veipa eða reykja“
Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár.

Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna
Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu.

Beina sjónum sínum að kannabisvökvum í rannsókn á rafrettuveikindum
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú þrettán dauðsföll sem eru tengd rafrettunotkun. Alls hefur verið tilkynnt um 805 veikindi tengd rafrettunotkun.

Læknar á varðbergi vegna rafretta
Lungnalæknir segir mikið áhyggjuefni hversu mörg íslensk börn nota rafrettur.

Á spítala eftir rafrettunotkun: „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað“
Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni.

Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga
Grunur leikur á að veikindi unglings, sem greindist nýverið með lungnasjúkdóm hér á landi, megi rekja til rafrettunotkunar.

Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu
Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað.

Hvetja til banns gegn rafrettum
Rúmlega 15 prósent 10. bekkinga á Íslandi eru hugsanlega háðir rafrettum.

Ríkisstjóri New York vill banna bragðbætta rafrettuvökva
Bannið kæmi til með að ná til allra bragðtegunda nema tóbaks- og mentholbragðs.

Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin
Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga.

Ætla að banna allar bragðtegundir í rafrettur
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans ætlar að leggja til bann við alla bragðvökva í rafrettur. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að táningar og börn notist við rafrettur en slík notkun hefur aukist til muna á undanförnum árum.

Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum.

Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna
Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum.

Kona brenndist þegar rafretta sprakk og kveikti í dýnunni
Tilkynnt var um eld sem kviknaði í rúmi út frá rafrettu í Engihjalla á föstudagsmorgun. Ung kona hlaut brunasár á upphandlegg en hún var sofandi í rúminu.

Notkun á rafrettum fer einungis minnkandi meðal ungra karlmanna
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna. Vöntun er á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa.

Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna.

Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn
Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum.

San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur
Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna.